Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 5
til sjóðsins. Honum er fyrst og fremst ætlað að styrkja efnilega orgelnemendur til náms erlendis. Einnig er félagið aðili að tónleikaröð sem nemendur Páls stóðu fyrir til að minnast lærimeistara síns. Félag íslenskra organleikara var Páli Isólfssyni hjartans mál, eitt af mörgum málum sem hann kom í framkvæmd. Því er minningin um þennan mikla listamann og fyrsta formann F.Í.O. félaginu kær og stendur það jafnan í mikilli þakkarskuld við hann. Nemendur Páls Isólfssonar halda orgeltónleika í Dómkirkjunni og Fríkirkjunni í Reykjavík Vegna aldarafmælis dr. Páls Isólfssonar ákváðu nemendur hans í samvinnu við Félag íslenskra organleikara að efna til þrennra orgeltónleika í Dómkirkjunni og Fríkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir voru með nokkru öðru sniði en tíðkast á slíkum tónleikum þar sem menn sögðu jafnframt í töluðu orði frá kennara sínum og kynnum sínum af honum. Dr. Páll Isólfsson var organleikari við báðar þessar kirkjur og þótli því rétt að vera á báðum stöðunum. Fyrstu tónleikarnir voru föstudaginn S.október kl 18.00 í Dómkirkjunni og lék þá Arni Arinbjarnarson á orgelið en Daníel Jónasson og Kristján Sigtryggson ræddu um Pál og kynni sín af honurn. Aðrir tónleikarnir í þessari röð voru sunnudaginn lO.október kl. 18.00 í Fríkirkjunni í Reykjavík og lék Ragnar Björnsson á orgelið og ræddi jafnframt um Pál ásamt IVIána Sigurjónssyni. Þriðju og síðustu tónleikarnir voru svo mánudaginn ll.október kl. 18.00 í Dómkirkjunni. Þar lék Kjartan Sigurjónsson á orgelið og ræddi um Pál ásamt Njáli Sigurðssyni. Kjartan Sigurjónsson.formaöur F.I.O. Kennarinn og listamaðurinn Dr. Páll ísólfsson Minningarbrot ttutt í Dómkirkjunni 11. október 1993 Háttvirtu kirkjugestir, góðir áheyrendur! Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem á annað borð fylgist með viðburðum í íslensku tónlistarlífi, að á rnorgun, 12. október, eru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu 5 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.