SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 20
20 1. nóvember 2009 E lín Sigríður Guð- steinsdóttir fé- lagsfræðingur byrjaði að vinna sem sjálf- boðaliði fyrir Rauða krossinn fyrir rúmu ári. Hún hafði sett stefnuna á að gerast heimsókn- arvinur í fangelsi en eftir beiðni frá Kristínu Helgu, verk- efnastjóra Konukots, hóf hún að taka vaktir í Konukoti. „Ég hafði lengi haft áhuga á því að gerast sjálfboðaliði. Ég bjó í Hollandi í rúm sjö ár og þar kynnti ég mér sérstaklega sjálf- boðaliðastörf,“ segir Elín. Í Hol- landi lauk Elín meistaraprófi í félagsfræði og þegar hún flutti heim til Íslands fór hún í dip- lómanám í afbrotafræði við Há- skóla Íslands. „Ástæðan fyrir því að ég fór að vinna í Konu- koti var að mig langaði að gera eitthvað aukalega með náminu en um leið eitthvað samfélags- legt sem viðkemur mínu áhuga- sviði,“ segir Elín. Jaðarhópar vekja áhuga Áhugasvið Elínar er tengt hin- um ýmsu jaðarhópum og hefur hún unnið mikið með þá hópa í sínu námi, eins og til dæmis flóttamenn, innflytjendur og afbrotamenn. Eins var Elín að vinna á Vistheimili barna áður en hún flutti til Hollands. Elín segist sjaldan lenda í erfiðum aðstæðum á Konukoti, þó að það vissulega gerist, og finnst henni andrúmsloftið gott í kotinu og alla jafna líður henni mjög vel þar. „Við erum til taks að spjalla við konurnar ef þær vilja það en erum samt aldrei að þröngva okkur upp á þær,“ segir Elín. Heimilisleysi í Reykjavík kortlagt En störf Elínar í Konukoti og nám hennar í Háskólanum áttu sinn þátt í því að Elín fór út í viðamikla rannsókn og kort- lagningu á stöðu heimilislausra í Reykjavík í sumar. „Ég var í valfagi í afbrotafræðinni sem heitir hagnýting jafnréttisfræð- anna hjá Þorgerði Einarsdóttur. Þar fékk ég verkefni sem fól í sér að skoða kynjafyrirkomulag. Ég skoðaði stefnumótun í mál- efnum heimilislausra með sam- þættingu kynjasjónarmiðanna í huga. Ég ákvað að taka fyrir heimilislausar konur og skoða þær sérstaklega út frá skilgrein- ingunni á heimilisleysi sem var sett fram af félagsmálaráðu- neytinu árið 2005. Ég, ásamt mörgum sem starfa með þess- um málaflokki, áleit strax að konur væru vantalinn hópur meðal heimilislausra en það var talað um í skýrslunni að 5 kon- ur væru heimilislausar á hverj- um tíma í Reykjavík. Þessar töl- ur voru samt ekki byggðar á stæður hópsins voru skoðaðar. Þær Elín og Erla fengu upplýs- ingar hjá Hjálpræðishernum, Samhjálp, Lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu og Reykjavík- urdeild Rauða krossins. Að auki fengu þær bæði upplýsingar og aðstoð frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Fangels- ismálastofnun við rannsókn sína. 121 einstaklingur heimilislaus og/eða utangarðs í Reykjavík Þegar Elín er spurð hvers vegna þær notast við bæði orðin ut- angarðs og heimilislaus svarar hún: „Við notuðum bæði orðin því við áttum svo erfitt með að nota bara annaðhvort orðið þar sem utangarðs er svo vítt en heimilislaus er svo þröngt.