Organistablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 11
Kirkjukórasamband, Islands. Fimmtudaginn 20. júní s.l. var aðal- fundur Kirkjukórasambands íslands haldinn i safnaðarheimili Nessóknar í Reykjavik. Til fundarins mættu 12 fulltrúar frá 11 kirkjukórasamböndum og formaður, gjaldkeri og vararitari sambandsins. Fundarstjóri var kjörinn sr. Þor- grímur Sigurðsson, prófastur, Staðar- stað og fundarritari sr. Magnús Guð- mundsson, sjúkrahúsaprestur, Rvík. Form. Kirkjukórasambandsins, Jón ísleifsson, flutti skýrslu um liðið starfs- ár. Hann gat þess, að 40 kirkjukórar í 11 kirkjukórasamböndum hefðu not- ið söngkennslu á vegum Kirkjukóra- sambands íslands. Einnig sagði for- maður að margir kirkjukórar viðsvegar um landið hefðu haldið uppi þrótt- miklu söngstarfi og félagslífi og sumir af þeim flutt sjálfstæða hljómleika. Mikill einhugur ríkti á fundinum varðandi störf Kirkjukórasamhands ís- lands og allir voru sammála um að efla beri starfsemi kirkjukóranna í landinu með auknum fjárstyrk og kennslu. Dr. Róhert A. Ottósson, söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar mætti á fundin- um. Hann flutti ávarp til Kirkjukóra- sambands fslands og einnig skýrði hann frá starfi sínu og ferðalögum til nokkurra kirkjukórasambanda á liðnu ári. Stjórn Kirkjukórasamhands íslands skipa Jón ísleifsson, organleikari, Rvk, formaður, frú Hrefna Tynes, Rvk, rit- ari, Finnur Árnason, fulltrúi, Hf., gjaldkeri, Jón Björnsson, organleikari, Borgarnesi, Eyþór Stefánsson, tón- skáld, Sauðárkróki, sr. Einar Þór Þorsteinsson, Eiðum og frú Anna Ei- ríksdóttir, Selfossi. /. /. Til Reykjavikur komu um Hvíta- sunnuna tveir finnskir kórar, Mejlans Kyrkjekör og Ilelsinkin Laulu og héldu samsöngva. Kirkjukórasamband Reykjavikurprófastsdæmis og Lands- samband hlandaðra kóra undirhjuggu komu þeirra og sáu, undir forustu frú Hrefnu Tynes, um móttökurnar. Héldu þessi samhönd kórunum samsæti í Templarahöllinni nýju. Var þar mikið sungið, skipst á kveðjum og gjöfum og sýnd íslenzk kvikmynd. Um söng kóranna er getið á öðrum stað hér í blaðinu. P. H. Tónleikahald í Reykjavík. Nokkuð hefur verið um kirkjutón- leika í Reykjavik seinnipartinn í vet- ur, sem ýmsir kirkjukórar hafa staðið að og er ánægjulegt að geta getið þess að nokkru hér. Fyrst er að telja þrenna tónleika, sem haldnir voru f Laugarneskirkju fyrir forgöngu Gústafs Jóhannessonar, organleikara. Fyrstu tónleikarnir voru 2. janúar, og á efnisskránni var kan- tatan „In dulce jubilo" eftir Buxte- hude. Gústaf Jóhannesson lék jóla- forleiki á orgelið, og fluttar voru són- ötur fyrir fiðlu og orgel eftir Corelli og Handel. Síðasta vetrardag voru svo aðrir tónleikar haldnir í kirkjunni, fyrir milligöngu Gústafs, og var þar flutt m. a. kantatan „Ich habe genug" eftir Bach, og kom þar fram lítil hljómsveit ásamt Þórði Möller, sem ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.