Saga - 1952, Side 58

Saga - 1952, Side 58
316 stóli hér á landi. í framhaldi af frágögjiinní um kjör hans til biskups lýsir höfundur Hungur- vöku honum á þessa leið: „Klængur var vænn maður að áliti, og meðalmaður að vexti, kvik- legur og skörulegur, og hinn mesti lærdóms- maður. Hann var málsnjallur og öruggur að vinfesti, og hið mesta skáld"1). Gunnlaugur munkur, sem hafði séð Klæng, ræðir nokkuð um dvöl hans á Hólum og segir: „varð hann hinn bezti klerkur, og var lengi síðan sæmi- legur kennimaður í Hólakirkju, hinn mesti uppihaldsmaður kristninnar, predikandi fagur- lega guðs orð undir stjórn og yfirboði tveggja Hólabiskupa: Ketils og Bjarnar; hafði hann marga vaska lærisveina undir sér, ritandi bæk- ur margar og merkilegar,. þær, sem enn sjást að Hólum og víða annarstaðar"2). Af þessum orðum Gunnlaugs munks virðist bert, að Klæng- ur hafi verið höfuðklerkur á Hólum og kenn- ari þar alla tíð, þangað til hann var kjörinn biskup í Skálholti. Fór hann utan til vígslu árið 1151, sama árið og hann var kosinn, og kom út árið eftir. Þá kom með honum Gizur Hallsson, sem kom „allt utan úr Bár“, og „áttu þá menn að fagna tveim senn hinum beztu manngersemum á Islandi“3). Eftir að Klængur biskup settist á biskups- stól er honum lýst í Hungurvöku meðal annars á þessa leið: Hann varð þegar svo vinsæll við alþýðu, að jafnvel unnu honum þeir menn hug- 1) Bisk. I. 80. 2) Bisk. I. 240—241. 3) Bisk. I. 81.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.