Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 6
hluta laugardags, en undirritaður fór að undirbúa þátttöku 1 ráðstefnu um nýja sálma og sálmalög og einnig um menntun norrænna organleikara og annarra kirkjutónlist- armanna, en hluti móttímans var ætlaður þessari ráðstefnu. Æfingatími í kirjunum var mjög takmarkaður og ákveðið var að hefjast handa kl. 8.00 að morgni daginn eftir I Ansgars kirkju, en þar átti Gústaf að leika orgelverk (Meditation yfirJesú mín morgunstjarna) eftir Gunnar Reyni Sveinsson kl. 22.00 á laugardagskvöld. Kirkjan var vígð árið 1929, sama ár var keypt í hana orgel frá Th. Frobenius og Co. orgelið var endurbyggt árið 1943 og þá stækkað í 27 raddir. Árið 1977 var svo keypt annað orgel frá Poul-Gerhard Andersen, 46 raddir svo að nú eru þessi 2 orgel í kirkjunni. Gústaf valdi nýrra og stærra orgelið til að flytja orgel- verk Gunnars Reynis. Kl. 10.00 á föstudag hófst svo mótið með guðsþjónustu í fyrrnefndri Ansgars kirkju. Forspil og eftirspil var þá leikið á stærra hljóðfærið en undirleikur fyrir sálma- söng í guðsþjónustunni var leikinn ýmist á bæði orgelin samtímis eða orgelin notuð til skiptis. Ansgars kirkja rúmar svipað marga kirkjugesti í sæti og fyrirhugað er að hin nýja Áskirkja í Reykjavík taki. Guðsþjónustan var mjög lík því sem við eigum að venjast á íslandi þó að sjálf- sögðu ekki eins. Föstudagurinn fór að mestu í ráðstefnu um menntun kirkjutónlistarfólks. Kl. 20.00 um kvöldið voru hljómleikar í Ansgars kirkju. Þar voru fluttir 2 konsertar fyrir orgel og hljómsveit og 2 verk fyrir kór, einsöng, orgel og hljómsveit. Þessir hljómleikar voru vel fluttir og tónlistin fjölbreytt og athyglisverð án þess að um sérstakar nýjung- ar væri þar að ræða. íslenska tónlsitin var öll flutt laugardaginn 21. ágúst og verður dagskrá þvi lýst hér. Kl. 19.00 var guðsþjónusta (morgunsöngur) í Vor Frue Kirke. Að eftirspili loknu fluttu Kaj-Erik Gustafsson, orgelleikari og Manfred Grásbeck, fiðluleikari, sónötu eftir Gottfried Grásbeck (f. 1927). Og einnig flutti sami orgelleikari eigið verk fyrir sópran og orgel ásamt Marjut Flannula sópran. Kl. 17.00 hófst svo konsert með orgelleik Markku Ketola. Flann lék Pio Cantiones per organo 1976 eftur Juoko Linjama (f.1934). Verkið er samið fyrir eitt elsta nothæft orgel sem til er. Það er í Valerien í Sviss og er frá um 1400. Þetta er áheyrilegt verk, tiltölulega einfalt að gerð og bar þess merki að vera hugsað fyrir gamalt hljóð- færi. Flutningur verksins var góður. Allar línur skýrt mótaðar, raddval vel við hæfi og öll áferð í góðu jafnvægi. Næst flutti 50 manna kór frá Bergen, Bergen Dómkantori verk fyrir blandaðan kór og orgel eftir Knut Nystedt (f.1915). Stjórnandi var Magnar Mangersnes og orgelleik- ari Tor Grönn. Einnig flutti kórinn O Crux fyrir 8 radda kór án undirleiks. Nystedt er nokkuð djarfur í hljómvali og ferskur blær yfir verkum hans. Flutningur verkanna var mjög góður. Kórinn skilaði öllum „effektum" af mikilli nákvæmni. Söng- urinn var hreinn og fágaður og gott jafnvægi milli radda. Karlhelge Bohusen hafði á hendi framsögn (recitation) og skilaði því hlutverki vel. FHér að framan hefur verið lýst fyrri hluta hljómleikanna, en nú var komið að tón- verkum Gunnars Reynis Sveinssonar (f. 1933). 6 ORGANISTAIiIvAJDI TD

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.