Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 6 Fréttir FRÉTTASKÝRING Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is HAGVÖXTUR hefur verið að taka við sér í helstu hagkerfum heims að undanförnu, að því breska und- anskildu, og aðrir hagvísar benda til þess að fimbulvetur fjár- málakreppunnar, sem brast á með fullum þunga í fyrra, sé loks að renna sitt skeið á enda. Nú þegar hið versta í fjár- málakreppunni virðist afstaðið rýna margir í hagvaxtarhorfur næstu ára fyrir alþjóðahagkerfið. Segja má að bjartsýni ríki meðal fjárfesta á hlutabréfamörkuðum, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, en vísitölur beggja vegna Atlants- ála hafa hækkað um tugi prósenta frá því að þær náðu botninum í mars. Svipaða sögu er að segja af kauphöllum í nýmarkaðsríkjum á borð við Kína. Segja má að þróun hlutabréfaverðs undanfarna mán- uði endurspegli væntingar um að yfirstandandi efnahagssveifla verði V-laga: Það er að segja að hröð umskipti muni taka við af þeirri skörpu niðursveiflu sem átti sér stað. Hald manna á hlutabréfamörk- uðum er því að inngrip stjórnvalda og seðlabanka víðsvegar um heim að undanförnu muni tryggja kröft- ugan hagvöxt á næstu árum rétt eins og hefur gerst í kjölfar þeirra skammvinnu niðursveiflna sem hafa átt sér stað í bandaríska hag- kerfinu frá því á tíunda áratug ný- liðinnar aldar. Hætta á að saga fjórða ratugarins endurtaki sig Ekki eru allir jafn sannfærðir. Sumir þungavigtarmenn í röðum hagfræðinga telja umtalsverða hættu á því að umskiptin nú verði skammvinn og að önnur kröpp dýfa kunni að vera yfirvofandi. Slík þróun yrði ekki án hliðstæðu. Þannig má benda á að kreppan mikla í Bandaríkjunum spannaði í raun tvö tímabil: Það fyrra stóð frá 1929 til 1933 og það síðara frá 1937 til 1938. Mistökum við stjórn peninga- og efnahagsmálastefn- unnar í Bandaríkjunum er kennt um seinni hluta kreppunnar. Þeir sem óttast nú að djúp efnahags- lægð muni taka við af skamm- vinnum umskiptum benda einmitt á að skortur á valkostum stefnu- smiða muni leiða til þess að slík þróun sé nánast óumflýjanleg. Sem kunnugt er brugðust stjórnvöld og seðlabankar helstu hagkerfa heims við fjármálakrepp- unni með því opna allar flóðgáttir lausafjármagns og keyra niður vaxtastig samhliða því að grípa til þensluhvetjandi efnahagsaðgerða. Segja má að fyrrnefndu aðgerð- irnar hafi komið í veg fyrir að fjármálakerfi heimsins hefði brætt úr sér í kjölfar hruns bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brot- hers og margt bendir til þess að þær hafi ásamt efnahagsaðgerðum stjórnvalda afstýrt sársaukafullu verðhjöðnunarskeiði í Bandaríkj- unum og í Evrópu. En björninn er ekki unninn. Þekktir hagfræðingar á borð Martin Feldstein hafa bent á að þessar aðgerðir hafi í raun ekki leyst þann vanda sem steðjar að bandaríska hagkerfinu – sem er það stærsta og mikilvægasta í bólguþrýstingur mun á endanum leiða til þess að þeir þurfi að hækka á ný. Hagvaxtarhorfurnar munu að miklu leyti ráðast að því hvort að raunhagkerfið nái að komast á skrið áður en það gerð- ist. Veiking dalsins ýtir undir hrávörubólu En áhrif þróunar á fjár- málamörkuðum kunna að setja stórt strik í reikninginn. Vaxta- stigið í Bandaríkjunum hefur leitt veikingu bandaríkjadals. Í sjálfu sér er það nauðsynleg þróun í átt að jafnvægi í utanríkisviðskiptum vestanhafs en hinsvegar getur of mikil veiking myndað ásamt áhrif- um aukins peningamagns í umferð sjálfstæðan þrýsting sem leiðir til hækkunar á helstu hrávörum á borð við olíu umfram það sem efni standa til. Slíkt gæti reynst þeim hagkerfum sem eru að rísa á lapp- irnar um þessar mundir þungt og sársaukafullt högg og gert út um vonir um hröð umskipti á næstu misserum. Úr öskunni yfir í eldinn Reuters Hlutabréfamarkaður Nokkrar væntingar hafa verið að skapast á erlendum hlutabréfamörkuðum en spurning hvort innistæða sé fyrir því. Í HNOTSKURN »Uppgangur á hlutabréfa-mörkuðum að undanförnu þykir endurspegla væntingar fjárfesta um kröftug umskipti í helstu hagkerfum heims. »Þrátt fyrir umskipti í al-þjóðahagkerfinu er óttast um að þau séu að mestu til- komin vegna efnahags- aðgerða stjórnvalda. »Margir spá að samdrátturverði í helstu hagkerfum heims þegar áhrif efnahags- aðgerða stjórnvalda taka að þverra. »Mikil útgjaldaukningstjórnvalda mun á end- anum leiða til þess að vaxta- stig muni hækka ný og grafa undan vaxtarmöguleikum