SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 48
48 15. nóvember 2009 F yrirsagnir geta verið völund- arsmíð eða hreinlega stungið í augun. Þá geta þær verið svo óspennandi að ekki nokkur les- andi maður veitir þeim athygli. Þær eru nauðsynlegur fylgifiskur allra greina- skrifa og eru oftar en ekki erfiðari í smíðum en greinarnar sjálfar. Fyrirsögnin um hörundsdökka mann- inn í Þistilfirði er án efa ein eftir- minnilegasta fyrirsögn síðari ára. Í febr- úar árið 1977 birtist grein í dagblaðinu Degi þar sem greinarhöfundur lýsir færð vega í Þistilfirði, aflabrögðum skipa í ná- grenninu og síðast en ekki síst segir hann frá vinnumanni frá Gana sem sé bónda í sveitinni innan handar. Gana- manninum ónefnda er lýst sem „kátum manni sem óttist dýpt snjóskaflanna í nágrenninu“. Þetta þóttu tíðindi. Viðbótin aftan við bandstrikið í fyrir- sögninni er þó undirritaðrar og tengist umfjöllun um uppslátt á fréttum af app- elsínuhúð og bakspiki stórstjarna í Hollywood á vefmiðlinum vísir.is. Um- fjöllunin fór fyrir brjóstið (- myndir!) á fjölda lesenda, sem mótmæltu tíðum fregnum af konum sem voguðu sér að láta sjá sig án andlitsfarða. Brugðist var við andúð fólks með því að færa fregnir af þessum toga neðst á forsíðu vísir.is. Hvort fréttirnar eru lesnar minna þar skal ósagt látið en lítið hefur verið slegið af í æsilegum fyrirsögnum þar á bæ. Þarna eru fyrirsagnirnar notaðar til að gera lesendur forvitna. Fyrirsagnir á borð við „Full eins og vanalega – mynd- ir“, „Sætasti bossinn í bænum“ og „Fagnar fimmtugsafmæli með morðingja í Hegningarhúsinu“ kveikja greinilega áhuga margra lesenda, ef marka má lista yfir mest lesnu fréttir á vísir.is og dv.is. Galdurinn er fólginn í því að slá upp æsi- legum aðstæðum eða ástandi tiltekinna líkamsparta án þess að segja hver í raun er „full eins og vanalega“ eða hver „fagnar stórafmæli í félagsskap morð- ingja“. Lesendur verða því að opna við- komandi greinar til að sjá við hvern er átt. Þannig draga hæstráðendur frétta- síðna lesendur til sín og safna í heim- sóknartölu-sarpinn. Tvíræðar frásagnir geta virkað vel sé markmiðið að fanga auga sem flestra les- enda. Á dögunum vöktu til að mynda fregnir af fé sem fannst á landi ónefnds kaupsýslumanns athygli. Hófs ber þó að gæta í tvíræðninni. Skemmst er að minnast málaferla Bubba Morthens gegn tímaritinu Hér & nú árið 2006. Ummæl- in „Bubbi fallinn“ voru dæmd dauð og ómerk enda var með fyrirsögninni ýjað að öðru en í greinni stóð. Samkeppnin um athygli lesenda er hörð og fyrirsagnirnar vopn blaðamanna til að koma lesendum á bragðið. Les- endur dæma svo um hvort þeim líkar bragðið það vel að þeir geti hugsað sér að ljúka máltíðinni. Hefðir þú, lesandi góður, lesið þessa grein til enda hefði fyrirsögnin verið „Um fyrirsagnir“? Fann ljósmyndarinn þetta fé nokkuð á landi ónefnds kaupsýslumanns? Tvíræðar fyrirsagnir vekja athygli, skrifar pistlahöfundur. Hófs ber þó að gæta í tvíræðninni. Morgunblaðið/Rax Negri í Þistil- firði - Myndir Samkeppnin um at- hygli lesenda er hörð og fyrirsagnirnar vopn blaðamanna til að koma lesendum á bragðið. Lesendur dæma svo um hvort þeim líkar bragðið. Fjölmiðlar Birta Björnsdóttir birtabjorns@gmail.com V ið Aðalsteinn Ásberg höfum unnið talsvert saman og ég hef áður gert lög