“ Niðurstaðan sýndi að það var 121 einstaklingur utangarðs og/ eða heimilislaus í Reykjavík. Innan þessa hóps var þó 21 ein- staklingur í búsetuúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar. Hundrað voru taldir sem ýmist voru inni á heimili vina og ætt- ingja, í Konukoti, í Gistiskýlinu eða voru að losna úr fangelsi eða meðferð og höfðu ekki í neitt hús að venda að meðferð- inni lokinni. Eins var ákveðinn hópur sem var hreinlega á göt- unni og bjó í grenjum. „Þetta er alls ekki endanleg talning og það hefði eflaust verið hægt að tala við enn fleiri aðila. Þessi tala er því lágmarks fjöldi þeirra sem voru utangarðs og/eða heimilislausir í Reykjavík í neinni rannsókn, einungis á samansafni á upplýsingum frá þjónustumiðstöðvum Reykja- víkurborgar og þannig reynt að varpa ljósi á fjölda heim- ilislausra í Reykjavík.“ Sætta sig við ofbeldisfull sam- bönd fyrir húsaskjól Elín segir að konurnar séu mun duglegri að koma sér inn á vini og ættingja en karlarnir en þær séu samt sem áður jafn heim- ilslausar og þeir. Konurnar láta sig oft hafa það að búa inni á einhverjum sem er ekki endi- lega neitt góður vinur og um leið búa þær við það óöryggi að geta misst húsaskjól sitt hvenær sem er. „Þó að það hafi ekki verið sýnt fram á það hér hefur verið sýnt fram á það erlendis að konur selja líkama sinn fyrir húsaskjól. Þær sætta sig kannski frekar við ofbeldisfull sambönd fyrir húsaskjólið og taka það fram yfir lífið á götunni.“ Í kjölfar skila á verkefni El- ínar var haft samband við hana og hún beðin um að vinna að rannsókn fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sem var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Rannsóknina vann hún ásamt Erlu Guðrúnu Sig- urðardóttur, meistaranema í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin fól í sér kortlagn- ingu á þeim sem eru utangarðs og/eða heimilislausir í Reykja- vík og eins var um að ræða vettvangsrannsókn þar sem heilsufar og félagslegar að- Elín gerði viðamikla rannsókn síðastliðið sumar þar sem heimilisleysi í Reykjavík var kortlagt. Morgunblaðið/Heiddi Sjálfboðaliðinn Elín Sigríður Guðsteinsdóttir Konur voru vantalinn hópur meðal heimilislausra É g var alin upp í alkó- hólisma og var gift tveimur alkóhólistum og því má eiginlega segja að alkóhólismi sé sá sjúk- dómur sem ég þekki einna best þó að ég hafi ekki glímt við hann sjálf,“ segir Jóhanna Þor- grímsdóttir, starfsmaður í Konukoti, þegar hún er spurð út í hvers vegna hún hafi valið sér þennan óvenjulega vinnustað. „Það hefur hjálpað mér mjög mikið að vinna hérna og ég hef öðlast ákveðinn skilning á þess- um sjúkdómi. Ég veit að alkó- hólismi er ekki einhver aum- ingjaskapur og uppgerð.“ Eiga oft notalegar stundir við sjónvarpið Jóhanna segir að konur í neyslu séu oft þreyttar, leiðar og pirr- aðar og því komi stundum upp töluverður órói í Konukoti en alla jafna eiga þær bara notaleg- ar stundir þar sem þær spjalla eða horfa á sjónvarpið og fá sér t.d. popp með góðri mynd. Jóhönnu finnst mikilvægt að konurnar skynji að hún vilji þeim vel og að hún beri virðingu fyrir þeim sem manneskjum. Hún segir að viðhorf hennar skili sér til baka þegar konurnar sýna henni virðingu á móti. „Þær eru náttúrlega bara ein- staklingar eins og við öll, nema þær eru bara veikar,“ segir Jó- hanna. Það er mikill kraftur sem fylgir Jóhönnu og af henni geisl- ar bæði góðmennska og gleði. Hún ber það með sér að vera klettur fyrir hvern þann sem á þarf að halda. Þegar gengið er á hana og hún spurð hvort hún hafi unnið sams konar störf áður verður hún treg til svars. „Já, ég hef oft sinnt fólki í kringum árin sem hefur glímt við alkóhól- isma.