Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 64
64 Menning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009  Færeyska tónlistarkonan Eivör Pálsdóttir spilar frítt í Ramma- gerðinni á morgun kl. 15, í tónleika- syrpunni Iceland Giftstore Live sem hóf göngu sína í sumar. Þá heldur Eivör tvenna tónleika í Frí- kirkjunni um helgina og er uppselt á báða. Þeir sem ekki fengu miða ættu því að mæta í Rammagerðina. Eivör spilar frítt í Rammagerðinni Fólk KLAUFAGANGURINN verður allsráðandi á útgáfugleði Klaufabárðanna á Rósenberg í dag kl. 17. Á gleði þessari verður því fagnað að tékknesku þættirnir um Klaufa- bárðana, eða Pat & Mat á frummálinu, eru komnir út á mynddiski. Klaufabárðarnir voru framleiddir í Tékkó- slóvakíu fyrrverandi á árunum 1979 – 1989, handgerðir brúðuþættir unnir með s.k. „stop-motion“-aðferð. Flestir fullorðnir Íslendingar kannast við félagana hagsýnu en jafnframt klaufsku. Klaufabárðarnir voru sýndir í Sjón- varpinu til fjölda ára og má segja að fullorðnir hafi notið þeirra jafnmikið og börn, enda stefið kunnuglegt, þ.e. að rembast við að gera allt sjálfur með tilheyrandi afleið- ingum. Á útgáfuhátíðinni verður margt til gamans gert, Óttar Martin Norðfjörð hinn hálf-tékkneski heldur erindi um frændur sína Klaufabárðana og lúðrasveitin Klaufa- brassarnir leikur Klaufabárðatónlist. Þá mun básúnuleik- arinn Helgi Hrafn Jónsson einnig taka lagið og grínistinn Ari Eldjárn býður upp á klaufalegt uppistand. Einar Árnason kvikmyndatökumaður og fyrirtækið Filmus gefa þættina út og dreifa þeim. Einar er mikill aðdáandi Klaufabárðanna og segir gott að horfa til vinnubragða félaganna í kreppunni. „Svo verður klaufabrauð, með k-i inni í sviga,“ segir Einar og hlær, fimmaura- klaufabárðabrandararnir koma á færibandi. Einar segir sölu á Klaufabárðunum ganga vonum framar, Íslendingar hafi tekið útgáf- unni fagnandi. helgisnaer@mbl.is  Umsjónarmenn tónlistarvefsíð- unnar gogoyoko.com, Eldar Ást- þórsson og félagar, sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að þeir höfnuðu boði STEFs, Sam- bands tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar, um að gefa eftir inn- heimtu höfundarréttargjalda, á Degi íslenskrar tónlistar, sem fram fór í gær. Í yfirlýsingunni segir að gogo- yoko geti hvorki né vilji gefa tónlist listamanna nema með leyfi þeirra og boð STEFs hafi borist of seint, ekki hafi verið tími til að fá slík leyfi frá listamönnum gogoyoko. Boði STEFs hafnað vegna lítils fyrirvara  Tónlistarmaðurinn geðþekki, Svavar Knútur, er afskaplega iðinn við tónleikahald þessa dagana. Í fyrrakvöld tróð hann upp á Hemma og Valda með trúbadornum Gabriel Lynch, í dag mæta þeir í Þjóðmenn- ingarhúsið á aðventuskemmtun og um kvöldið á Café Cultura. Á morg- un á Café Rósenberg. Og þá er að- eins fátt eitt talið. Svavar Knútur spilar og syngur úti um allt Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is SÆÞÓR Örn Ásmundsson opnaði í gær sýninguna Portrait á kaffihús- inu Mokka. Þetta er fimmta einka- sýning Sæþórs og samanstendur af olíumálverkum á striga, ab- straktverkum sem sýna mann- eskjur. Sæþór segir verkin eins konar leik að línum og formum. Hann spili inn á þá tilhneigingu mannsins að leita að andlitum í ab- straktinu, hann hafi sjálfur haft þá tilhneigingu. „Ég spilaði í rauninni aðeins inn á það með því að setja ávöl og hringlaga form sín hvorum megin ofarlega og beinni, láréttar línur einhvers staðar fyrir neðan. Það var svona útgangspunkturinn,“ segir Sæþór. Sæþór lærði vídeógrafík í Istituto Europeo di Design í Mílanó og starfar hann sjálfstætt við auglýs- ingagerð fyrir ljósvakamiðla, sam- hliða myndlistinni. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu fyrir 12 árum og er sýningin Portrait sú sjötta í röðinni. Hann hefur einnig tekið þátt í þremur samsýningum og ber þar helst að nefna sýninguna Peggy and beyond í Guggenheim í Fen- eyjum. Í Saltfélaginu sáluga varpaði Sæ- þór myndböndum yfir málverk og segist hann hafa áhuga á því að vinna meira út frá slíkri blöndun miðla. 