Organistablaðið - 02.05.1968, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 02.05.1968, Blaðsíða 9
Félag íslenzkra organleikara. Hinn 29. september 1950 komu nokkrir organleikarar saman í Tón- listarskólanum í Reykjavík. Dr. Páll ísólfsson hafði boðað til þessa fund- ar og var tilgangur hans að undirbúa stofnun félags organleikara. Kosnir voru í nefnd til þess að undirbúa laga- setningu og boða til stofnfundar: dr. Páll ísólfsson, Páll Kr. Pálsson og Páll Ilalldórsson. Stofnfundur Félags íslenzkra organ- leikara var haldinn 17. júní 1951 í Þrúðvangi í Reykjavík. Samþykkt voru lög fyrir félagið og kosin stjórn. Stjórnina skipuöu dr. Páll fsólfsson, formaður, Páll Kr. Pálsson, ritari og Páll Ilalldórsson, gjaldkeri. Stofnfé- lagar voru: Dr. Páll ísólfsson, Páll Kr. Pálsson, Páll llalldórsson, Jón ísleifsson, Kristinn Ingvarsson, Sig- urður ísólfsson, Jónas Tómasson, Árni Björnsson, dr. Victor Urbancic, Jakob Tryggvason, Friðrik Bjarnason og Kjartan Jóhannesson. Hin fyrsta stjórn stjórnaði félaginu óslitið frá stofnun til haustsins 1966, en þá baðst form. dr. Páll ísólfsson, eindregið undan endurkosningu vegna vanheilsu. f hans stað var kosinn Páll Kr. Pálsson. Félag íslenzkra organleikara stend- ur í mikilli þakkarskuld við dr. Pál ísólfsson. Ilann stjórnaði félaginu mcð reisn og myndarbrag, markaði stefnu þess í upphafi og ávann því traust og virðingu. Dr. Páll fsólfsson var kjörinn heiðursfélagi Félags ísl. organleikara 14. október 1963. Á síðasta aðalfundi Félags ísl. organ- leikara var gengið frá endurskipulagn- ingu félagsins og ný stjórn kosin. Hin nýja stjórn er þannig skipuö: Páll Kr. Pálsson, formaður, Jón G. Þórarinsson, ritari og Haukur Guðlaugsson, gjald- keri. Með lagabreytingum, sem samþykkt- ar voru á þessum fundi, færir félagið út starfssvið sitt þannig, að nú nær það til allra starfandi organleikara á landinu. Hafa borizt 30—40 inntöku- beiðnir frá organleikurum víðsvegar á iandinu og hafa þær verið samþykktar samhljóða á fundum félagsins. Hyggur félagið gott til samstarfs við hina nýju félaga. Félag íslenzkra organleikara hefur haft samstarf við organistafélög á Norðurlöndum og meðal annars tekið þátt í norrænum kirkjutónlistarmótum. Má geta þess aö eitt af fyrstu verkefn- um félagsins var að sjá um fram- kvæmd 5. norræna kirkjutónlistarmóts- ins, sem haldið var á íslandi árið 1952. Framkvæmd mótsins tókst með ágætum og ber fyrst og fremst að þakka það frábærri forystu þáverandi formanns, dr. Páls ísólfssonar. Mörg verkefni eru framundan hjá félaginu. Þeirra stærst er að halda norrænt kirkjutónlistarmót vorið 1969. Undirbúningur að mótinu, sem er hið 10. í rööinni, er þegar hafinn. Félagið hefur gengizt fyrir kirkju- tónleikum, Musica Sacra, og er ætlun- in að halda áfram þeim tónleikum, bæði í Reykjavík og úti á landi. Að lokum má nefna blað félagsins, sem kemur nú út í fyrsta sinn. Bindur félagið miklar vonir við blaðaútgáfuna og vonar að auk fræðandi efnis muni blaðið verða tengiliður milli félagsins og félaga úti á landi, sem hafa ekki ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.