Saga


Saga - 1968, Page 28

Saga - 1968, Page 28
24 ODD DIDRIKSEN gæta, að ákvæ'ðið, sem kom í staðinn í 17. grein, tryggði Alþingi raunverulega fullt vald í fjármálum. Ef Alþingi hafði samþykkt fjárlög, gat stjómin ekki annað gert en taka þau góð og gild. Hin óbreyttu ákvæði um fundi sam- einaðs þings, þar sem einfaldur meirihluti réð, þegar um fjárlög var að ræða, virtust vera sæmileg trygging fyrir því, að alltaf mundu liggja fyrir fjárlög samþykkt af Al- þingi. Stjórnin gat ekki beitt neitunarvaldi til að ónýta fjárlög, því að hún gat ekki — samkvæmt 17. grein — gripið til þess ráðs að gefa út bráðabirgðafjárlög. Landshöfðinginn, Magnús Stephensen, leit þó ekki á breytingarnar sem neitt spor í samkomulagsátt. Þegar frumvarpið var lagt fram í Néðri deild, tók hann til máls og lýsti yfir því, að eftir því sem hann bezt gæti séð, gengi það enn lengra en frumvarpið frá 1887 í því að takmarka vald konungs og mundu því litlar líkur til þess, að það hlyti staðfestingu. Það, sem hann sýnilega átti við, var breytingin á orðalaginu „konungur eða landstjóri" í „land- stjóri“. Kosin var sjö manna nefnd, og voru í henni auk hinna fimm flutningsmanna þeir Þorleifur Jónsson og Jón Jóns- son á Reykjum.1) Nefndin skilaði sameiginlegu áliti, þar sem lagt var til, að frumvarpið yrði samþykkt með nokkr- um breytingum. Flestar þeirra voru orðalagsbreytingar, en ein var þó allmikilvæg: Hinir tólf þingmenn í Efri deild skyldu allir kosnir af Néðri deild, en þeir áttu að geta haldið sæti sínu þar til sjötugs; við fyrstu kosningu til Efri deildar átti landstjórinn að tilnefna þriðjung þingmanna. Þessu tengd er breytingin á ákvæðinu um þingrofsrétt landstjórans, sem samkvæmt tillögu nefnd- arinnar á aðeins að taka til Neðri deildar. Um Efri deild segir í greinargerðinni: „Það er tilgangur með efri deild að halda í við neðri deild og veita löggjafarvaldinu meiri festu en annars myndi verða. . . . þar sem hér á landi er 1) Alþt. 1889 B, 131—133.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.