Einherji


Einherji - 28.03.1934, Page 1

Einherji - 28.03.1934, Page 1
III. árg. Siglufirði, Miðvikudaginn 28. marz 1934 8. tbl. Flokksþing Framsóknarrnanna. var sett í Reykjavík sunnudaginn 18. þ. m. og stóð yfir í 2 daga. Hátt á annað hundrað kjörnra full- trúa mættu á þinginu og auk þess sat þingið fjöldi Framsóknarmanna víðsvegar af landinu og úr Reykja- vík. Formaður Framsóknarflokksins, forstjóri Sigurður Kristinsson, setti þingið og bauð menn velkomna. Gerði hann grein fyrir hvaða ástæð- ur hefðu valdið því, að flokksþing var að þessu sinni kvatt saman og hvaða verkefni lægju fyrir því. Kvað hann þess nú meiri þörf en nokkru sinni fyr, að umbótamenn- irnir stæðu fast að sínum málum og béldu vörð um það, sem byggt hefði verið upp á síðustu árum. Á þinginu fluttu þessir menn er- indi: Hannes Jónsson, dýralæknir um skipulag flokksins, Eysteinn Jónsson um fjármál þjóðarinnar, Kristján Jónsson frá Garðstöðum um sjávarútveginn, Hermann Jó- nasson um dómsmál og réttarfar og Jónas Jónsson um kosningaundir- búninginn. Ymsar tillögur voru samþykktar á þinginu, en blaðið hefir ekki enn fengið þær í hendur og er þvíekki hægt að birta þær hér, Á þinginu kom fram mikill álmgi og starfsvilji; má búast við að þing þetta og áhrif þess út um land þjappi enn betur satnan ölium þeim mönnum, er af einlægum áhuga og undirhyggjuiaust vilja vinna að um- bótamálum þjóðarinnar og sem vilja verja lýðræðið í landinu fyrir allri spillingu, í hvaða lit sem hún kemur fram, rauðum, svörtum eða gulum. Pess er líka full þörf. en þó mun verða örlagaríkust viðureign um- bótamannanna í iandínuvíð myrkva þann, er dregist hefir hingað frá Pýskalandi og sem Sjálfstæðisflokk- urinn er á góðum vegi með að til- einka sér og taka til fyrirmyndar. Pví miður er þjóðinni þetta ekki ljóst ennþá, en máiið mun skýrast á næstunni og gæti þá svo farið, að þeir yrðu ekki fáir af þeim, er nú telja sig til Sjálfstæðisflokksins, er fengju augu sín ópnuð og fengju skilning á því hvað þeir eru að gera og hvert stefnir með þann flokk. Gæti þá svo farið að þynntustfylk- ingar flokksins og það að mun. Pre ntsm iðj a á Siglufirði. Pað eru nú orðin allmörg ár síð- an hér kom prentsmiðja fyrst. Var hún um nokkur ár eign hlutafélags er starfrækti hana og gaf jafnframt út blað. Síðan komst prentsmiðjan i eign H. Thorarensens og liefir verið það síðan. Pað mætti ætla, að jafnstór bær og Siglufjörður nú er orðinn, hefði sæmiiega ogviðunandi prentsmiðju, er fullnægði þörfum borgaranna, en því miður er ekkert nálægt þvi að svo sé. Prentsmiðja sú sem hér er nú og öll tæki hennar eru í mjög lélegu ástandi. Letur er ekki meira til en svo, að hægt er að setja í einu eitt blað, eins og þau sem hér eru gefin út, og verður að afsetja allt ietrið áður en byrjað er á nýu blaði. Húsakynni eru óvið- unandi og allt hjálpast að, að gera prentsmiðjuna óhæfa og ófullnægj- andi fyrir bæinn. | ^Friðbjörn Níelsson, er nú um nokkur ár hefir haft prentsmiðju þessa á leigu, hefir engu fengið um- þokað um endurbætur á prentsmiðj- unni, auknar leturbyrgðir eða ann- að það er til bóta mætti vera. Af- leiðingin af þessu er sú, að Sigl- firðingar greiða svo þúsundum króna skiptir á ári fyrir prentun annars- staðar og fyrir aðkeyptar vörur, er prentsmiðja hér gæti framleitt og þörf er fyrir i bænum. Pað er enginti efi á því, að vel útbúin prentsmiðja hér, sem rekin væri af duglegum og hagsýnum manni, með vel hæfu starfsfólki, mundi vera gróðavænlegt fyrirtæki, en að vísu þarf allmikið fé til inn- kaupa á vélum, lefri og öðru er með þarf. Petla fé mun þó ekki vera meira en svo, að ef samtök væru mundi fljótt mega ná því sam- an ef myndað væri hlutafélag. Mætti hafa hlutabréfin misjafn- lega stór, svo jafnvel þeir, er lítið hafa af mörkum að láta, gætu lagt sinn skerf til^þessa þarfa fyrirtækis. Eg get ekki stilit mig um að segja ofurlitið frá þátttöku Siglfirð- inga, eða þáverandi Hvanneyrar- hrepps, í stot'nun prentsmiðju á Ak- ureyri, er sett var þar á stofn um miðja síðastliðna öld. Var undir- búningur mikill undir það mál og var leitað gjafa til prentsmiðjunnar um allt Norður- og Austuramtið og reyndar víðar á laridinu. Pá safn- aðist í Hvanneyrarhreppi 50 ríkis- dalir og 50 skildingar. Er hreppurinn þriðji hæzti hrepp- urinn í sýslunni um framlag til prentsmiðjunnar, og aðeins 6 hrepp- ar af 65 í amtinu, sem gáfu meira fé. Pá munu hafa verið í Hvann- eyrarhreppi um 230 manns og er eftirtektarvert hve góðan skilning þeir menn hafa haft á þessu nauð- svnjamáli. Nú eru Siglfirðingar orðnir á þriðja þúsund og það er ábyggilega ekki meira átak fyrir þá nú, að koma hér á fót góðri prentsmiðju, en það var fyrir H vanneyrarhrepps- búa fyrir um 80 árum siðan, að gefa til prentsmiðju á fjarlægum stað 50 ríkisdali og 50 skildinga. Eg vona að þessar línur minar geti orðið tii þess að vekja Siglfirð-

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.