Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 ÞAÐ er bersýnilegt að nú er verið að reyna að telja þjóðinni trú um að hún muni ekki leiða ESB-málið til lykta í þjóðaratkvæða- greiðslu. Er því haldið fram að þjóðin fái ekki að ráða málinu af því að atkvæðagreiðslan verði leiðbeinandi en ekki bindandi. Má jafnvel sjá einstaka þingmenn halda því fram að þeir hafi aldrei heyrt minnst á leiðbeinandi eða ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr. Rétt eins og þeir séu hins vegar al- vanir svokölluðum bindandi þjóð- aratkvæðagreiðslum! Sannleikurinn er sá að bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla verður ekki haldin skv. gildandi stjórnarskrá og því er ekki unnt að ákveða nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB verði bindandi. Það væri fyrst hægt að breyttri stjórnarskrá. Í huga flestra er þjóðaratkvæðagreiðsla ákvarðandi um örlög mála sem und- ir þjóðina eru borin í slíkri atkvæða- greiðslu. Skiptir þá engu hvort form hennar er bindandi eða leiðbeinandi, nema stjórnmálaflokkar ætli að lýsa því yfir fyrirfram að þeir muni ekki taka mark á þjóðinni. Sú tillaga sem sjálfstæðismenn lögðu fram á Alþingi um það sem kallað var bindandi þjóðaratkvæða- greiðsla var þannig úr garði gerð að hún gerði ekki ráð fyrir að nið- urstöður aðildarviðræðna við ESB yrðu bornar undir þjóðina um leið og þær lægju fyrir. Þvert á móti. Tillagan fólst í því að þegar niðurstöður við- ræðna lægju fyrir ætti Alþingi að láta eins og þjóðin væri samþykk niðurstöðunum, gera nauðsynlegar breyt- ingar á stjórnarskrá, bæði að því er varðar framsal ríkisvalds til ESB og bindandi þjóð- aratkvæðagreiðslur. Að því búnu yrði þing rofið og boðað til kosn- inga (og enn hefur þjóðin þegar hér er komið sögu, ekki verið spurð um niðurstöður að- ildarviðræða) og hið nýja þing þyrfti þá að staðfesta stjórnarskrárbreyt- ingarnar. Ef nýja þingið fellst ekki á breytingarnar er málið dautt án þess að þjóðin hafi komið að því. Verði stjórnarskrárbreytingarnar samþykktar á nýju þingi er ætlast til þess, skv. tillögu sjálfstæð- ismanna, að Alþingi samþykki lög um aðild Íslands að ESB (og enn og aftur hefur þjóðin þegar hér er komið sögu, ekki verið spurð um niðurstöður aðildarviðræða) og geri Alþingi það, þá fyrst á að leggja þau lög, þannig samþykkt undir þjóð- aratkvæði. Sem sagt, Alþingi á að taka niðurstöður aðildarviðræðna, láta eins og þjóðin sé samþykk þeim og gera allar nauðsynlegar ráðstaf- anir fyrir ESB-aðild án þess að spyrja þjóðina. Fyrst þegar allt það umstang er um garð gengið vilja sjálfstæðismenn bera málið undir þjóðina. Ég er ósammála þessari að- ferðafræði. Ekki því að framsal rík- isvalds geti átt að vera háð sam- þykkis þjóðarinnar, heldur hinu að þjóðin eigi ekki að fá að kjósa um niðurstöður aðildarviðræðna þá þeg- ar þær liggja fyrir. Þessum sjón- armiðum kom ég ítrekað á framfæri í utanríkismálanefnd þegar málið var þar til umfjöllunar og einnig í þingræðum um málið. Sömuleiðis lagði ég til að reynt yrði að koma til móts við þessi ólíku sjónarmið með því annars vegar að þjóðin kysi um niðurstöður aðildarviðræðna og hins vegar að stjórnarskránni yrði breytt á þann veg að framsal ríkisvalds myndi ávallt krefjast annaðhvort aukins meirihluta á Alþingi eða staðfestingar í þjóðaratkvæða- greiðslu. Um þessa leið er m.a. fjallað í fylgiskjali með nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar sem fjallar um stjórnarskrána og þjóðaratkvæðagreiðslur. Enginn áhugi var á því af hálfu sjálfstæð- ismanna að finna sameiginlega lausn