Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 3
hann beygir kné sín í fullri auft'- mýkt fyrir listinni og ávaxtar pund sitt sleitulaust, jafnvel þótt það kosti hann hluta af svefn- líma hverrar nætur. Og Germani hefur vissulega notaö tíma sinn vel, eins og sjá má af þeim höfundum, sem hann hefur spilað til siftasta verks. Bach, Frescobaldi, Franck og Heger, en annars eru verk þau er hann hefur leikið á milli átta og níu hundruð. Löngu áður en sólin roðar liæð- irnar í kringum Róm þá er hann tekinn til við tónstiga, brotna þrí- liljóma eða aðra grunntækni. Hvert nýtt verk sem liann lærir leikur hann fyrst á píanó, kynnir sér byggingu þess þannig, að allt verði frá byrjun á sínum stað: En það eru hendingaskipli (frasering), undirstrikun, (arliculation, staccato, legato, portato o. s. frv.), hljómborðaskipti, val á röddum, og hvar sé tækifæri til aft skipla um raddir, fyrir þann, sem leikur. Nákvæm fingra- og fótsetning fylgir í kjölfar þessa. Fótsetning Germanis er nokkuð framandi fyrir J)á sem stundað hafa nám í Þýzkalandi eða annars staðar. Pedalspil Germanis sem frægt er orðið, byggist mjög á mýkl og þvi að snúa ætíð í áttina að þeim hluta pedalsins, sem leikið er á, finjám skal haldið saman og halla þá fæturnir þannig, að leikið er á kant pedalnótnanna. Ekki skal hreyfa fæturna ónauðsynlega fram og aftur. Táin spilar fremst á „svörtu nótunum". Aðalatriðið er samt að spila frá öklanum, hvort sem spilað er með hæl eða tá. Leikur ■liandanna byggist á gömlum grundvallaratriðum, svo sem bognum fingrum, olnbogarnir vísi mjúklega frá síðunum, ekki þrýsta fast á nóturnar og í miklum hraða fari nóíurnar aðeins niður til hálfs. Forðast skal sérstaldcga allar óþarfar hreyfingar. Músikölsk uppbygging verkanna var mjög víðtæk: eðlileg, ein- föld og sterk. ORGA NISTABI.AÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.