Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 – meira fyrir áskrifendur Glæsilegt sérblað um börn og uppeldi fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 11. september Börn & uppeldi Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 7. september. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is Víða verður komið við í uppeldi barna bæði í tómstundum þroska og öllu því sem viðkemur börnum. Meðal efnis: • Öryggi barna innan og utan heimilis. • Barnavagnar og kerrur. • Bækur fyrir börnin. • Þroskaleikföng. • Ungbarnasund. • Verðandi foreldrar. • Fatnaður á börn. • Þroski barna. • Góð ráð við uppeldi. • Umhverfi barna. • Námskeið fyrir börnin. • Barnaskemmtanir. • Tómstundir fyrir börnin. • Barnamatur. • Ljósmyndir. • Ásamt fullt af spennandi efni um börn. ÞÁTTTAKENDUR í keppnis- íþróttum, sem klæðast rauðu, eru jafnan heldur sigursælli en þeir, sem skarta búningi í öðrum lit. Kemur það fram í þýskri rannsókn en nið- urstaða hennar er, að þeir rauðu vinni 10% oftar en hinir. Talið er, að skýringin sé sú, að rauði liturinn auki einstaklingum og liðum sjálfstraust og hafi líka þau áhrif, að andstæðingurinn finnist hinn rauðklæddi mjög ákveðinn og harður í horn að taka. Þarna er hugsanlega komin ástæðan fyrir velgengni Manchester United, Liverpool og Arsenal en svo getur líka verið, að góð frammistaða þessara liða hafi ýtt undir trúna á rauða litinn. Fóru úr rauðu í hvítt og hafa ekki unnið síðan Sem dæmi er nefnt, að Englend- ingar unnu heimsbikarkeppnina í knattspyrnu 1966 undir forystu Bob- bys Moore og klæddust þá rauðu en svo skiptu þeir yfir í hvítt og hafa síðan hvorki unnið heimsbik- arkeppnina né Evrópumeist- arakeppnina. Það voru íþróttasálfræðingar við háskólann í Münster, sem stóðu að rannsókninni, og segja frá henni í grein í tímaritinu New Scientist. Þar kemur fram, að þeir hafi sýnt 42 reyndum dómurum í taekwondo myndband þar sem tveir keppendur í þeirri grein áttust við. Var annar rauðklæddur en hinn bláklæddur. Var myndbandið sýnt tvisvar en í síðara sinnið hafði búningslitnum verið víxlað með tölvubrögðum. Í hvort sinn var sá rauði talinn 13% líklegri til að sigra. Skiptir máli þegar geta keppenda er lík Norbert Hagemann, sem stýrði rannsókninni, segir, að sé mikill munur á getu keppenda, hafi lit- urinn lítil áhrif, en séu þeir álíka sterkir, geti hann ráðið úrslitum. Í rannsókninni voru einnig skoðuð úrslit í ólympískum greinum eins og boxi, taekwondo og grísk-róm- verskri glímu og niðurstaðan var, að þeir rauðklæddu unnu í 55% tilvika. „Rannsóknin sýnir, að í hugum manna er rauði liturinn tengdur styrk og yfirburðum,“ segir Hage- mann. svs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Á sigurbraut Líklega hafa Hauk- arnir ekki afsannað kenninguna. Þeir rauðklæddu eru sigursælli en aðrir Rannsókn þýskra íþróttasálfræðinga bendir til, að rauði liturinn auki á sjálfstraust keppenda og á ótta andstæðinganna VINSTRISTJÓRNIN í Noregi kann að halda naumum meirihluta á þinginu, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í fyrrakvöld, tæpum þremur vikum fyrir kosn- ingar. Gallup-könnun fyrir sjónvarpsstöðina TV2 bendir til þess að Verkamannaflokkurinn og samstarfsmenn hans í Sósíalíska vinstriflokknum og Miðflokknum fái 86 sæti af 169 á þinginu. Hægriflokkunum er spáð 82 þingsætum og flokkurinn Rødt, sem er lengst til vinstri, fær einn þingmann kjörinn, ef marka má könnunina. Skoðanakönnunin staðfestir að allt útlit er fyrir mjög spennandi þingkosningar 15. september. Áður höfðu verið birtar nokkrar kannanir sem bentu til þess að hægriflokkarnir fengju nauman meirihluta. „Þetta styður það sem ég hef lengi sagt, að þetta er naumt, mjög spennandi, en mikilvægast er að sigur okk- ar er innan seilingar,“ sagði Jens Stoltenberg, forsætis- ráðherra Noregs. Framfaraflokkurinn er stærsti hægriflokkurinn en honum hefur ekki tekist að fá minni mið- og hægriflokka til að samþykkja myndun ríkisstjórnar ásamt Hægri- flokknum. bogi@mbl.is Mjög tvísýn barátta Vinstriflokkarnir í Noregi fá mjög nauman meirihluta á þingi í komandi kosningum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters Á atkvæðaveiðum Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ræðir við kjósanda í Ósló. ÞESSAR gínur eru notaðar til að auglýsa fatnað í tísku- verslun í Sjanghæ og ekki í frásögur færandi nema fyr- ir það, að þær eru allar ljóshærðar og undarlega háls- langar. Þær eru sem sagt ekkert líkar því fólki, sem þær eiga að höfða til. Í næsta mánuði verða 60 ár frá því Maó formaður lýsti yfir stofnun alþýðulýðveldisins Kína og í tilefni af því hefur verslunum verið skipað að halda aftur af verðhækkunum. svs@mbl.is Reuters Stöðluð fegurðarímynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.