Norðurland - 07.10.1987, Blaðsíða 6

Norðurland - 07.10.1987, Blaðsíða 6
6 - NORÐURLAND Ingibjörg Jónasdóttir Krafa okkar er að eiga val um það hvort kvenlæknirinn er karl eða kona Ingibjörg Jónasdóttir. Miðvikudaginn 30. septem- ber síðastliðinn boðaði jafn- réttisnefnd Akureyrar til fund- ar á Hótel KEA. Hátt á annað hundrað konur mættu á fundinn. Tilefni fundarins var að kanna hvort almennur áhugi væri meðal kvenna á því að ráðin yrði kona í starf sér- fræðings í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp hér á Akureyri. Þar til í sumar hafa starfað hér á Akureyri tveir sérfræðingar í þessari grein, báðir karlmenn, og nú nýlega var þriðji sérfræðingur- inn ráðinn, líka karl. Formaður jafnréttisnefndar, Aðalheiður Alfreðsdóttir, setti fundinn og lýsti ánægju sinni yfir þeim fjölda kvenna sem sýndi málinu áhuga. Hún rakti aðdrag- anda fundarins og í máli hennar kom m.a. fram að þegar þriðji sérfræðingurinn var ráðinn hafi fimm umsóknir um stöðuna borist, frá fjórum körlum og einni konu. Allir fengu umsækj- endurnir þá umsögn að þeir væru hæfir. Jafnframt útskýrði hún á hvern hátt fjallað er um umsókn- ir sem þessar; fyrst fara þær fyrir stöðunefnd landlæknisembættis- ins þar sem þær eru metnar, því næst eru umsóknir teknar til umfjöilunar hjá stöðunefnd læknaráðs, þá metur almennur læknaráðsfundur hjá F.S.A. umsóknirnar og gerir tillögur til stjórnar F.S.A. um ráðningu og að lokum fara umsóknirnar fyrir stöðunefnd F.S.A. sem ræður í stöðuna. Þá kom fram í máli Aðalheiðar áð allar framantaldar nefndir eru skipaðar karlmönn- um eingöngu, þannig að karlar meta umsóknirnar frá upphafi til enda, karlar hafa sett reglurnar um það hvernig matið skuli fara fram og karlar einir dæma um það hvað er hæfni. Sjónarmið kvenna koma hvergi fram í umfjöllun um umsóknirnar. „Þaö er alkunna aö stór hópur kvenna hefur sótt þjónustu kvensjúkdómasér- fræöings til Reykja- víkur, því þar geta þær leitað til konu.“ Aðalheiður benti einnig á 9. grein laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en þar stendur: „Atvinnu- rekendur skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnun- ar og stuðla að því að störf flokk- ist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf.“ Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra, hefur sent frá sér tilmæli til ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja ríkisins um að unnið verði í anda þessara laga. Aðalheiður tók það einnig skýrt fram að til fundarins var ekki boðað til að ráðast að þeim kvensjúkdómalæknum sem starf- að hafa hér um áraraðir, né held- ur þeim manni sem nú nýlega var ráðinn í þriðju stöðuna, fjarri því. Ástæðan væri sú að það er alkunna að hópur kvenna hefur sótt þjónustu kvensjúkdómasér- fræðings til Reykjavíkur, því þar geta þær leitað til konu og „er það trú okkar að hægt verði að leysa þetta mál farsællega ef góð samstaða og áhugi er fyrir hendi,“ sagði Aðalheiður. Hún ræddi síðan nánar á hvern hátt hugsanlega væri hægt að leysa málið. Þessu næst flutti Valgerður Bjarnadóttir erindi sem hún nefndi „Móðurlíf í karlveldi.