Morgunblaðið - 13.08.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 13.08.2009, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2009 8 Fréttir • Meðeigandi óskast að nýju framleiðslufyrirtæki. Reiknað er með 30-35% árlegri ávöxtun eigin fjár næstu árin. • Sérverslun með fatnað á góðum stað. Ársvelta 150 mkr. Góð framlegð. • Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu með mikinn og vaxandi útflutning. Ársvelta 240 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 400 mkr. Hagstæðar skuldir. • Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr. • Þekkt innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Ársvelta 240 mkr. EBITDA 35 mkr. Hagstæðar skuldir. • Þjónustufyrirtæki sem selur fyrirtækjum lögbundna þjónustu með föstum samningum. Ársvelta 170 mkr. • Innflutningsfyrirtæki með fatnað og vefnaðarvöru. Ársvelta 150 mkr. • Deildarstjóri-meðeigandi óskast að meðalstóru þjónustufyrirtæki á sviði tölvu- og tæknibúnaðar. Æskilegt að viðkomandi sé rafeindafræðingur eða hafi svipaða menntun og starfsreynslu. Fyrirtækið er ört vaxandi og er nú með 12 starfsmenn. Fyrirtækið er 100% í eigu starfsmanna. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). Ársvelta 260 mkr. • Þekkt sérverslun með heimilisvörur. Ársvelta 150 mkr. Góður leigusamningur. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is LÁNVEITINGAR Kaupþings til valinna viðskiptavina til að kaupa afleiður á skuldatryggingar bank- ans var nauðvörn bankans rétt fyr- ir hrun, að sögn heimildarmanna innan úr stjórnendateymi Kaup- þings. Um var að ræða aðgerð sem misheppnaðist. Það hvarflaði ekki að stjórnendum Kaupþings að um væri að ræða viðskipti sem gætu flokkast undir markaðsmisnotkun. Embætti sérstaks saksóknara hefur nú til rannsóknar stórar lán- veitingar frá Kaupþingi til traustra viðskiptavina vikurnar fyrir fall bankans. Meðal annars eru lánveit- ingar til félags í eigu Skúla Þor- valdssonar, Holly Beach S.A, til rannsóknar vegna gruns um um- boðssvik og lánveitingar til Trenvis Ltd. félags í eigu Kevin Stanford til rannsóknar vegna gruns um markaðsmisnotkun og brota gegn góðum viðskiptaháttum. Fjármagnað gegnum tvö félög Trenvis fékk lán til þess að fjár- magna kaup þriðja félagsins á af- leiðum tengdum skuldatryggingum á Kaupþing, að því er virðist með það eitt fyrir augum að hafa áhrif á verð skuldatrygginganna. Kaupin á afleiðunum, svoköll- uðum Credit Linked Notes, fóru fram í gegnum tvö félög, Partridge Management Group SA og Ches- terfield United. Þessi tvö félög voru fjármögnuð með lánum frá fé- lögum í eigu eigenda og traustra viðskiptavina Kaupþings og af Deutsche Bank (sjá skýring- armynd). Samningar vegna lána frá Deutsche Bank, samtals upp á 250 milljónir evra, voru hins vegar þess eðlis að bankinn gat kallað eftir veðtryggingum vegna þeirra í formi lausafjár. Með öðrum orðum lánaði bankinn 250 milljónir evra til þessa verkefnis sem hann gat kallað strax til baka, þannig að áhætta hans vegna lánanna var engin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fóru fjárhæðirnar ekki í gegnum reikninga um- ræddra félaga, heldur beint til Deutsche, þó þær hefðu verið bók- færðar þannig. Þessar samningar voru útbúnir fyrir þjóðnýtingu Glitnis, hinn 29. september, en eft- ir