Norðurland - 19.02.1986, Blaðsíða 5

Norðurland - 19.02.1986, Blaðsíða 5
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar Verkefnin næg - fjárráðin þröng Á bæjarstjórnarfundi 11. febrúar sl. var samþykkt fjár- hagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir þetta ár. Norðurland náði tali af Sigríði Stefáns- dóttur, fulltrúa Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjórn og spurði hvort hún væri ánægð með þessa fjárhagsáætlun. Hún sagði að það væri auðvitað langt í land með það. Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulitrúi Aiþýðubandalagsins. - í þetta sinn standa allir flokkar að samþykkt fjárhags- áætlunar eins og oftast áður. Það virðist vera orðin lenska hér. Hefðum við í Alþýðubanda- laginu ráðið ein, liti fjárhags- áætlun öðru vísi út. En hún væri líka öðruvísi ef við hefðum ekki komið þarna nálægt. Þegar svona margir flokkar með ólík sjónarmið reyna að ná saman, verður maður alltaf að sam- þykkja fleira en gott þykir. Framkvæmdafé er allt of lítið m.a. vegna þess hve ríkið stendur sig illa í sameiginlegum verkefnum. Sem lið í því að reyna að ná endum saman var sú leið farin, að gera átak til að minnka yfirvinnu og sumar- afleysingar hjá bænum. Sá liður ætti að geta fært bæjarsjóði um 3 milljónir, sem eru 10% af yfirvinnugreiðslum. Þörfin fyrir nýjar dag- vistir er gífurleg í nýframkvæmdum höfum við Alþýðubandalagsmenn lagt mikla áherslu á skólamál og málefni aldraðra. Þetta eru málaflokkar sem verið hafa í miklum ólestri hér á Akureyri og verður umsvifalaust að bæta úr í framtíðinni. Á þessu kjörtímabili höfum við líka reynt eftir megni að vinna að auknu dagvistarrými fyrir börn. En þar er við ramman reip að draga. Því miður er ekki gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum þar. En fátt er svo með öllu illt, því að á síðastliðnum þremur árum hefur verið gert átak í því að koma núverandi dagvistum í viðunandi horf. Verulegar endurbætur hafa farið fram á Pálmholti, Árholti og Iða- völlum, auk þess sem ný dag- vist, Flúðir, var byggð á síðasta ári. Vonandi verður hún komin í fulla notkun um páska en þar bætast við rúmlega 90 pláss á einni dagheimilisdeild og tveimur leikskóladeildum. En betur má ef duga skal, því bið- listinn er langur og þörfin gífur- leg. Einn ljósan punkt má nefna til viðbótar í dagvistarmálum. Það var samþykkt tillaga frá Félagsmálaráði um 500 þúsund króna viðbótarfjárveitingu til niðurgreiðslu dagvistargjalda fyrir þá einstæðu foreldra, sem eiga börn í gæslu hjá dag- mæðrum. Þetta þýðir minni mun á þeim gjöldum sem foreldrar greiða dagmæðrum annarsvegar og á dagvistum hinsvegar. Skólamálin - Eins og allir vita sem vilja, ríkir ófremdarástand í skóla- málum hér á Akureyri, sagði Sigga, þegar talið barst að fram- kvæmdum við Síðuskóla. Og þarna á ríkið stóra sök. Lög- bundin fjárframlög ríkisins til skólamála hér hafa ekki hækkað í krónutölu undanfarin þrjú ár. Það má segja að Akureyrarbær hafi sjálfur kostað Síðuskólann að langmestu leyti. Og það nær auðvitað ekki nokkurri átt. Mér finnst það vera grundvallar mannréttindi að börn á skóla- skyldualdri fái lögboðna kennslu í sínu hverfi. Að áliti Alþýðubandalagsins er Síðuskólinn algjört forgangs- verkefni. Mér. finnst óskiljan- legt hvernig