“ Hún varpaði ljósi á nokkrar sögulegar staðreyndir um þróun kvenlæknisfræðinnar og sagði m.a.: „Vitið þið að sú grein læknisfræðinnar sem kölluð hefur verið kvensjúkdómafræði er að- eins tæplega einnar og hálfrar aldar gömul? Það er ekki fyrr en um miðja síðustu öld sem karlar fara að fjalla um þennan þátt lík- amsstarfsemi kvenna, fram að þeim tíma í þúsundir og milljónir ára höfðu konur einar þekkt og fjallað um leyndardóma móður- lífsins. Raunar hafa konur lengst af séð um allar lækningar og það er ekki fyrr en á 15. og 16. öld sem læknisfræðin fer að verða karlagrein í Evrópu, með til- komu háskólamenntunar. í Bandaríkjunum voru lengi starf- andi sérstakir kvennaháskólar í læknisfræði, 10 þegar best var en upp úr aldamótunm síðustu voru aðeins tveir eftir. Lækningar eru því ekki hefðbundin karlagrein sem konur eru fyrst nú að seilast inn í, heldur erum við á síðustu árum að byrja að endurheimta ævafornt lækningahlutverk okkar.“ Þessu næst vitnaði Valgerður í grein fræðikonunnar Helgu Sig- urjónsdóttur sem biritst í tímarit- inu Þjóðlífi en þar sagði frá Dr. Sims nokkrum í Bandaríkjunum sem nefndur var „faðir kven- læknisfræðinnar" og var hann tal- inn mikill velgjörðarmaður kvenna þótt fáum sögum hafi far- ið af því á hvern hátt hann notaði fátækar blökkukonur sem til- raunadýr þegar hann var að prófa nýjar tilgátur varðandi æxlunar- færi kvenna. Þá sagði Valgerður: „Fyrir tíma dr. Sims voru ljósmæður einu sérfræðingarnir í fæðingum. Þær höfðu einar það hlutverk að taka á móti börnum í þennan heim, ef móðirin sá ekki um það sjálf. Verksvið og vald ljósmæðra hefur verið stórlega skert á síð- ustu öldum og þótt ný lög um menntunog hlutverk ljósmæðra hér á landi geri ráð fyrir að verksvið þeirra víkki á ný, þá er ég hrædd um að arkitektar þess náms séu að mestu karlar og að 6 ára háskólanám hjálpi ekki til við að endurheimta þá visku og þekkingu sem ljósmæður bjuggu yfir, og sem var grundvöllur þess trausts sem skapaðist á milli móður og ljósu.“ Þá rakti Val- gerður uppruna og merkingu orðsins ljósmóðir og benti á að ljósurnar hefðu verið í miklum metum í öllum eldri samfélögum, jafnvel í karlaveldi Rómar. Því næst sagði hún: „Á miðöld- um hataðist kirkjan út í ljósmæð- ur vegna þess að þær bjuggu yfir þekkingu á eðli lífsins, tilurð þess og viðhaldi. Þrátt fyrir andstöðu kirkjunnar, sem kostaði þúsundir þeirra lífið, héldu Ijósmæðui virðingu sinni og þekking þeirra barst frá kynslóð til kynslóðar. Það er ekki fyrr en á þessari öld sem konur fara almennt að leita með móðurlíf sitt til karllækna, og það ere því illskiljanlegra að við skulum í upplýsingasamfélagi nútímans standa í þeirri trú að svona hafi þetta alltaf verið.“ Þessu næst vitnaði Valgerður í bók Barböru G. Walker, „The womans encyclopedia of myths and secrets,“ en í þessari bók, sem höfundur var 25 ár að semja, leitast hún við að skýra sögu kvenna út frá 1350 hugtökum og orðum. í kflanum um ljósmæður segir Barbara G. Walker: „í lok 19. aldar færðu karlar sig inn á síðasta einkasvið kvenna og tóku ljósmóðurhlutverkið frá þeim. Samkvæmt tilmælum amerísku læknasamtakanna setti Banda- ríkjaþing lög sem bönnuðu þáverandi starfsemi ljósmæðra og nýir karlfæðingarlæknar tóku við. Og fór^þá svo að ljósmóðir varð atvinnulaus eða var sett í fangelsi fyrir ólöglega starfsemi, fyrir tilstuðlan þeirra sem hún hafði hjálpað í þennan heim.