Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 11
Nú göngum við alllanga leið gegnum listigarðinn að öðru minna húsi, í kínverksum stíl, það var tehúsið kóngsins. Þar er líka gott að syngja. Þar var sungið ..Leið oss Ijúfi faðír", söngstjóri Sigríður Kolbeins. En nú varð að komast til landamæranna, en þá vantaði einn úr hópnum, þrátt fyrir afburða árvekni fararstjóranna, Hauks og Jónasar, og leiðsögumanns (Ingeborg) en þau spöruðu sig hvergi, að halda hópnum saman. Gáfu þau ekkert eftir beztu gangnamönnum í því efni. - Var leitaðtil lögreglunnar, og kom sá týnid í Ijós við landamærin. Hafði hann verið þarna úti áðan, hitti kunningja sinn, varð þar af leiðandi viðskila við hópinn um stund. Lofaði hann bótog betrun og týndist eigi aftur. Við landamærin skildi Ingeborg við okkur, þar lauk hennar starfi. Við kvöddum hana með hlýhug og þakklæti, hún stóð sig með prýði, alltaf reiðubúin að gera allt, sem hún gat, fyrir okkur. - Þarna verður nokkur bið, við sitjum í bílnum. Við syngjum eins og við höfum róminn til, til að stytta biðina. Haukur fer að finna verðina, til að flýta fyrir að við komumst í gegn, svo að við náum fluginu til Vínar. Eftir nokkra bið er okkur hleypt í gegn, fórum í smákrókum, svo opnast vegsláin. Við eru komin gegnum járntjaldið. Nú liggur leiðin til Vestur-Berlínar. Okkur er sagt um ýmsar merkar byggingar og mannvirki þarna, en síðan er ekið á flugvöllinn, stigið upp í flugvélina. Flogið fyrst til Frankfurt, þaðan til Vínar, er orðið dimmt, er þangað kemur. Við förum í stórri rútu alllanga leið inn í borgina. Við heilsum Vín með lagi Schuberts „Leið oss Ijúfi faðir", en höfundur lagsins fæddist og starfaði þarna. Ekið er, sem leið liggur að „Hotel Urania", gististað okkar. Vinalegt hús. Húsbúnaður og gerð hússins minnir á fyrri tíma, enda er þetta gamalt hús, byggt 1685. Við finnum strax að við munum kunna vel við okkur. Þarna þurfum við ekki að fara í lyftu. Við erum þrír saman á herbergi nr. 18. Förum upp 2 stiga, lyftan hafði verið biluð, og ekki leyft að nota hana. Mér þykir það ekkert verra. Föstudagur 1 5. júní. Fórum í skoðunarferð um borgina. Komum m.a. í Karlskirkju. Hún er stór og vegleg, í barockstíl. Þegar pest geisaði í Vínarborg 1713 hét Karl VI. á pestardýrðlinginn Karl Borromaus að reisa honum stórkostlega kirkju héldi hann lífi, sem hann gerði, en kirkjan varvígð 1713. Þarnastóðyfirmessa,fórum við því eins hljótt og unnt var. Fórum víða um borgina, margt er þarna að sjá, byggingar og mannvirki, nýrri og eldri, sem öll eiga sína sögu. Þarn er stytta af Strauss (valsakónginum). Hann er þarna með fiðlu, að spila, en fagur trjá- og blómagarður í kring, en slíkt má sjá hér víða. -Sumsstaðar eru hér mjög þröngar götur, frá fyrri tímum, með háum húsum til beggja handa, minna næstum á stórar klettagjár. - Þarna er á einum stað ein mikil súla "Pestsáule", stendur á mynd, sem ég á af henni, en eitt sinn herjaði borgina mikil pest (svarti dauði). Var súla þessi reist, til minningar um þá er létust úr veikinni. Súlan er gerð úr mörgum líkneskjum, maður getur fallið í stafi, að sjá það verk. Þarna er kirkja við kirkju. Stefánsdómkirkjan, sem gnæfir yfir, há og tíguleg, Ágústinerkirkjan, Hofmusikkapellan. Við förum um undirgang, skammt frá ORCiANIS'rAIiI.AÐIf) 1 1

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.