á þessu úrlausnarefni. Niðurstaðan varð því sú að nið- urstöður aðildarviðræðna verða bornar undir þjóðina, þjóðin mun þannig ráða för og taka af skarið um það hvort Ísland gengur í Evrópu- sambandið eður ei, ef við yfirleitt komumst svo langt í viðræðuferlinu. Þjóðin ræður för Eftir Árna Þór Sigurðsson » Í huga flestra er þjóðaratkvæða- greiðsla ákvarðandi um örlög mála sem undir þjóðina eru borin í slíkri atkvæðagreiðslu. Árni Þór Sigurðsson Höfundur er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. ALÞINGISMAÐ- URINN Jón Gunn- arsson stakk niður penna í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Vogum, sem dreift var fyrir skömmu. Ber hann þar mikið lof á bæj- arstjórann í Kópa- vogi fyrir það að hafa „sýnt mikið siðferð- isþrek“ í lífeyrissjóðsmálinu svo- kallaða. Að vísu segir alþingismað- urinn að vissulega hafi bæjarstjórinn„farið á svig við lög“ í störfum sínum sem formaður líf- eyrissjóðsins, en það skín í gegn- um grein hans að hinn siðferð- islegi styrkur bæjarstjórans hafi hreinlega borið hann ofurliði og hann sagt af sér þess vegna. Jón Gunnarsson, sá hinn sami og skrifar í Voga um siðferðisþrek bæjarstjórans í Kópavogi, situr á Alþingi Íslendinga en starfsmenn þeirrar stofnunar hafa m.a. þann starfa að setja þjóðinni lög sem ætlast er til að almenningur fylgi og fari eftir. Það að fara á svig við lög er ekki léttvægt atriði og það ber að mínu viti engan vott um siðferðisþrek að víkja sæti þegar grunur leikur á að formaður stjórnar opinberrar stofnunar hafi „gerst brotlegur við lög“. Þingmaðurinn nefnir í upphafi greinar sinnar málefni fyrirtækis dóttur bæjarstjórans, það sem mikill styr stóð um skömmu áður en FME vék stjórn LSK frá. Það var gott hjá honum að nefna því þegar málefni LSK komst í há- mæli lá þegar fyrir krafa frá sam- starfsflokki sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Kópavogs að bæj- arstjórinn viki sæti vegna þess máls. Og bæjarstjórinn var á för- um að kröfu fram- sóknarmanna. Engu að síður lítur þing- maðurinn svo á að það hafi verið að kröfu Samfylkingarinnar sem bæjarstjórinn vék. Samfylkingin er ekki í meirihluta- samstarfi í bæj- arstjórn Kópavogs og hefur því ekkert úr- slitavald um það hvort bæjarstjórinn segir af sér eða ekki, slíkt er alfarið á for- ræði Framsóknarflokksins. Jón Gunnarsson, tók sæti á Al- þingi Íslendinga árið 2007 og hef- ur stutt Sjálfstæðisflokkinn og forystusveit hans í gegnum súrt og sætt um árabil. Alþingismað- urinn Jón Gunnarsson hefur ekki minnst einu orði á siðferðisþrek sitt og félaga sinna, þeirra sem seldu íslensku bankana, sem lögðu af Þjóðhagsstofnun og stjórnuðu bæði forsætisráðuneyti og fjár- málaráðuneyti á þeim tímum sem kallaðir voru „mestu uppgangs- tímar Íslandssögunnar“ – hvert er þeirra siðferðisþrek? Er nema von að illa sé komið fyrir þjóðinni þegar siðferðisþrek sjálfstæðismanna er mælt í því hversu oft og mikið þeir fara á svig við lög. Siðferðisþrek þingmannsins Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur Ingibjörg Hinriksdóttir »Er nema von að illa sé komið fyrir þjóð- inni þegar siðferðisþrek sjálfstæðismanna er mælt í því hversu oft og mikið þeir fara á svig við lög. