Magni - 26.11.1963, Qupperneq 2

Magni - 26.11.1963, Qupperneq 2
2 MAGNI ÞriSjudagur 26. nóvember 1963 MAGNI Blað Framsóknarfélaganna á Akranesi. Ritstjóm: Daníel Ágústínusson, ábm., GuSmundur Björnsson og Þorsteinn Ragnarsson. Prentafi í Prentverki Akraness h.f. tyiðrásnin sirönduð Frumvarp ríkisstjórnarinnar um launamál o.fl. var yfirlýsing um gjaldþrot viðreisnarinnar, en því yfirlætisfulla nafni gaf ríkisstjórnin stefnu sinni fyrir 4 árum. Sú stefna var fólgin í því að auka álögur á þjóðina um 1400 millj., hækka vexti, frysta spariféð í Seðlabankanum víðsvegar að af landinu. Fella gengið 1960 og aftur 1961, sem var sú vanhugsaðasta og gæfusnauðasta ráðstöfun, sem stjórnin hefur gert og er þá mikið sagt. Margt bendir til þess að hefði það óheillaspor ekki verið stigið væru vandamálin færri núna. Gjaldeyri þjóðarinnar hefur verið sóað taum- laust, svo uppfylltar væru kröfur kaupsýslustétt- arinnar, en ekki hefur verið ráðizt í neinar stór- framkvæmdir á borð við sementsverksmiðjuna og virkjun Sogsins, sem komið var i framkvæmd næsta kjörtímabil á undan. Samt sem áður var útflutningurinn meiri en dæmi eru til um í sögu þjóðarinnar. Árið 1962 var hann t.d. 845 millj. kr. meiri en 1958, sem þótti ágætt ár. Hvað hefði við- reisnin staðið lengi, ef þessi mikli sjávarafli hefði ekki borizt á land? Árið 1963 hefur einnig verið gott útflutningsár. En af því ekki er um aukningu að ræða og síldar- aflinn dróst aðeins saman, þá hafa stjórnarflokk- arnir nú lýst voða fyrir dyrum. Var þá rangt, sem sagt var fyrir kosningar, að búið væri að byggja upp sterkt og öflugt efnahagskerfi, sem gæti boðið hættunum byrginn? Þoldi það ekki rýrnun síldar- aflans um 50 millj. á s.l. sumri? Og hvað var um lífskjörin? Eftir kosningarnar var opinberum starfsmönnum dæmd að meðaltali 40% kauphækk- un. Hæstu laun voru ákveðin kr. 24.000,00 á mán- uði eða fjórfalt hærra en verkamannalaun, sem eru nú um kr. 5.900,00 miðað við 8 klst. vinnudag. Þetta eru 30 þús. kr. lægri árslaun en vísitöluf jöl- skyldan er talin þurfa til framfæris. Það lá því ljóst fyrir í allt sumar, að verkamenn o.fl. gerðu kröfu um hærra kaup eftir 15. október. Þá brá stjórnin hart við og sagði: Þetta þolir viðreisnin ekki og dróg fram frumvarp sitt í skyndi. Hefði stjórnin barið frumvarp sitt í gegn um þingið er líklegt, að tugir þúsunda verkamanna og iðnaðarmanna væru nú í verkfalli, sem boðað var 11. nóvember s.l. Þá var stjórnin komin í sjálf- heldu og átti engan annan kost en gefast upp og segja af sér. Samþykkt frumvarpsins var því verst fyrir stjórnina sjálfa. Samtök launþega úr öllum stéttum voru sterk og einhuga. Þetta sá stjórnin að lokum, þegar hún var búin að láta lið sitt rétta 5 sinnum upp hendurnar til samþykkis frumvarp- inu, gafst hún hreinlega upp og bað forvígismenn verkalýðsfélaganna um vopnahlé. Veltur nú allt á því að það verði vel notað og heiðarlegur vinnu- friður skapist í landinu og allir njóti viðunandi lífskjara. Stœhkun lögsagnarumdsmis Akraness Á bæjarráðsfundi 13. ágúst s.l. flutti Dan. Ág. svofellda tillögu: „Bæjarráð Akraness samþykkir að fela bæjar stjóra að hef ja nú þegar undirbúning að stækkun lögsagnarumdæmis Akraneskaupstaðar“. Jafnframt lét tillögumaður þess getið, að hann teldi eðli- legustu útfærsluna í þetta sinn, að Garðalandið, — sem bærinn er eigandi að, — réði mörkum að austan, en Berjadalsá eða Óslandið í Skilmannahreppi að norðan. Væri þá lögsagnarum- dæmi Akraness frá og með Garðalandinu að Ósi í Skil- mannahreppi, enda þótt hann vildi ekki á þessu stigi málsins einskorða viðræður bæjar- stjóra við þessi mörk. Tillagan var samþykkt. Á bæjarstjórnarfundi 24. sept., þegar fjallað var um mál- ið, taldi bæjarstjóri betur fara á því að samþykkt væru af bæj- arstjórn framannefnd takmörk á væntanlegu lögsagnarum- dæmi, og var það gert sam- hljóða. Jafnframt var sam- þykkt að leita eftir kaupum á því landi úr jörðinni Bakkabær, sem enn er í eigu Innri-Akra- neshrepps. Verður að vænta þess að samningar gangi