SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 26
26 6. desember 2009 skóla í Fíladelfíu, var þar í tvö ár og lærði kynfræðslu. Ég vann í þessu fagi í tuttugu ár og átti ekki orð yfir það sem ég var að gera vegna þess að orðið kynlíf er svo takmarkað. Einn daginn sá ég orðið kynverund á prenti, stökk á það og hef notað það síðan. Það svið sem ég starfa á fjallar ekki bara um kynmökin, heldur líka um tilfinning- arnar, viðhorfin og samfélagsáhrifin, allt sem kemur okkur við sem kynver- um.“ Þú komst heim fyrir um tuttugu ár- um og fórst að kynna starf þitt og hélst afar umdeild námskeið fyrir konur. Má ekki segja að allt hafi orði vitlaust? „Jú, það varð allt vitlaust, sem var bara ágætt því ég troðfyllti námskeið sem hét því fallega nafni Kynfullnægja kvenna. Í námskeiðinu var innifalinn titrari og spekulum. Titrarinn var fyrir konur til að nota heima hjá sér og spekulum, sem er kvenskoðunaráhald, svo þær gætu skoðað innri kynfæri sín heima. Auðvitað spunnust af þessu alls konar goðsögur sem ég heyri enn þann dag í dag. Ég var að kenna í Fjölbraut Suðurnesja fyrir skömmu og þá spurði einn menntaskólanemandinn: Varstu einu sinni með sjálfsfróunarnámskeið? Sem er svosem rétt, þær konur sem vildu gerðu slíkt heima. Þetta var skemmilegt námskeið. Hvers vegna varð allt vitlaust? Það var bara af því að fólki fannst þetta nýstárlegt og skildi ekkert í því sem ég var að gera.“ Hefur margt breyst í umræðunni á þessum tuttugu árum sem liðin eru? „Um leið og ég reyni að sannfæra mig um að margt hafi breyst og ým- islegt jákvætt gerst þá erum við of föst í umræðu um kynlíf og ofbeldi. Orð- ræða ofbeldis gegnsýrir umræðu hér- lendis, því miður líka þegar kynlíf ber á góma. Konur eru í hættu og karlar eru hættulegir. Það er stórhættulegt að spyrða þetta saman, kynlíf og ofbeldi, því þetta er sitt hvor hluturinn. Það hafa orðið jákvæðar breytingar, til dæmis gagnvart samkynhneigðum og svo er transfólkið byrjað að stíga fram og sækja sér virðingu. Fyrir ein- hverjum árum voru Píkusögur settar hér á svið og um leið var afmáður sá leiðindastimpill sem hefur verið á því orði, þótt enn í dag líki mörgum ekki við þetta orð. Nýlega gerðu kven- félagskonur Biskupstungna dagatal þar sem þær sitja fyrir léttklæddar. Þær tóku þannig kvenfélagsandann til end- urskoðunar og telja hann ekki felast í því að ganga í peysufötum. Það er já- kvætt þegar fólk stígur sjálft fram og breytir hlutunum.“ Ertu andstæðingur siðavendni? „Algjörlega, það er ekki hægt að vera kynfræðingur og vera púrít- anskur. Sú grundvallarkrafa er gerð til kynfræðinga að þeir geti mætt marg- breytileika mannlegrar kynverundar.“ Karlmenn dauðhræddir eða spenntir Hvernig er einkalíf þitt, ertu gift? „Ég er í mínu öðru hjónabandi. Mitt fyrsta hjónaband stóð ekki nema tvö ár, ég veit ekki nákvæmlega hvers vegna það fór þannig.“ Var erfitt að skilja? „Eftir skilnaðinn var ég hnípin sál og í krefjandi starfi þar sem allra augu beindust að mér. Ég fór vikulega í sex ár í meðferð hjá þeim mæta manni Oddi Bjarnasyni geðlækni. Það gerði mér mjög gott. Ég man að ég sagði honum eitt sinn að ég ætti eftir að verða piparmey, mér gengi ekkert að kynnast góðum manni. Ég var reyndar nýbúin að kynnast Þóri Jóhannssyni, tónlistarmanni og kontrabassaleikara í Sinfóníunni, sem varð svo maðurinn minn og Oddur spurði: Hvað með tón- listarmanninn? Það gengur örugglega ekki, sagði ég. En svo gekk það.“ Hvernig fannstu manninn þinn nú- verandi? „Ég var ein með son minn frá fyrra hjónabandi í sex ár. Ég var orðin nokkuð þekkt fyrir störf mín og ég tók eftir því að karlar voru ýmist dauð- hræddir við mig og hugsuðu: Ég get aldrei fullnægt þessari konu, eða þeir segja: Ég þarf kynlíf til að finnast ég vera náinn henni og hún segir: Ég þarf að eiga gott samband við hann áður en ég get lifað kynlífi með honum. En þegar að er gáð og undir þessum klisjum, frösum, grímum og ster- íótýpum um kynin þá eru þau miklu meira lík en ólík.