20. desember ætlar Sæþór að bjóða upp eitt verkanna á Facebook (leitarorð „Sæþór ART“) og rennur söluandvirðið til Hjálpræðishersins. Morgunblaðið/Heiddi Sæþór Við eitt verka sinna á hinu listvæna kaffihúsi Mokka. Tilhneiging mannsins að leita andlita í abstrakti Abstrakt form sett í kunnuglegt samhengi á Mokka Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VIÐ fundum okkar tón þegar við byrjuðum að vinna með Barða, hvert við vildum fara með lögin og hvaða skref við vildum stíga tónlistarlega enda er hann besti upptökustjóri landsins að okkar mati,“ segir Jón Björn Árnason í hljómsveitinni Ourlives um samvinnu sveitarinnar og Barða Jóhannssonar. Ourlives sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu, We Lost the Race, og er hún gefin út hjá Kölska, útgáfufyrirtæki Barða, auk þess sem Barði er upp- tökustjóri plötunnar. Ourlives hefur verið til í fimm ár og er þekkt nafn, því má velta fyrir sé hvers vegna fyrsta platan hafi ekki komið út fyrr en núna. „Hljómsveitin var aðeins öðruvísi í upphafi, það urðu mannabreytingar og við vorum ekki alveg búnir að festa hvert við vildum fara og hvað við vildum gera. Við vorum þyngri og hugsuðum allt of mikið um það sem við gerðum en síðan tókum við bara u-beygju og ákváðum að fara að gera tónlist frá hjartanu,“ segir Jón. Hvernig tónlist spilið þið þá í dag? „Þetta er popptónlist, það virðist vera í tísku á Íslandi að reyna að af- tengja sig við popptónlist en við spil- um þessa gerð af tónlist og erum stoltir af því. Við höfum ekkert kúl til að fela, við bara gerum það sem við gerum og gerum það heiðarlega enda búnir að finna okkur núna.“ Á We Lost the Race er að finna níu lög en það er ekki öll sagan. „Við erum með b-hliða-plötu. Ef fólk kaupir diskinn er kóði sem gengur inn á Tónlist.is og þar er hægt að ná í önnur níu eldri lög.“ Meira truflun en tækifæri Ourlives hefur ekki aðeins vakið athygli hérlendis því nokkuð er síðan erlendir aðilar fóru að fylgjast með henni. „Við höfum verið heima síðan við byrjuðum að taka upp plötuna í fyrra en það hafa verið alls konar hræringar úti sem voru meira trufl- un en tækifæri fyrir band sem hafði ekki fundið sig. Þessi áhugi að utan opnaði augu okkar fyrir því að við vildum stíga okkar fyrstu skref hér heima, í stað þess að vera að elta stóra drauma úti,“ segir Jón. Ourlives mun spila víða á næst- unni. „Við verðum 15. desember í Vídalínskirkju ásamt Dikta og Pétri Ben., 17. desember leikum við á Só- dómu með Lights on the Highway og The Viking Giant show, 18. desem- ber á Xmas og hinn 20. með Diktu á Sódómu,“ segir Jón að lokum. Ourlives Hljómsveitina skipa f.v.: Jón Björn Árnason, Garðar Borgþórsson, Leifur Kristjánsson og Eiður Ágúst. „Við höfum ekkert kúl til að fela“  Ourlives sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu, We Lost the Race  Tóku u-beygju í tónlistarstefnu og fóru að gera popptónlist sem þeir eru ánægðir með Á netinu má sjá myndband við tit- illag plötunnar, „We lost the Race“, og þar er búsáhaldabylt- ingin í forgrunni. „Þetta lag var samið á þeim tíma þegar allt hrundi og allt virt- ist vera hálf geðveikt. Okkur fannst við hæfi að myndefnið væri um það sama og lagið fjallar um,“ segir Jón og harðneitar spurður hvort kreppan hafi verið þeim inn- blástur. „Nei hún var truflun, gríð- arleg truflun, fjárhagsleg truflun,“ segir Jón og hlær. „Við viljum allt- af að allt sé á fullu en svo kemur allt í einu kreppa og þá þarf maður að fara að taka því rólega og spara peninga, loftið fór aðeins úr okkur eins og allri þjóðinni. Kreppan var a.m.k enginn innblástur.“ Kreppan enginn innblástur Klaufagangur, klaufa brass og klaufabrauð Klaufabárðarnir Ekkert sérlega handlagnir. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.