Organistablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 9

Organistablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 9
ÁSKELLSNORRASON tónskáld Áskell Snorrason, lónskáld lézt hinn 4. des. 1970 daginn fyrir afmælisdag sinn, en 'hann var fæddur 5. des. 1888 á Öndólfs- stöðum í Reykjadal í Suður-Þing- eyjarsýslu. Foreldrar hans voru Snorri „Tónsson og Aðalhjörg Jónasdóttir. Áskell stundað'i lengst af kennslustörf. Frá 1919 til 1962 kenndi Áskell söng í skólum á Akureyri og stjórnaði kórum. - Árið 1929 varð hann aðal- stofnandi Karlakórs Akureyrar og stjórnaði honum til ársins 1942 og náði miklum og góðum árangri. Árið 1951 ferðaðist Áskell til Sovétríkjanna og skrifaði ferða- sögu um |)á för. Hann skrifaði margar greinar i blöð og límarit um tónlist. Eftir að Áskell flutti til Reykjavíkur kenndi hann við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Áskell nam tónfræði hjá Sigfúsi Einarssyni og Kurt Haeser. Hann samdi mörg tónverk (á annað hundrað) ibæði fyrir hljóðfæri (orgel og j)íanó) og söng (einsöng og kór). Þekktustu lög hans munu vera „Atburð sé ég anda mínum nær“ (Hallgr. Pétursson eftir M. Joch.) °g „Yfir 'hlíðum aftanblíða bvílir“, (Sunnudagskvöld efiir Huldu). en flest af tónverkum bans eru óprentuð. Áskell var kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Birningsstöðum í Ljósavatnssikarði. Hún lézt 12. nóv. s.l. þremur vikum fyrr en mað- ur hennar. ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.