Saga


Saga - 1987, Page 224

Saga - 1987, Page 224
222 RITFREGNIR Reykjavíkur, saga breyttrar landnýtingar og skepnuhalds í Reykjavík um leið og bæjarbúum fjölgaði og umsvif bæjarstjórnar urðu meiri. Vonandi verður rit Pórunnar til að efla áframhaldandi ritun sögu Reykjavíkur. I formála segir höfundur: „í heild gefur verkið innsýn í hversdagssögu Reykjavíkur því að í því er að finna lýsandi sagnfræði fremur en sagnfræði- lega greiningu." Hversdagssagan og góð framsetning traustra heimilda er styrkur þessarar bókar, en höfundur dregur einnig saman meginlínur og reynir þannig að greina strauma sögunnar. í kandídatsritgerðinni er til dæm- is bæjarlandið á 19. öld flokkað í fimm stig eftir dýrleika: haglendi, erfða- festulönd, óbyggðar lóðir, tómthúslóðir, múr- og timburhúsalóðir. Þessari umfjöllun er sleppt í endanlegri bók og er það miður. Hér er komið nærri landnýtingarkenningum sem hefði verið full ástæða til að þróa nánar. Einfalt framhald af þessum vangaveltum hefði verið að teikna nokkur kort af bæjar- landinu og sýna ræktun þess og nýtingu á ýmsum tímum. Þótt hér sé fyrst og fremst lýsandi sagnfræði hefði verið rétt að hafa niðurlag þar sem megin- niðurstöður hefðu verið teknar saman. Það hefði aukið handbókargildi ritsins. Heimildir höfundar eru miklar. Sérstaklega hefur Þórunn gert sér far um að fara í gegnum óprentaðar heimildir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur og á Þjóðskjalasafni, en einnig óprentaðar ritgerðir. Sagnfræðingar mættu taka sér til fyrirmyndar vinnu Þórunnar með skjöl og alúð við að vinna úr þeim. Þannig hefur hún opnað hvern skjalapakkann af öðrum án þess að merking- ar þeirra gæfu tilefni til að þar væri eftir miklu að slægjast. Með skjölunum kemst hún nær hversdagssögunni þar sem íbúar bæjarins voru að fara fram á aðskiljanlegustu hluti við borgaryfirvöld. Prentaðar bækur og blöð bæta síðan við þar sem skjölunum sleppir. Safn til sögu Reykjavíkur hefur komið höfundi að mjög góðum notum, bæði heimildaútgáfan (Acta civitatis Reykia- vicensis) og sagnaritin (Miscellanea Reyciavicensia). Vitnað er til laga, bæjar- samþykkta og reglna bæjarins um hvaðeina, en einnig gerir höfundur sér far um að lýsa hvernig samþykktum var fylgt eftir og vitnar í prentuð rit. Þá not- ar höfundur samtímaheimildir eins og blöð við að lýsa smáatriðum sögunnar og um leið framgangi hennar. Við þessa vinnu, segir höfundurinn, „líður manni eins og landkönnuði í myrkviðum frumskógarins. Það er erfitt verk en spennandi." (Bls.V) Eina heimild notar Þórunn sparlega, en það er munn- leg geymd. Bændur, húsfreyjur, vinnufólk, kúasmalar og borgarbúar hefðu getað fyllt verulega upp í þá mynd sem dregin er upp af hversdagslífinu þeg- ar hinn trausti rammi skjalanna hefur afmarkað söguna og sögusviðið. Tilvísanir í heimildir, sem fylla 36 blaðsíður, eru hafðar aftan við megin- málið. Oft þykir þægilegra að hafa þær neðst á hverri blaðsíðu, og hefði það verið ákjósanlegt hér. Þessi breyting frá fyrri Reykjavíkurbókum Sögufélags er í samræmi við tregðu útgefenda á síðustu árum við að hafa neðanmáls- greinar. ítarlegar bókfræðilýsingar eru í tilvísunum þannig að sjaldnast þarf að fara í heimildaskrá til að glöggva sig á heimildum. I heimildaskrá vantar yfirlit yfir einn heimildaflokk - viðtöl. Höfundur hefur tekið átta viðtöl sem vísað er til, í kaflanum um garðyrkju, og hefði verið rétt að telja þá heimild- armenn upp sérstaklega í heimildaskrá.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.