greiðlega um þessi mál við Innri-Akranes- hrepp og hægt verði að leggja málið fyrir Alþingi í vetur. Land það, sem nú er verið að skipuleggja inn að Kalmans- vík nær út fyrir lögsagnarum- Engir voru harðari með lögbindingarfrum- varpinu en kratarnir og nægir í því sambandi að benda á ummæli Alþýðu- blaðsins og ræður þing- manna fiokksins m. a. í útvarpsumræðunum um vantraust á ríkisstjórn- ina. Var stuðningur þeirra á allan hátt ódeig- ari en íhaldsins. Þegar svo Ólafur gafst upp við frumvarp- ið á elleftu stundu og kallaði á formenn stærstu verkalýðsfélag- anna og bauð þeim vopnahlé til 10. des., þá dæmi bæjarins. Það er því aug- ljóst mál, hve nauðsynlegt er að fresta ekki lengur að stækka lögsagnarumdæmið, því eftir að byggingarframkvæmdir eru hafnar yrði málið erfiðara við- fangs. ákváðu þingmenn Alþ.fl. að búa til sögu um það, að samkomulag þetta — en því var almennt fagn- að — væri þeim að þakka. Var hringt um allt landið og skýrt frá því, að 2 þingmenn flokksins — nöfnin breytileg eftir því í hvaða kjördæmi var tal- að, nema Eggert Þor- steinsson var jafnan sagður annar — hefðu farið í Lúðvík Jósefsson og hann síðan gengið í málið. Með þetta voru kosningasmalar krat- anna látnir hlaupa húsa á milli. Alþýðuflokkur- inn taldi sig að vonum standa illa að vígi og hélt sig rétta hlut sinn með þessari brellu. Óþarft er að taka það fram, að saga þessi er uppspuni frá rótum, enda ólíklega tilbúið að nefna Lúðvík, sem er pólitízkur flokks- foringi, en ekki forvígis- menn stærstu verka- lýðsfélaganna, sem voru beinir aðilar að málinu. Alþýðufl. hefur oft leikið ógeðfeld hlutverk í íslenzkum stjórnmálum hin síðari árin, en af- staða hans gagnvart þessu frumvarpi og eft- irmáli þess slær þó öll fyrri met. Enda berast víða að þær fréttir, að kjósendur yfirgefi nú flokkinn í hópum. Hús til sölu Finim herbergja íbúð á góð- um stað í bænum, til sölu. Hagkvœmt verS og greiSslu- skilmálar. Lögfræðiskrifstofa Stefáns Sigurðssonar Vesturgötu 23. Sími 622. Viðreisnin og byggingar- framkvœmdirnar Byggingaframkvœmdir einstaklinga á Akranesi hafa stórminnkaS, eftir aS „vi8reisnin“ hófst í landinu. Er hún minni en eSlilegri fólksfjölgun er nauSsynlegt. Hér eru m. a. áhrifin af því aS opinber lán, kr. 150 þús., nœgja ekki til aS greiSa þá verShœkkun, sem orSiS hefur á byggingar- kostnaSi síSan 1959, en hann er talinn vera kr. 180 þús. á venjulega ibúS. Þeir, sem í byggingar ráSast, verSa því aS eiga all mikiS til, svo nokkur von sé um framkvœmdir. Fyrir „vi8reisn“ lögSu ungir menn út í byggingar án mik- illa fjárráSa og farnaSist furSu vel. Stjórnarsinnar reyna aS berja höfSinu viS steininn og segja aS mikiS sé byggt og vaxandi. Bezti mœlikvarSinn hér eru byggingarleyfisgjöldin. Hver maSur, sem byggir, greiSir bæjarsjóSi kr. 0.75 fyrir hvern rúmmetra í væntanlegu húsi. Samkv. reikningum bæjarins hefur þaS veriS sem hér segir s.l. 5 áir: 1959 kr. 21.259.00 1960 — 14.779.00 1961 — 15.846.00 1962 — 15.680.00 1963 — 9.230.00 Leggur bæjarstjórnarmeirihlutinn á skipulagsg jald ? Nú er sagt, að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi fundið upp mikið snjallræði til að örfa byggingarframkvæmdir í bænum og lækka byggingarkostnaðinn. Það er að leggja nýtt gjald á allar lóðir, sem leigðar eru — skipulagsgjald — svo sem tíðkazt hefur i Reykjavík og Kópavogi hin síðustu árin m.a. til þess að hamla á móti of miklum bygg- ingum. Ekki hefur verið látið uppskátt, hversu hátt þetta gjald á að vera, en í Reykjavík mun það vera kr. 30 þús. fyrir lóðir undir einbýlishús og minna fyrir lóðir í sam- byggingum. Magni telur, að skipulagsgjald eigi ekki við hér á Akranesi og annað sé nauðsynlegra en leggja slíka steina í götur húsbyggjenda. Það virðist vera viðkvæði meirihlutans að apa sem mest eftir Reykjavik, enda þótt það eigi alls ekki við á Akranesi. Hrœddur flokkur

x

Magni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Magni
https://timarit.is/publication/789

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.