Saga


Saga - 1951, Page 16

Saga - 1951, Page 16
Steingrímsætt. Á fyrri hluta og um miðja 17. öld eru í Skagafirði tveir Steingrímar, sem menn vita lítil deili á og minni en við mætti búast, með því að allmikið bar á afkvæmi þeirra. 1 ættartölum er Steingrímunum stundum ruglað saman, og hvergi er rétt greint á milli barna þeirra. Báðir mægjast þeir heldri bænda og prestaættum, sonur annars, sonarsonur og dóttursonur urðu lögréttumenn, en tveir synir hins, og bendir allt til þess, að þeir hafi verið nákomnari kunnu fólki en menn nú vita. Þar sem Steingrímunum er ruglað saman, er talinn vafi á því, hvort Steingrímur var Magnússon eða Guðmundsson. Nú ber mörgum heimildum saman um það, að sá yngri hafi verið Guðmundsson, og er þá grunur um, að hinn hafi verið Magnússon, en ekki er það fullvíst. Espólín, sem var manna kunnugastur skag- firzkum ættum. var í mestu vandræðum með að rekja þessa ætt. Steingrímur yngri var lang- afi Steingríms biskups Jónssonar, sem var ágætur ættfræðingur og kunni hann betur skil á ættinni en Espólín, þótt fjær væri stöðvum hennar, og segir síðan frá því. Nú er hægt að greiða þessa flækju, eftir að manntalið frá

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.