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. HINIR alræmdu Icesave-samningar hafa verið til umræðu í fjölmiðlum um all- langt skeið og er það engin furða. Hins veg- ar vekur það athygli manna að nú um mið- bik júlímánaðar er mest rætt um það hvort þjóðin sé fjár- hagslega í stakk búin til að ábyrgjast þær ofboðslegu greiðslur sem samningarnir fela í sér. Um þetta velta menn vöngum fram og aftur. Sumir telja mögu- legt fyrir þjóðina að taka ábyrgð á skuldunum og borga. Þannig birti Morgunblaðið forsíðufrétt 15. júlí: Ríkið ræður við Icesave. Og 16. júlí hefur Fréttablaðið eftir seðlabankastjóra að rík- issjóður beri vel þær skuldbind- ingar sem samningurinn leggur á hann. – Aftur á móti segja margir málsmetandi menn að okkur sé um megn að greiða slíka ógn- arskuld og það jafnvel þótt við lifðum við fátæktarmörk vegna sparnaðar í áratug eða lengur. Og minna má á að við skulduðum tvö þúsund milljarða áður en banka- hrunið mikla kom til sögunnar. Hugsanlega gætu skuldir okkar verið tvöfalt hærri nú. – Já. Það er erfitt að ímynda sér, að þjóð sem lætur sjúkrahús sín draga á eftir sér langan skuldahala í góð- æri fari allt í einu að greiða niður erlendar skuldir í stórum stíl þeg- ar harðnar á dalnum. Það væri ekkert annað en óskhyggja. En öll þessi heilabrot eru til- gangslítil því að þetta er ekki málið. Það er ekki spurning nr. 1 hvort Íslendingar geti borgað Icesave- samninginn eða ekki. Fyrsta spurningin er aftur á móti: Ber Ís- lendingum skylda til að ábyrgjast greiðslur vegna umræddra samninga? Svari einhver ját- andi hlýtur maður að spyrja: Hvernig má það vera? Var ekki Landsbankinn einkafyrirtæki ? Eða var hann það bara þegar vel gekk? Breyttist hann í ríkisbanka þegar halla tók undan fæti? Það hlýtur að vera skoðun þeirra sem vilja nú láta ríkið greiða skuldir hans. Þetta ætti að nægja til að sýna hverjir eru á villigötum. En rökin eru þó fleiri sem mæla gegn kröfu á hendur ríkinu vegna þessa máls þó hér verði látið staðar num- ið. Icesave Eftir Torfa Guðbrandsson Torfi Guðbrandsson » Það er erfitt að ímynda sér, að þjóð sem lætur sjúkrahús sín draga á eftir sér langan skuldahala í góðæri fari allt í einu að greiða nið- ur erlendar skuldir í stórum stíl þegar harðn- ar á dalnum. Höfundur er fyrrv. skólastjóri. SNEMMA í júní- mánuði skiluðu tvær nefndir sem mennta- málaráðherra skipaði fyrir jól til að fjalla um háskólamálefni. Báðar nefndirnar áttu að leggja ráðherra ráð um viðbrögð í háskólamál- efnum í kreppunni sem blasti við. Önnur nefndin var skipuð Ís- lendingum sem komið hafa að mál- um á sviði háskólahalds, hin nefndin var skipuð erlendum kunn- áttumönnum. Skýrslur nefndanna eru í flestu samhljóma og horfa eink- um til skipulags háskólanna og rann- sókna. Í báðum skýrslunum er lagt til að háskólar verði sameinaðir svo að eftir verði aðeins tveir, annar rek- inn af ríkinu en hinn af einkaaðilum. Ekki er ljóst hvaða hagræði eða sparnaður talinn er hljótast af þessu. Rökin fyrir sameiningu eru þau sannindi að óþarft og kostnaðarsamt er að halda marga smáa háskóla þar sem einn miðlungsstór háskóli dygði. Þetta hefur verið ljóst allt frá því að menntamálaráðuneytið heim- ilaði að stofnaður yrði annar háskóli við hlið Háskóla Íslands og óháður honum. Í skýrslunum er gengið að því vísu að háskólarnir sjö séu fullgildir há- skólar og sambærilegir í öllu er prýðir réttnefnda háskóla. Engin grein er gerð fyrir hvers vegna gert er ráð fyrir þessum jöfnuði né held- ur fyrir mælikvörðum eða viðmiðum sem sýndu slíkan jöfnuð. Í skýrsl- unum er ekkert fjallað um raunveru- legt háskólahald eða rannsóknir sem dygði til að skera úr um stöðu menntamála og háskólahalds og vísa veginn við bágar aðstæður nú. Það fer afar lítið fyrir staðhæfingum um staðreyndir og stöðu menntamála í skýrslunum. Þó fylgir skýrslu ís- lensku nefndarinnar tafla sem sýnir í grófum dráttum hvaða greinar eru stundaðar við hvern