við mörg ljóð eftir hann. Ljóðin á þessum nýja diski eru öll úr bókinni Eyðibýli sem þeir Nökkvi Elíasson ljósmyndari gerðu saman og mér finnst frábær,“ segir Sig- urður Flosason, saxófónleikari og tón- skáld, þegar við hittumst í vikunni og hann sagði mér frá splunkunýjum diski, Það sem hverfur, með lögum við ljóð Að- alsteins Ásbergs Sigurðssonar. Ragnheið- ur Gröndal og Egill Ólafsson syngja lögin en með Sigurði leika þeir Kjartan Valdi- marsson og Matthías Hemstock. „Á endanum gerði ég lög við mörg ljóða Aðalsteins og við gerðum ýmsar til- raunir; hljómsveitin er bassalaus og hljóðheimurinn annar en við erum kannski vanir. Ljóðin fjalla um horfinn heim en kallast um leið á við nútímann, og hverfulleikann sem hefur lengi verið nálægt okkur Íslendingum og hefur nú minnt á sig.“ Á dögunum kom einnig út hér og í Svíþjóð diskurinn Dark Thoughts, þar sem hin sænska Nordbotten Big Band leikur útsetningar Daniels Nolgårds á lögum Sigurðar. Diskurinn hefur fengið frábæra dóma. Í tilefni útgáfunnar leikur Stórsveit Reykjavíkur verkin á tónleikum í FÍH-salnum, Rauðagerði 27, á mánu- dagskvöldið klukkan 20.00. Þegar ég reyndi að ná sambandi við Sigurð á dögunum reyndist hann staddur í Danmörku, að kynna verkefnið Raddir þjóðar, sem þeir Pétur Grétarsson gáfu út á diski árið 2002, fyrir skipuleggjendum skólatónleika á Norðurlöndum. „Það er frágengið að við Pétur mun- um á næstunni heimsækja nokkra danska grunnskóla með dagskrá úr Röddum þjóðar,“ segir Sigurður þegar við náum saman. Hann segir norræna kollega vera það spennta fyrir þessu að fleiri ferðir um Norðurlönd kunni að vera á döfinni. Í Röddum þjóðar er unnið með gamlar upptökur af röddum, þar sem meðal annars er kveðið og sungið, og leggja Sig- urður og Pétur framsækinn hljóðheim við raddirnar. „Þessar gömlu raddir eru for- vitnilegar,“ segir Sigurður. „Við segjum börnunum sögur af jólasveinum, Grýlu og draugum, og blöndum saman raf- tónlist og hefðbundnum hljóðum.“ Litrík og skemmtileg tilvera Stórsveitartónlist eða sönglög, klassík eða djass; Sigurður Flosason, saxófónleikari og tónskáld, finnur sig í þessu öllu. Hann hefur sent frá sér tvo nýja diska og segist hafa gaman af að prófa öll tækin á róluvellinum. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lesbók Þ egar ég las Hundrað ára ein- semd enn og aftur fékk ég und- arlega hugdettu: aðalpersón- urnar í miklum skáldsögum eru barnlausar. Tæplega ein manneskja af hundrað er barnlaus, en í það minnsta fimmtíu af hundraði mikilla skáldsagna- persóna hverfa úr skáldsögunum án þess að hafa fjölgað sér. Hvorki Pantagrúll, Panúrg né Don Kíkóti eiga afkomendur. Hvorki Valmont né markgreifynjan af Merteuil, eða siðprúða forsetafrúin í Háskalegum kynnum. Né heldur Tom Jones, frægasta skáldsagnapersóna Field- ings. Eða Werther. Allar sögupersónur Stendhals eru barnlausar; sama er að segja um margar af persónum Balzacs; og Do- Skáldsagan og barneignir Kynni, greinasafn eftir Milan Kundera, kemur út í vikunni í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Hér birtist einn kafli bókarinnar, þar sem Kundera fjallar um skáldsöguna Hundrað ára einsemd eftir Gabrí- iel García Márques. Milan Kundera skrifar um listamenn í nýju greinasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.