Organistablaðið - 01.12.1970, Side 22

Organistablaðið - 01.12.1970, Side 22
Guðmundur Gilsson (orgelundirleik- ur). Leikin voru tónverk eftir G. F. Hiindel, Bach-Vivaldi, Jean Baptiste LoeiBet og Telemann. Orgeltónleikar í Dómkirkjunni. Hinn 26. júlí s.l. hélt Wiljried Berg- mann organleikari og skólastjóri frá Lindau í Þýzkalandi, organtónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík og 19. sept. s.l. hélt Michael Deasey frá Sidney í Ástraliu organtónleika, einnig i Dóm- kirkjunni Kirkjuþing 1970. Kirkjuþing 1970 var sett í Hallgríms- kirkju í Reykjavík 31. októher. Þingið hófst með messu. Sr. Gunnar Árnason pródikaði og þjónaði fyrir altari. Biskupinn, herra Sigurhjörn Einars- son setti þingið, en nýskipaður dóms- málaráðherra, frú Auður Auðuns á- varpaði það. — Kirkjuþingið er haldið annað hvert ár. Til þess eru kjörnir 15 fulltrúar, einn leikmaður og einn prestur úr sjö kjördæmum og einn fulltrúi frá Guðfræðideild Háskólans, auk l)iskups, sem er forseti þingsins og kirkjumálaráðherra. Á þessu þingi voru afgreidd 22 mál og tillögur. Nefnd, sem kjörin var af kirkju- þingi 1968 lagði fram drög að frum- varpi um organleikara og kennslu í söfnuðum landsins. Skortur á org- anleikurum háir mjög sönglífi víða um land, enda er starfið erfitt sér í lagi í afskektum byggðum og oftast illa launað eða ólaunað. Frumvarp nefnd- arinnar var að meginefni í því fólgið, að samtengja kennslu og organleikara- störf, þannig að slíkt yrði fullt starf og launað af söfnuðum fyrir organleik- arastörfin og af ríkissjóði fyrir kennslu- störfin. Kirkjuþing kaus Kirkjuráð til næstu 6 ára. Það skipa: Ásgeir Magnússon, framkv.stj., Garðahreppi, séra Bjarni Sigurðsson, Mosfelli, séra Pétur Sig- urgeirsson, Akureyri, Þórarinn Þórar- insson, fyrrv. skólastjóra frá Eiðum auk biskups, sem er formaður þess. Tónleikar í Iláteigskirkju. Sunnudaginn 20. des. voru tónleik- ar í Iíáteigskirkju í Rvík. Kirkjukór- inn söng sálmalög og mótettur, Jón Sigurhjörnsson, Pétur Þorvaldsson og Martin Ilunger léku sónötur fyrir flautu, celló og orgel eftir Bach og Ilandel, en Martin Hunger lék ein- leik á orgelið, Pastorale eftir Bach. 011 voru lögin að einu undanskildu (Þitt nafn, ó Drottinn, dýrðlegt er eftir Kurt Hessenberg) frá gömlum tíma. Martin Hunger stjórnaði söngn- um. Áður en kórinn söng síðasta lagið las sr. Arngrímur Jónsson ritningar- kafla og bæn. FÉLAG ISL. ORGANLEIKARA STOFNAÐ 17. JÚNÍ 1951 Stjórn: Formaður: Páll Kr. Pálsson, Álfa- skeiði 111, Hafnarfirði. sími 50914. Ritari: Ragnar Björnsson, Grundar- landi 19, Rvk, sími 31357. Gjaldkeri: Gústaf Jóhannesson, Sel- vogsgrunni 3, Rvk, sími 33360. 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.