Norðurland - 18.03.1983, Blaðsíða 5

Norðurland - 18.03.1983, Blaðsíða 5
Framboðslisti Alþýðubandalagsins 1. Steingrímur J. Sigfússon, jarðfræðingur, f. 04. 08. ’55, Gunnarsstöðum, Þistilfirði 2. Svanfríður Jónasdóttir, kennari, f. 10. 11. ’51, Sognstúni 4, Dalvík. 6. Dagný Marinósd., húsfreyja, f. 12. 05. ’47, Sauðanesi, Norður-Þingeyjars. 7. Erlingur Sigurðarson, kennari, f. 26. 06. ’48, Vanabyggð 10 c, Akureyri. 11. Ingibjörg Jónasdóttir, skrifstofumaður, f. 14. 10. ’50, Heiðarlundi 2j, Akureyri. 12. Stefán Jónsson, alþingismaður, f. 09. 05. ’23, S.-Hóli, Fnjóskad., Suður-Þingeyjars. 4. Kristín Hjálmarsd., formaður Iðju, f. 26. 05. ’35, Lyngholti 1, Akureyri. 9. Aðalsteinn Baldursson, verkamaður, f. 11. 11. ’60, Baughóli 31 b, Húsavík. 3. Helgi Guðmundss., formaður MFA, f. 09. 10. ’43, Hraunholti 2, Akureyri. 5. Kristján Ásgeirsson, varaf. verkalýðsf. Húsavíkur, f. 26. 07. ’32, Álfhóli 1, Húsavík. 10. Björn Þór Olafsson, íþróttakennari, f. 16. 06. ’41, Hlíðarvegi 61, Ólafsfirði. 8. Eysteinn Sigurðsson, bóndi, f. 06. 10. ’31, Arnarvatni, Mývatnssveit. Steingrímur J. Sigfússon: í tilefni af landbúnaðarráðstefnu Atvinnuvegur á krossgötum Þegar þessar línur koma fyrir augu þín lesandi góður er að hefjast eða hafin á Akureyri ráðstefna um landbúnaðarmál á vegum Alþýðubandalagsins. Og hvers vegna ráðstefna um landbúnaðarmál kann nú ein- hver að spyrja? Svarið er reynd- ar margþætt og ráðstefna þessi á sér nokkurn aðdraganda þó formleg ákvörðun um ráðstefnu haldið væri fyrst tekin fyrir nokkrum mánuðum. í fyrsta lagi eru það auðvitað hinar alvarlegu aðstæður sem blasa við landbúnaði á íslandi í dag sem kalla á úrlausn. Má þar nefna fólksfækkun í sveitum á undanförnum árum og áratug- um en víða hefur byggð grisjast svo að hættuástand ríkir. Fram- an af síðsta áratug urðu nokkur straumhvörf hvað þetta varðaði og verulega dró úr fólksflótta úr sveitum. En nú eru því miður ýmis teikn á lofti um það að aftur sé að síga á ógæfuhliðina. Á sama og sporna þarf við frekari búseturöskun í landinu þarf að svara þeim röddum sem telja það ástæðulaust og gagns- laust að halda við byggð í dreif- býli landsins. Það er því miður allt of algengt að störf þess fólks í sveitum og sjávarplássum sem með vinnu sinni ber uppi undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar séu lítils metin. Jafnvel er þetta fólk, sem oft býr við erfíð skilyrði, kallað ómagar. Slíku viðhorfi þarf að breyta og það verður best gert með fræðslu. Með því að fræða það fólk sem ekki veit betur um nokkur grundvallarsannindi í íslensk- um þjóðarbúskap. Þetta má ef til vill orða þannig á nútíma- máli að landbúnaðurinn og að nokkru leyti sjávarútvegur, hafi orðið undir í áróðursstríði atvinnuveganna. Á þessum forsendum einum væri það réttlætanlegt og þarf að halda ráðstefnu þarsemgildi landbúnaðar sem undirstöðu- atvinnuvegar er viðurkennt, þjóðhagslegt mikilvægi hans rækilega undirstrikað og at- hygli vakin á kjörum þess fólks sem þar vinnur mikilvæg störf. En fleira kemur til. Á sama tíma og fækkun fólks í sveitum er alvarleg ógnun við heilu samfélögin er mikil framleiðsla á vissum landbúnaðarafurðum ýmsum þyrnir í augum. Fram- leiðsla kindakjöts umframþarf- ir landsmanna nemur þúsund- um tonna og umtalsverðri upp- hæð þarf að verja til útflutnings- uppbóta á ári hverju. Eða nánar tiltekið 182 milljónum króna á síðasta ári sem er nokkru hærri upphæð en hlutur íslenska ríkis- ins varð í tapi stóriðjunnar á Grundartanga (um 179 m. króna) á sama ári. Af þessum sökum m.a. vilja ýmsir tafar- laust fækka sauðfé þannig að framleiðsla rétt fullnægi innan- landsþörf. Aðrir benda á að sauðfjárbúskapurinn gefi af sér mikilvæg iðnaðarhráefni, veiti atvinnu og að síðustu séu ýmsar leiðir óreyndar við að koma afurðunum á markað og fá fyrir þær hærra verð en hingað til hefur tekist. Þá má og athuga hvernig lækka megi tilkostnað bænda við framleiðsluna. Slík- ar aðgerðir kæmu ekki einasta bændum til góða heldur og neytendum innanlands sem þá fengju vöruna á hagstæðara verði. Þannig fara hagsmunir neytenda og framleiðenda sam- an a.m.k. hvað þetta varðar og svo mun um fleira ef grant er skoðað. Síðast en ekki síst þarf að fara fram umræða um skipulagsmál landbúnaðarins og í tengslum þar við umræða um skinsam- lega landnýtingar- og náttúru- verndarstefnu. Núgildandi fyr- irkomulag framleiðslutakmark- ana þarf endurskoðunar við og taka þarf tillit til landkosta og margra annarra þátta þegar framtíðarskipan þeirra mála verður ráðin. Þessum spurningum og ótal mörgum öðrum verður ugg- laust velt upp á áðurnefndri ráðstefnu og vonandi færir vinna þar Alþýðubandalagið nær skinsamlegum tillögum til lausnar vandamálum landbún- aðarins. Auðvitað verður þar ekki byggð heil Rómaborg á einum degi en hvað sem öðru líður stendur ákvörðunin um ráðstefnuhaldið eftir sem vottur þess að Alþýðubandalagið vill taka á málefnum landbúnaðar- ins af myndarskap og heilind- um. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.