Sjálfstæðismenn hafa getað klifað á því allt kjörtímabilið að skólinn sé allt of stór, að hann sé of dýr og þar fram eftir götunum. En það er kannski ekki að marka. Mér gengur oft illa að skilja hugs- unargang Sjálfstæðismanna. Hvað Verkmenntaskólann varðar, hefur verið ákveðið að fullgera bóknámsálmu skólans. Stefnt er að því að þeim framkvæmdum verði lokið í haust. Þá bætast við 11 kennslu- stofur og verður það einnig til að létta verulega á Gagnfræða- skólanum, en hluti kennsl- unnar í Verkmenntaskólanum hefur farið þar fram. Þessa dagana er verið að setja niður „vélarhúshermi“ i Verk- menntaskólanum, en ríkið greiddi hluta í honum. Þegar þetta framtak okkar Akureyr- inga fréttist suður fyrir heiðar, fór Vélskólinn í Reykjavík af stað og vildi líka fá svona tæki. Þetta er eins og litlu krakkarnir: „Eg vil fá svona líka! “ Og auðvitað var bara að nefna það. Þetta er lýsandi dæmi um stefnu stjórnvalda í skólamálum Einn svona hermir hefði nægt öllu landinu. En hann mátti ekki vera á Akureyri. Reyk- víkingar urðu að fá svona líka. Hvað hefði gerst ef Vélskólinn í Reykjavík hefði átt frumkvæðið og fengið þetta tæki á undan okkur? Dettur nokkrum lifandi manni í hug að við Akureyring- arnir hefðum þá fengíð leyfi til að kaupa svona hermi? Nei, ónei. „Þið getið bara komið suður“, hefði verið sagt. Bætt þjónusta við aldraða - Nú sagðir þú áðan að leggja þyrfti áherslu á málefni aldraða í framtíðinni. Hvernigeigum við að fara að því? - Já, það er augljóst að við verðum að veita miklum fjár- munum í þann málaflokk. En það er enginn einn þáttur sem leysir vandann. Alþýðubanda- lagið hefur lagt áherslu á fjöl- breytni þegar verið er að fjalla um þessi mál. Við gerð þessarar fjárhags- áætlunar er aðeins leyfð ein ný viðbótarstaða hjá bænum. Hún er í heimilisþjónustunni og var samþykkt samkvæmt tillögu frá Félagsmálaráði. En í sambandi við öldrunar- málin eru það einkum þrjú atriði sem marka tímamót í þessari fjárhagsáætlun. I fyrsta lagi er ákveðið að ljúka við þá samninga sem þegar hafa verið gerðir vegna nýbygginga í Hlíð. I öðru lagi á að ljúka við breytingar í Hlíð, sem þar eru í gangi vegna hjúkrunardeildar. Og síðast en ekki síst: Að byrja á breytingum og lagfæringum í Skjaldarvík. Ekki er ennþá ljóst hvað við fáum mikla peninga úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra. Það er með það eins og skólamálin. Þetta eru fjármunir sem við eigum rétt á, en illa gengur að innheimta. Þó liggur eitt ljóst fyrir: Ný bæjarstjórn verður að setja málefni aldraðra á oddinn. Hún verður að semja framtíðar- áætlun um þessi mál . . . og standa við hana! n A Eins og lesendur sáu var forsíðumyndin á jólablaðinu eftir Harald Inga Haraldsson, myndlistamann á Akureyri. Hún var unnin í tveimur litum, rauðum og svörtum, en þegar komið var að prentun vitnaðist útgefendum að ekki er unnt að prenta í fleiri en einum lit í prentvél Dagsprents, þegar blaðið er stærra en 16 síður eins og jólablaðið var. Jafnframt því sem NORÐURLAND ítrekar þakkir sínar til Haraldsfyrir verkið, er hann beðinn afsökunar á þessum ágalla sem varð til þess að myndin varð allt önnur en upphaflega var gerð. Til að lesendur sjái hina réttu mynd er hún því birt aftur hér. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.