hana fór skuldatryggingarálagið á Kaupþing upp fyrir öll mörk. Óhagstæð verðmyndun Verðmyndun með þessar skulda- tryggingar var Kaupþingi mjög óhagstæð allt árið 2008, fyrir bankahrunið, en svokallað skulda- tryggingarálag á bankann var mjög hátt á þessum tíma. Hátt skuldatryggingaálag var tilefni nei- kvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um Kaupþing og reyndar alla íslensku bankana. Tengsl við hlutabréfaverð Neikvæð fjölmiðlaumfjöllun hefur oft áhrif á verð hlutabréfa. Hins vegar er það miklum vafa háð hvort það séu nægilega sterk tengsl á milli hlutabréfaverðs og verðs á skuldatryggingum. Kaupþing greip til þess ráðs, að tillögu Deutsche Bank, að láta reyna á að kaupa skuldatryggingar á sjálft sig. Bankinn gerði það hins vegar óbeint með lánum til traustra viðskiptavina. Sigurður Einarsson segir í bréfi frá því í janúar á þessu ári, rúmu hálfu ári áður en FME sendi lánveitingar til Trenvis Ltd. til embættis sérstaks saksóknara, að látið hafi verið reyna á þetta að tillögu Deutsche. Þýski bankinn hafnar því reyndar að hafa lagt slíkt til og segja fulltrúar bankans hana hafa verið Kaupþings. Engin gögn liggja fyrir sem staðreyna þau orð fulltrúa Deutsche að bankinn hafi ekki lagt þetta til. Þess má einnig geta að Deutsche hafði sjálfur mikilla hagsmuna að gæta, sem stærsti lánveitandi Kaupþings á þessum tíma. Óregluvæddur markaður með skuldatryggingar Markaður með skuldatryggingar er óregluvæddur (e. unregulated) og mjög ógagnsær. Mjög takmarkaður upplýsingar liggja í reynd fyrir. Fyrrverandi starfsmenn Kaup- þings sem rætt var við segja m.a. að þetta sé meðal þess sem geri það að verkum að mjög erfitt verð- ur að halda því fram að það sé ólöglegt fyrir banka að kaupa skuldatryggingar á sjálfan sig. Hins vegar þykir það ekki til- hýðilegt, auk þess að ef banki færi að kaupa skuldatryggingarnar sjálfur væri hann í reynd að ljóstra upp um eigin áhyggjur af stöðunni, þ.e. að verðmyndunin með skulda- tryggingarnar væri honum óhag- stæð. Sem er líklega ástæða þess að Kaupþing banki lánaði traustum viðskiptavinum sínum háar fjár- hæðir til þess að kaupa þessar tryggingar í stað þess að gera það sjálfur. Ef viðskiptin með skuldatrygg- ingarnar voru óregluleg og lítið sýnileg hvernig var hægt að fylgj- ast með stöðu þeirra hverju sinni? Það var í reynd ekki hægt. Stjórn- endum Kaupþings bárust ábend- ingar um að viðskipti með skulda- tryggingar bankans væru sáralítil, viðskiptin færu fram í tölvukerfi þar sem þrír aðilar sendu kaup- og sölutilboð einu sinni á dag. Við- skiptin yrðu síðan ef tilboðin mætt- ust. Fram kemur í bréfi Sigurðar frá því í janúar að Kaupþing hefði haft vitneskju um að skuldatrygg- ingarálag hefði hækkað tíu daga í röð án þess að nokkur viðskipti hefðu orðið. Áhersla á hátt álag Á fundum með markaðsaðilum var lögð mikil áhersla á hátt skulda- tryggingarálag, jafnvel þótt mark- aðurinn væri mjög ógagnsær, óregluvæddur og lítil viðskipti með tryggingarnar. Þeir sem áttu þessi viðskipti vissu jafnvel ekki sjálfir í hverju þau fólust. Heimildarmenn innan Kaupþings segja að áhrif skuldatryggingarálagsins hafi ekki verið ofmetin þótt viðskiptin með tryggingarnar hafi verið lítil, eðli markaðarins hafi einfaldlega verið þannig. Snúningarnir með lánunum