“ Hefurðu ekki mætt alls kyns for- dómum vegna starfs þíns sem kyn- fræðingur? „Jú, jú, ég er búin að heyra ótal sög- ur af sjálfri mér í gegnum tíðina. Þær hrökkva bara af mér. Það eru örlög allra sem starfa í kynfræði að ímynd- unarafl fólks fær lausan tauminn og alls kyns sögusagnir komast á kreik. Ég tek það ekki nærri mér því ég veit hvað ég er að gera. Ég vinn á heillandi sviði vegna þess að það fæst við það sem er okkur dýrmætast, sem eru náin tengsl, myndun þeirra og varðveisla. Hvernig er hægt að finnast það ekki skipta máli?“ Allt varð vitlaust Hvenær vaknaði áhugi þinn á kyn- fræði og kynlífi? „Ég hef alltaf verið ánægð með sjálfa mig sem kynveru og haft gaman af öll- um þroska í því sambandi og fundist hann spennandi. Ég kom hlaupandi heim þegar ég byrjaði á blæðingum og galaði tíðindin um allt húsið og hélt að slegið yrði upp veislu. Ég get ekki sagt að fjölskylda mín hafi verið sérstaklega opin í kynferðismálum. Þetta var bara genið í mér. Ég byrjaði að læra hjúkrun árið 1985 og þá var lögð mikil áhersla á að horfa á manninn í heild sinni, félagslegar þarfir hans, líkamlegar og tilfinninga- legar. Mér fannst þetta ekki standa undir nafni sem heildræn hjúkrun meðan maðurinn gleymdist sem kyn- vera. Á fjórða ári ákvað ég að telja samnemendur mína á að gera BS- lokaverkefni um þekkingu og viðhorf hjúkrunarfræðinema til kynlífs. Þar með kviknaði formlega áhugi minn. Ég fór í framhaldsnám í Pennsylvaníuhá- B ókin sem Jóna Ingibjörg hefur skrifað heitir Kynlíf – heil- brigði, ást og erótík. „Með þessari bók langar mig fyrst og fremst að lyfta umræðunni um þessi mál á hærra plan. Hún hefur verið svo grunn,“ segir Jóna Ingibjörg. „Mig þyrstir í að eiga samræðu við fólk sem er búið að lesa bókina. Það að vera kynfræðingur er sumpart einmanalegt starf því það vinna ekki margir við það og þá sækir maður sér faglega næringu annars staðar en á Íslandi. Ég les er- lend tímarit og bækur og fer á ráð- stefnur. Auðvitað vil ég koma þeirri þekkingu og reynslu sem ég hef aflað mér áleiðis, eins og eðlilegt er þegar fólk er búið að vinna lengi við fag sem það hefur brennandi áhuga á, og það er ég að gera með þessari bók.“ Jóna Ingibjörg stofnaði ráðgjaf- arþjónustuna Kynstur í janúar 2008, þar sem hún veitir stuðning fólki sem á í erfiðleikum í kynlífi. „Fólk kemur til mín þegar það er komið í þrot með tilraunir til að ráða fram úr hlutunum og ég bendi þeim á nýjar leiðir. Ein- mitt þetta gerir starfið spennandi.“ Stafar þessi vandi af því að fólk tal- ar ekki saman? „Nei, það að vandinn stafi af því að einstaklingar tali ekki saman er ein af klisjunum sem birtist í Glamour og Cosmopolitan. Stundum er það ein- faldlega þannig að fólk er búið að tala of mikið saman og heldur að það leysi málin þannig. Það forðast að takast á við hlutina og grípur til þess ráðs að tala þá í þrot. Um leið breytist ekk- ert.“ Stundum er sagt að konur og karlar líti ólíkum augum á kynlíf og þar eiga konurnar að vera meiri tilfinn- ingaverur. Heldurðu að þetta sé rétt? „Að einu leyti eru kynin kannski ólík. Karlar nýta sér meira sjónræna örvun sem kann að skýra að sókn þeirra í kynferðislega opinskátt efni er meiri en hjá konum. Konur eru meira gefnar en karlar fyrir að tala um hlut- ina. Í ráðgjöf er algengt að heyra karla Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Að mæta margbreyti- leikanum Fyrir tveimur áratugum var Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kyn- fræðingur umdeild kona vegna kynlífsnámskeiða sem hún hélt fyrir konur. Nú er margt breytt í íslensku þjóðfélagi og Jóna Ingibjörg rekur ráðgjafarþjónustu og er nýbúin að senda frá sér bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.