Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 13
Organlslablaðið Jakob Tryggvason 21.01.1907-13.03.99 Jakob var fæddur að Ytra Hvarfi í Svarfaðardal. Um fermingaraldur hóf hann nám í orgelleik hjá Tryggva Kristinssyni, organista, sem síðar varð tengdarfaðir hans, síðar flutti hann til Reykjavíkur og nam orgelleik hjá Sigurði Frímanssyni og var um leið við nám í Samvinnuskólanum. Að loknu námi þar árið 1927 flutti hann til Akureyrar og hóf störf á skrifstofu Kaupfélags Eyfirðinga. Árið 1931 hélt hann aftur suður yfir heiðar og sótti einkatíma hjá Páli ísólfssyni og stundaði nám við Tóniistarskólann í Reykjavík til ársins 1938. Jakob var ráðinn organisti við Akur- eyrarkirkju árið 1941 og sinnti því starfi til ársins 1986, að unanteknum árunum 1945-1948 er hann var við framhaldsnám við The Royal Academi of Music í London. Jakob barðist fyrir kaupum á veglegu orgeli í Akureyrarkirkju og þurfti oft að heyja baráttu við úrtöluraddir sem jafnvel héldu því fram að hagkvæmara væri að losa sig við organistann og að kaupa bara lítið hljóðfæri, en Jakob stóð fast á sínu og og samkvæmt hans hugmyn- dafræði var aðeins það besta nógu gott. Orgelið var svo vígt 1961. Jafnframt organistastarfinu var Jakob ken- nari og skólastjóri við Tónlistarskólann á Akureyri frá 1950-1974, að einu ári frátöldu og á þeim tíma óx skólinn og dafnaði upp í að verða einn stærsti og fjöl- breyttasti tónlistarskóli lands- ins. Jafnframt öllu þessu var hann stjórnandi Lúðrasveitar Akureyrar um tuttugu ára skeið og þar var sem og í öllu öðru er hann tók sér fyrir hendur smekkvísi og vand- virkni hans aðalsmerki. Lúðrasveitin þakkaði honum með því að sæma hann gullmerki sínu og gera hann að heiðursfélaga á 25 ára afmæli sveitarinnar. Kirkjukór Akureyrar var ekki eini kórinn eða sönghópurinn sem Jakob kom nálægt Hann var einn af fyrstu söngstjórum Kórs Lögmannshlíðarsóknar, síðar Kórs Glerárkirkju og gerði sá kór hann að heiðurs- félaga 1994. Söngfélagið Gígjur var kvennakór sem starfaði í um 17 ár og allan tímann undir handleiðslu hans. Ilann var stjórnandi og undirleikari Smárakvartettsins svo eitthvað sé nefnt. Hann útsetti fjölda laga fyrir kórana sína og einnig samdi hann nokkur verk. Jakob var um árabil formaður Kirkjukórasambands Eyjafjarðarprófasts- dæmis og var gerður að heiðursfélaga þess árið 1991. Hann var varaformaður F.Í.O. um árabil og var gerður að heiðursfélaga félagsins 1991. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1980. JÓS 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.