Organistablaðið - 01.12.1970, Page 11

Organistablaðið - 01.12.1970, Page 11
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON lœknir F. 16/9 1870. D. 6/11 1927. Hanu var fæddur í Sýrnesi í Reykjadal. Foreldrar hans voru Kristján síðar 'bóndi í Álftagerði við Mývatn, Jónsson og kona lians Kristbjörg Finnbogadóttir bónda i Skáney í Borgarfirði, Guðmundssonar. Kristján varð stúdent 2. júlí 1890, cand med. frá Kaupmanna- bafnarháskóla í jan. 1897. Fram- haldsnám á fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn nóv.—des. 1898. Árið 1921 og 1922 dvaldi hann í Kaupm.höfn og Frakklandi á námsstyrk. Var skipaður héraðslæknir á Seyðisfirði 23. maí 1900 og andaðist ]jar 6. nóv. 1927. Hann átti sæti í skólanefnd, niðurjöfnun- arnefnd og iniirg ár í bæjarstjórn Seyðisfjarðar. Brezkur varakon- súll frá 11. júní 1914. Gæzlustjóri útibús íslandsbanka á Seyðis- firði. Heiðursfélagi verzlunarmannafélags Seyðisfjarðar. Kristján var giftur Kristínu Þórarinsdóttur, Guðmundssonar kaup- ttianns og fransks ræðismanns á Seyðisfirði. Eignuðust þau 4 svni, sem allir eru á lífi. Fyrsta lag Kristjáns var: Til fánans við kvæði Einars Benediktsson- ar, gefið út á póstkort 1907. Yfir kaldan eyðisand, kvæði Kristján Jónsson, upphaflega fyrir karlakór, kom út í ísl. söngvasafni (fjár- lógunum); einnig Hafaldan háa, í öðru hefti söngvasafnsins. Þá er: Snemma lóan litla í — (Jónas Hallgrímsson), kom út í Æskunni fyrir Ulrt það bil 20 árum. Þá hafa aðeins varðveitzt nokkur lög, sem skrifuð hafa verið upp eftir minni af syni lians, Þórarni, því allt •nnbú Kristjáns brann árið 1900 og hirti 'hann ekki um að endurrita lögin — þótti lítið til þeirra koirta. Lögin eru þessi Jón flak (ísl. þjóðvísa), Helvíti (Jónas Hallgríms- Sou), Veðurvísur (Jónas Hallgrímsson). ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.