hafi í reynd verið örvæntingarfull tilraun til að bjarga bankanum frá falli. Nauðvörn rétt fyrir hrun Verðmyndun með skuldatrygg- ingar var Kaupþingi mjög óhag- stæð fyrir bankahrunið en svo- kallað skuldatryggingarálag á bankann var mjög hátt á þessum tíma. Hátt skuldatryggingarálag var tilefni neikvæðrar fjölmiðla- umfjöllunar um Kaupþing og reyndar alla íslensku bankana sumarið 2008. Um er að ræða afleiður sem gera útgefandanum kleift að færa áhættu tengda skuldatryggingum (credit default swap) til þeirra sem fjárfesta í þeim. Deutsche Bank gaf út svona afleiður sem Chesterfield United og fleiri félög fjárfestu í. Chesterfield var fjár- magnað af t.d. Trenvis, félagi Kev- ins Stanford, með láni frá Kaup- þingi. Með því gat þessu gat Deutsche Bank fært áhættuna frá sér vegna lána til Kaupþings, rétt fyrir fall bankans. Deutsche Bank hafði mikla hagsmuni af því að lækka skuldatryggingarálagið á bankann, enda var bankinn stærsti lánveitandi Kaupþings. Til þess að útskýra hvað hinar sérstöku afleiður á skuldatrygg- ingar, Credit Linked Notes, fela í sér þarf að útskýra hugtakið skuldatrygging fyrst. Skuldabréfa- útgáfa var algengur kostur í fjár- mögnun bankanna. Lánveitendur vilja gjarnan lágmarka áhættu sína vegna skuldabréfa og koma henni yfir á aðra. Þegar um er að ræða skuldabréf banka má gera þetta með því að kaupa skuldatryggingu (e. credit default swap). Guðna Th. Jóhannesson útskýrir hugtakið þannig í bók sinni Hruninu: „Skuldatryggingin felst í svoköll- uðum skiptasamningi þar sem lán- veitandinn semur við þriðja aðila um að sá tryggi lánveitandann ef lánþeginn stendur ekki við sitt, þ.e þriðji aðilinn greiðir lánveitand- anum þann hluta skuldarinnar sem ekki endurheimtist við greiðslu- fall. Tryggjandinn fær skuldabréfið á móti (enda er um skiptasamning að ræða) og reynir síðan að inn- heimta frá skuldaranum.“ George Soros segir í bók sinni The New Paradigm for Financial Markets að í fyrstu hafi skulda- tryggingar aðeins verið í formi samkomulags milli tveggja banka, A og B. Banki A, sem keypti trygg- inguna, samþykkti að greiða ár- lega sérstakt gjald til banka B, sem væri seljandi tryggingarinnar, með hliðsjón af ákveðnu safni skuldabréfa (e. portfolio). Banki B væri skuldbundinn til að tryggja tap banka A á skuldabréfum í safninu meðan á líftíma trygging- arinnar stæði. Hvað eru Credit Linked Notes? Það voru ekki aðeins stjórn- endur bankanna sem höfðu áhyggjur af skuldatrygg- ingarálaginu því ráðherrar rík- isstjórnarinnar höfðu þær einn- ig. „Á síðustu vikum hefur skuldatryggingarálag íslensku bankanna einnig hækkað tölu- vert en líklegt má telja að það stafi að hluta til af upplýs- ingaskorti alþjóðlegra fjárfesta um raunverulega stöðu bank- anna,“ sagði Geir H. Haarde, þá- verandi forsætisráðherra á Við- skiptaþingi í febrúar 2008. Geir hafði áhyggjur 1@  B ' B '  .  /00 . 12  * C!$  $ =% DE #  -3      &   ) ;$ 4/0 $ =D & ;$ 4/0 $ =D &   5 6  7 8   9  .  - 7 )   - : 8  ( ) 7 )  ; <4/ $ =D & * ', F '=*'$     <4/ $ =D & <4/ $ =D & & % '* 7 !.> /  <4/ $ =D & * ', F '=*'$   <4/ $ =D &  <4/ $ =D & & % '* 7 !.> /  -3    .  4/0 . 12  &=  >  ) ( &  ;--)'=  . >  ) ( & * =   =  .= = . .    . =1*?   &  .3&&  &&  =  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.