“ Þá varpaði Valgerður fram þeirri spurningu hvort ekki væri tími til kominn að það hætti að vera einkamál kvenna hvort þær sætti sig við að fulltrúar hins kynsins taki ákvarðanir sem varði líf þeirra og systra þeirra, án samráðs við þær. „Einnig þegar um er að ræða málefni sem karlar hafa engan möguleika á að setja sig inn í á sama hátt og kona. Eg er ekki að biðja ykkur að segja eiginmönnum ykkar, sonum, feðrum eða bræðrum stríð á hendur,“ sagði Valgerður. „Ég er ekki einu sinni að hvetja ykkur til að segja lækninum ykkar stríð á hendur. Þeir - mennirnir sem við elskum og virðum - eru líka allir fórnarlömb þessa sama karlveld- is, sem ekkert okkar sem lifum í dag höfum skapað, en við meg- um ekki horfa fram hjá því að við erum þó öll meðvitað eða ómeð- vitað þátttakendur í viðhaldi þessa karlaveldis. Þetta mál hefur sýnt okkur, hverri fyrir sig og ölum saman, hversu sárt það er, þegar raddir okkar eru kæfðar og óskir okkar einskis metnar, og svo aftur núna hér í kvöld, hversu stórkostlegt það er að finna að við getum, hver og ein og allar saman, látið raddirnar berast og a.m.k. reynt að hafa áhrif á eigið líf.“ Þegar Valgerður hafði lokið máli sínu hófust hópumræður um tillögu sem jafnréttisnefndin lagði fyrir fundinn. Nokkrar breytingartillögur komu upp og að lokum samþykkti fundurinn aftirfarandi áskorun til heilbrigð- isyfirvalda: „Undirrituð skora á heilbrigð- isyfirvöld að ráð konu í auglýst starf sérfræðings í kvensjúkdóm- um við Heilsugæslustöðina á Akureyri og tryggja henni aðstöðu við Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri." Að lokum ræddu fundargestir um ýmis atriði varðandi þessa læknisþjónustu. Fundargestir undirrituðu áskorunina og ákveðið var að hefja undirskrifta- söfnun til stuðnings málinu. Jafnréttisnefndin samþykkti síðan í bókun að gera ofan- greinda áskorun að sinni og mæl- ist eindregið til að bæjarstjórn beiti sér fyrir framgangi máls þessa. Það er óhætt að fullyrða að fundur þessi hefur hrundið af „Þeir - mennirnir sem við elskum og virðum-eru líka all- ir fórnarlömb þessa sama karlveldis.“ stað miklum umræðum um þetta réttlætismál og ekki virðist fara á milli mála hver vilji kvenna er. Spurningin er því sú, hvort vilji þeirra sem málum ráða sé nægur til að hægt verði að finna lausn á þessu máli. Það er krafa okkar kvennanna sem þessa þjónustu nota, að við fáum að eiga um það val hvort kvenlæknirinn er karl eða kona. Það er líka krafa okkar að farið verði eftir lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla um að jafna kynskipt- ingu í stöðuveitingum. Að lokum óskar jafnréttis- nefndin að koma á framfæri orð- sendingu til þeirra sem tóku að sér að safna undirskriftum: Vin- samlegast skilið listunum í Geislagötu 9, merktum jafnrétt- isnefnd Akureyrar, ekki síðar en 10. októbern.k. Óski konur/karl- ar eftir frekari upplýsingum er hægt að hafa samband við Aðal- heiði Alfreðsdóttur, formann nefndarinnar, milli klukkan 18 og 20 í síma 22879. Ingibjörg Jónasdóttir. Höfundur er fulltrúi Alþýöubandalagsins í jafn- réttisnefnd Akureyar. Sónarmynd af fóstri í móðurkviði, tckin af sérfræðingi í kvensjúkdómum.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.