“ Þegar ýtt er enn frekar á hana, þ.e. hvar hún hafi sinnt því fólki segir hún: „Ég ætlaði nú alls ekki að tala um þetta en ég er búin að vera í frjálsu kirkj- unum undanfarin ár. Ég frels- aðist fyrir 19 árum.“ Hefur ekki enn rotað neinn með Biblíunni Jóhanna segist finna fyrir for- dómum gagnvart trúmálum og þá sérstaklega frjálsu kirkjunum og ræðir því helst ekki trú sína að minna þær á að þetta sé ekki heimili þeirra, aðeins tíma- bundið stopp. Fannst vandamál sín óyfir- stíganleg en brast í söng En saga Jóhönnu er ekki síður merkileg en saga gestanna í Konukoti. Eins og fram kom hér að framan ólst hún upp við alkóhólisma og giftist tvisvar alkóhólista. Hún segist hafa verið föst í heimi alkóhólismans og það var ekki fyrr en hún náði að brjóta sig út úr honum sem líf hennar fór að breytast. „Mér fannst vandamál mín vera óyfirstíganleg og ég hafði átt mjög erfitt með svefn en svo gerðist það bara einn daginn að allt breyttist. Ég var við það að gefast upp og var örugglega á barmi taugaáfalls. Ég var í bak- aríinu í Hveragerði, en ég var að vinna þar um tíma, og eins og hendi væri veifað þá leystist ég, eins og það er kallað. Bara einn tveir og þrír urðu öll mín vandamál að engu og mig lang- aði bara til að syngja. Þegar ég kom svo heim hringdi ég í vin- konu mína og sagði henni að ég héldi að ég væri að verða vit- laus. Kallinn var farinn með annarri konu, ekki til króna á heimilinu, búið að lemja mig í klessu og líf mitt í rúst en mig langaði bara til að syngja. Frá þeim degi hef ég sofið eins og ungbarn og ég fékk þennan við aðra en þá sem eiga trú. Þeg- ar hún byrjaði í Konukoti var hún beðin um að ræða ekki trú- mál við gestina og hún hefur alla tíð virt það. Hún segir þó marg- ar konur í Konukoti eiga lifandi trú og ef þær sækist eftir því að fyrra bragði að ræða trúmál við hana geri hún það, alveg eins og hún ræði önnur málefni við þær sem ekki eigi trúna. „Ég treð aldrei trú minni upp á neinn og hef ekki enn rotað neinn með Biblíunni,“ segir hún og hlær. Þegar Jóhanna er innt eftir því hvort hún hafi fundið fyrir ein- hverjum breytingum á starfsemi Konukots síðastliðið ár segir hún þær ekki eins miklar og bú- ast mætti við. Hún segir aftur á móti að það hafi aukist að konur af erlendu bergi brotnar nýti sér þjónustu Konukots og einhver dæmi hafa verið um það að kon- ur hafa komið hér til lands og fengið vinnu ásamt húsnæði. Vinnuveitandi segir þeim svo upp, fyrirvaralaust, og þær missa þá um leið bæði húsnæði og starf sitt og lenda á götunni. Þó að ákveðinnar stéttaskipt- ingar gæti meðal kvennanna í Konukoti segir Jóhanna þær duglegar að styðja hver aðra í erfiðleikum sínum. Fyrir kon- unum er það mikil nautn að fá að fara í sturtu og þvo fötin og Jóhanna segir þær stundum gleyma sér og tala um Konukot sem heimili sitt en hún þarf þá Starfsmaðurinn Jóhanna Þorgrímsdóttir Jóhanna hefur sett sér það markmið í lífinu að láta gott af sér leiða og stefnir á sjálboðaliðastarf í Kenía næsta sumar. Morgunblaðið/Heiddi Alkóhólismi er ekki aumingjaskapur og uppgerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.