Organistablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 11
Týnd Mozartsinfónía finnst í Oðinsvéum Sérfræðingar hafa nú skorið úr um, að nótnahandrit, sem fannst í bókasafni sinfóníuhljómsveitarinnar í Óðinsvéum, hafi að geyma sinfóníu eftir Wolfgang Amadeus Mozart frá því hann var 12 ára gamall. Þetta verk Mozarts hefur verið týnt í tvær aldir. Gunnar Thygesen, bókavorður hjá sinfóníunni í Óðinsvéum, segist hafa fundið handritið fyrir nærri ári innan um alls konar gögn, sem borgarskjalasafnið afhenti sinfóníuhljómsveitinni. Hann þóttist strax vita hvers kyns var en hafði ekki hátt um það fyrr en sérfræðingar höfðu staðfest gruninn. Sinfóníuhljómsveitin í Óðinsvéum ætlar að flytja verkið seint á þessu ári en það er í þremur þáttum, allegro moderato, andantino og rondo. Fyrsti og þriðji þátturinn eru í moll. Jens Peter Larsen, prófessor í Kaupmannahöfn, og víðfrægur sérfræðingur í Joseph Haydn, segist ekki vera í neinum vafa um að verkið sé eftir Mozart. „Ég hef legið yfir því dögum og vikums aman og er alveg viss í minni sök. Hér er ekki um að ræða eina af bestu sinfóníunum, en mjög fallegt verkengu aðsíður," sagði hann. Thygesen sagði, að alltaf hefði verið vitað um þetta verk þótt það hefði ekki fundist fyrr en nú. Sannað þykir, að „Klubben", tónlistarfélag í Óðinsvéum, hafi komistyfir handritið árið 1798, sjö árum eftir lát Mozarts og er jafnvel talið, að sinfónían hafi verið flutt á vegum þess. Mozart, sem var Austurríkismaður, lést árið 1791, 35 ára gamall. Hann samdi sitt fyrsta verk fimm ára gamall, en alls samdi hann 626 tónverk, þar af 40 sinfóníur. Úr Morgunbtaöinu Ný hljómplata Sfðan Páll Kr. Pálsson, organisti ( Hafnarfirðl varð 70 ára ( ágúst I fyrra hefur verið unnið að þvf að safna á hljómplötur því efnl, sem tll er með orgelleik hans. Nú er þessu loklð og kemur safnlö út nú ( desemberbyrjun á tveimur hljóm- þlötum, þ.e.a.s. I plötualbúml. Aðóskflytjandans mun plötuumslagið prýtt llstaverkl eftir Eir(k Smith. Auk þess verður þar hefðbundinn texti og fjöldi mynda. Tónlistin er eftir Bach, Frlðrik Bjarnason, Björgvin Guðmundsson, Þórarinn Jónsson, Pál Isólfsson, Slgursvein D. Kristins- son, Hallgrfm Helgason, Steingrlm Sigfússon og Leif Þórarinsson. Plöturnar fást I áskrift hjá Hrafni Pálssyni, Tómasarhaga 25,107 Reykjavík, slmi 16440, ef pantað er strax. ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.