Saga


Saga - 1967, Blaðsíða 48

Saga - 1967, Blaðsíða 48
340 HARALDUR SIGURÐSSON Ameríku nálægt 1500, mætti augum þeirra sama lands- lag og blasti við sjónum þeirra Leifs, Þorfinns karlsefnis og annarra Vínlandsfara 500 árum áður. Vilji menn leita ákveðinna staðkynna á Ameríkuströndum Vínlandskorts- ins, er að minnsta kosti ekki fjær sanni að rekja þær til enskra eða portúgalskra frásagna, sem voru nýjar af nálinni, en til hinna fornu Vínlandsfara. Vænlegra hygg ég að leita fyrirmynda þeirra til fyrrnefndra korta frá öndverðri 16. öld. Þetta er að sjálfsögðu efni í endalaus- ar bollaleggingar, þar sem engin óyggjandi niðurstaða fæst, nema gögn, sem enn eru ókunn, leysi þann hnút á einhvern veg. En hvernig er þá Grænlandsgerð Vínlandskortsins til orðin ? Ekki ætla ég mér þá dul að svara þeirri spurningu, svo að óyggjandi sé. Á elztu kortum Portúgala upp úr aldamótunum 1500 er Grænland tengt meginlandi Norð- ur-Evrópu. Kennir þar vafalítið áhrifa frá Norðurlanda- kortum Danans Claudíusar Clavusar á fyrra helmingi 15. aldar. Á hinum ítölsku(?) eftirmyndum portúgölsku kort- anna, t. a. m. Hamy-Huntington-kortinu og Kunstmann II, hefur þetta landsamband rofnað, og Grænland (Labra- dor) er orðið að eyju í hafinu milli Ameríku (Terra Cor- terealis) og Evrópu. Eitthvað svipað kann að hafa skeð, þegar Vínlandskortið var gert eða eitthvert kort annað, sem það er gert eftir. Þegar landsamband þetta var rofið, varð eftir eyja, snoðlík Grænlandi (A ponta d’assia) Can- tino-kortsins. Miðaldamenn höfðu það fyrir satt, að kringla heimsins, sem Snorri Sturluson nefnir svo, væri samfellt land, heimsálfurnar þrjár, Evrópa, Asía og Afríka, um- flotnar útsjánum, uppsprettu allra þeirra hafa, er „ganga inn í jörðina", svo að enn séu notuð orð Snorra, en þar mun hann aðallega eiga við Miðjarðarhafið og ef til vill Eystrasalt. Af útsjánum þekktu menn helzt Atlantshafið, og ef einhver lönd voru á þeim slóðum, hlutu þau að vera eyjar. Adam frá Brimum hugði Island, Grænland og Vín- land eyjar í útsjánum, og hann einn fornra höfunda get-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.