einkageirans vegna ruðn- ingsáhrifa. »Miklar stýrivaxtalækkanirí Bandaríkjunum hafa stuðlað að veikingu dalsins. Margt bendir til þess að hagkerfi heimsins séu að rísa úr ösku- stónni eftir fjármálakreppuna. Ekki er þó útilokað að um svika- logn sé að ræða og að önnur nið- ursveifla sé handan við hornið. Áframhaldandi hallarekstur á rík- isfjárlögum mun á endanum leiða til hærri fjármögnunarkostnaðar stjórnvalda vegna vaxandi verð- bólguvæntinga. Slík vaxtahækkun myndi takmarka svigrúm einka- geirans til þess að vaxa vegna ruðningsáhrifa aukinna umsvifa ríkisins. En eins og Roubini og fleiri hafa bent á liggur jafnmikil hætta í því að stjórnvöld reyni of snemma að ná böndum á halla- rekstur hins opinbera þar sem skattahækkanir og niðurskurður samhliða minnkandi peningamagni í umferð myndi grafa undan hag- vexti. Eins og Gillian Tett, einn af að- stoðarritstjórum Financial Times, benti á í grein á dögunum bendir margt til þess að þær hagvaxt- artölur sem sést hafa á und- anförnu megi fyrst og fremst rekja til aukinnar þenslu á vegum stjórnvalda. Stýrivaxtalækkanir seðlabanka hafa sennilega eitthvað með miklar hækkanir á hluta- bréfamörkuðum að undanförnu að gera og ljóst má vera að verð- hagnaðarhorfur fyrirtækja. Minnkandi eftirspurn einkageirans og samdráttur í neyslu heimila einskorðast ekki við Bandaríkin. Nouriel Roubini, hagfræðiprófess- or við New York-háskóla, hefur bent á að þetta einkenni ástand mála í flestum þeim ríkjum sem hafa búið við óhagstæðan við- skiptajöfnuð undanfarin ár. Á sama tíma hefur eftirspurn einka- geirans í ríkjum sem hafa hátt sparnaðarhlutfall ekki aukist nægjanlega mikið til þess að vega upp á móti þessari þróun. Þetta þýðir að öllu óbreyttu að útlit er fyrir minnkandi eftirspurn í al- þjóðahagkerfinu og að umfram- framleiðslugeta verði áfram til staðar með tilheyrandi verðhjöðn- unaráhrifum. Viðvarandi hallarekstur mun leiða til hærri vaxta Á sama tíma er svigrúm stjórn- valda í helstu hagkerfum heims til þess að beita auknum ríkisút- gjöldum í enn ríkara mæli til þess að örva hagvöxt takmarkað. heimi. Í vor spáði hann því að efnahagspakki ríkisstjórnar Bar- acks Obama, forseta, kynni að leiða til hagvaxtar í einhverja mánuði en stóra spurningin væri hvað myndi gerast þegar áhrif hans tækju að þverra. Skammvinnur hagvöxtur vegna stjórnvaldsaðgerða Margt bendir til þess að þegar áhrifin á efnahagsaðgerðum stjórnvalda í Bandaríkjunum taki að þverra á næsta ári muni eft- irspurn í einkageiranum ekki vera nægjanlega mikil til þess að taka upp þann slaka sem myndast þá í hagkerfinu. Einkaneysla í Banda- ríkjunum hefur verið helsti drif- kraftur hagvaxtar þar vestra og ein af undirstöðum eftirspurnar í alþjóðahagkerfinu. Hinsvegar er skuldsetning bandarískra heimila það mikil að litlar líkur eru á því að þau standi undir mikill eft- irspurnaraukningu í fyrirsjáan- legri framtíð þrátt fyrir lága stýri- vexti. Augljóslega kemur það til með að hafa umtalsverð áhrif á Fjárfestar taka nú lán í banda- ríkjadölum til þess að fjármagna eignakaup um allan heim og sá þar með fræjum gríðarlegrar eignabólu sem gæti valdið nýrri fjármálakreppu. Um er að ræða „móður allra vaxtamunarvið- skipta“. Þetta er mat Nouriel Roubini, hagfræðiprófessors við New York- háskóla, en hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa spáð fyrir fjármálakreppunni og gert ít- arlega grein fyrir hvaða ógnir steðjuðu að fjármálamörkuðum. Hafi Roubini á réttu á standa má túlka hækkanir á hlutabréfa- mörkuðum og á hrávörumörk- uðum sem óæskilega afleiðingu af hinu lága stýrivaxtastigi í Bandaríkjunum. Sem kunnugt er hefur bandaríski seðlabankinn neyðst til þess að keyra niður vexti nánast í núll vegna ástands- ins á fjármálamörkuðum og í efnahagslífi landsins. Samkvæmt greiningu Roubini hafa fjárfestar „Móðir allra vaxtamunarviðskipta“ nýtt sér þetta til þess að fjár- magna vaxtamunarviðskipti með tilheyrandi hættum. Hann telur að vísu að hag- vöxtur verði lítill vestanhafs á næstunni en á einhverjum tíma- punkti þurfi vextir í Bandaríkj- unum að hækka á ný og á sama tíma eru takmörk fyrir geng- isveikingu dalsins. Enn sem kom- ið er stuðlar þessi þróun að veik- ingu dalsins með sjálfstæðum hætti en á endanum er mikil hætta á að þessi eignabóla springi með skelfilegum afleið- ingum á fjármálamörkuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.