háskólanna og hversu margir nemendur eru við nám í hverjum háskól- anna. Í töflunni eru umtalsverðar villur, auk þess sem hún gefur svo grófa mynd af að- stæðum að engar ályktanir um eiginlegt háskólahald verða af henni dregnar. Þó má af töflunni sjá að eng- inn jöfnuður er með há- skólunum eins og nefndirnar gera ráð fyrir. Þarna kemur fram að fjöldi nemenda við Háskóla Íslands er tvisvar sinn- um meiri en samanlagður fjöldi nemenda við hina háskólana alla. Einnig að fjöldi námsleiða við Há- skóla Íslands er meira en tvisvar sinnum meiri en samanlagður fjöldi námsleiða við hina háskólana. Greinilegt er þannig að á þessa mælikvarða tvo, nemendafjölda og námsframboð, ber Háskóli Íslands langt af hinum háskólunum samein- uðum þó að ekki tekið tillit til þess að nær allar námsleiðir hinna háskól- anna er að finna meðal námsleiða sem eru í boði við Háskóla Íslands. Þessar viðmiðanir við einu stað- reyndirnar sem er að finna í skýrsl- unum eru vísbendingar um raun- verulega stöðu háskólamála hér og sérstöðu Háskóla Íslands meðal há- skólanna. Í gögnum um Háskóla Íslands sem aðgengileg eru á prenti og á netinu má finna margs konar upp- lýsingar sem nota mætti sem mæli- kvarða og viðmið um umfang og gæði háskólahalds og hafa mætti til samanburðar milli háskólanna ef samsvarandi upplýsingar væru til um hina háskólana. Það dylst varla nokkrum sem kann almenn skil á menntamálum að hvar svo sem borið væri niður í slíkum upplýsingum kæmi fram að Háskóli Íslands gnæf- ir yfir hina háskólana. Það óná- kvæma lítilræði að Háskóli Íslands býður upp á fleiri námsleiðir en hinir háskólarnir allir sameinaðir er raun- ar vísbending um þá mikilsverðu staðreynd að Háskóli Íslands einn meðal háskólanna getur talist full- gildur háskóli sem tekur til flestra eða að minnsta kosti mjög margra þátta vísinda og fræða sem fullgildir háskólar hljóta að rækja. Skorti eitt- hvað á um að háskólahald hér standi jafnfætis því sem vel gerist með öðr- um þjóðum þá er greinilegt að Há- skóli Íslands hefur meðal háskól- anna hér einn burði til að bæta úr skortinum svo nokkru skipti. Rétt er að geta þess að í hvorugri skýrslunni er að finna nokkuð það sem gæfi vís- bendingar um aðgerðir nú og í nán- ustu framtíð til að bregðast við kreppunni nú og næstu misseri og ár. Líklegt virðist að fjölga muni þeim sem vilja sækja nám við há- skóla. Rétt virðist að mæta þessari eft- irsókn þar sem atvinnutækifærum hefur fækkað. Skynsamleg viðbrögð við þessar aðstæður hljóta að fela í sér aukna áherslu á viðtöku nýrra háskólanema og á endurmenntun og viðbótarmenntun atvinnulausra. Í hvoru tveggja hefur Háskóli Íslands meira fram að færa en hinir háskól- arnir. Það stefnir gegn því að nýta megi þessi skynsamlegu úrræði við Háskólann að yfirvöld búa honum og hinum opinberu háskólunum síðri skilyrði og þrengri kost en einka- skólunum sem eru minna megnugir í þessu efni eins og öðrum. Meginatriði hér í bráð og í lengd er að jafna fjárhagsstöðu háskól- anna og það verður í kreppunni að- eins gert með því að hið opinbera hætti að mismuna háskólunum í fjár- framlögum gegnum LÍN og hlaða þannig undir einkarekstur á kostnað almennings. Jöfnun með háskólum horfir einnig til velfarnaðar í fram- tíðinni eins og margt það sem hin er- lenda nefnd nefnir í sinni skýrslu þótt það skipti litlu eða engu í bráð. Staða Háskóla Íslands Eftir Halldór Guðjónsson »Ekki er ljóst hvaða hagræði eða sparn- aður talinn er hljótast af þessu. Halldór Guðjónsson Höfundur er stærðfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.