Saga


Saga - 1951, Side 74

Saga - 1951, Side 74
248 hafa þeir biskup greitt 320:3 — 106% kýrverða fyrir hálfar eignir Teits. Hér getur vitanlega einhverju skakkað, en eigi svo miklu, að nokk- urn veginn glögga hugmynd má fá um kaup- skapinn. Verður því að telja þá biskup hafa gert ákaflega hagkvæm kaup, því að helmingur eigna Teits hefur áreiðanlega numið margfalt þessu verði. Og þegar það bætist svo við, að þeir biskup hafa skammtað erfingjum Teits að vild sinni fyrir hinn helminginn, þá getur hver sem vill gert sér hugmynd um það, hversu mikið fé þeir hafa sölsað undir sig fyrir lítið andvirði. Ula var til fjársöfnunar þessarar stofnað. Ræturnar má rekja til harðræða Gottskálks biskups. Svo kemur sáttarrof Jóns biskups. Síð- an löglaus og ranglátur dómur. Þá féfletting konungs, sem engan mun þó taka sárt. Og loks að öllum líkindum kúgun við erfingja Teits, sem ekki hafa haft menningu eða afl til þess að halda á rétti sínum við slíka ofureflismenn sem þeir Jón biskup voru. En uppskeran varð líka eftir sáningunni. Hrafn lögmaður Brandsson knýr svein sinn til eiavígis við sig og fellur. Þana veg naut hann auðsins eftir Teit. Jón biskup verð- ur svo eigandi Teitseigna. Hafði hann upp það- an raun af þeim eignum, en laun lítil. Það er al- veg eins og Nemesis hafi hér verið á ferðinni, því að öll eða flest afskipti Jóns biskups af Teitseignum hafi orðið honum til ins mesta ang- urs og armæðu, og flekkað minningu hans. Male parta male dilabuntur („Illur fengur illa for- gengur"). Guðbrandur Jónsson hefur fullan skilning á afskiptum Jóns biskups af Seyludómi og skipt- um hans við konung og erfingja Teits og dreg-

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.