Magni - 30.05.1970, Blaðsíða 2

Magni - 30.05.1970, Blaðsíða 2
2 MAGNI Akranesi, laugardaginn 30. mai 1970 MAGNI BlaS Framsóknarfélaganna á Akranesi BITSTJÖRN: Dunícl Ágústínnsson, ábm. Guðmundur Björnsson off Guðmundur Hermannsson PBENTAÐ 1 PBENTVERKI AKBANESS H.F. Verkföllin hafin Um miðjan maí rann út samningur milli verka- lýðsfélaganna og atvinnurekenda og hafa samn- ingar enn ekki náðst. Nokkrir fundir hafa verið haldnir með deiluaðilum og tilboð beggja lögð fram. Verkföllin eru hafin í Reykjavík og á Akra- nesi hefur Sveinafélag málmiðnaðarmanna boðað verkfall í dag og verkalýðsfélagið í næstu viku. Horfur eru á því að harka geti færst í vinnudeilu þessa innan tíðar. Iðnaðarmenn á Akranesi hafa aldrei fyrr þurft að beita verkfallsvopninu. Þeir hafa alltaf getað samið án vinnustöðvunar. Dag- blaðið Vísir hefur afflutt kröfur Sveinafélags málmiðnaðarmanna og sagt þær vera 60% kaup- hækkun, sem er f jarri öllu lagi. I þessari kjarabaráttu standa launþegar úr öll- um flokkum sem einn maður. 1 þeirri breiðu fylk- mgu er fjöldi manna, sem við undanfarnar kosn- ingar hefur greitt Sjálfstæðisflokknum atkv. sitt. Þessir menn telja sig ekki geta dregið fram lífið af kr. 12 þús. frekar en aðrir launþegar. Þeim íinnst áreiðanlega kominn tími til að rétta sinn hlut. Svo undarlega bregður við í Morgunbl. 27. maí, að þar er því haldið fram að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins líti á verkföllin sem pólitízka ref- skák fyrir kosningarnar. Þeir kalla það pólitízka afstöðu að ekki sé án tafar gengið að tilboði at- vinnurekenda. Þetta þýðir að launþegum er sagt að sætta sig næstu tvö árin við þær kjarabætur, er i tilboði atvinnurekenda felast þ.e. 13.500.- kr. laun á mánuði. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur gert kjara- deiluna að pólitízku máli, sem beri að útkljá í kosn- ingunum næsta sunnudag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á þann hátt lagt kjaradeiluna, sem póli- tízkt úrlausnarefni fyrir kjósendur. Þeir, sem sætta sig við tilboð atvinnurekenda greiða Sjálf- stæðisflokknum atkvæði, samkvæmt fyrirmælum Mbl. Allir hinir, sem telja nauðsynlegt að fá betri úrlausn mála sinna hljóta að greiða atkvæði gegn Sjálfstæðisflokknum. Eftir þetta ætti málið að liggja ljóst fyrir öllum launþegum. Orlagaríkur dagur Kosningabaráttunni er að ljúka. Á morgun ganga kjósendur að kjörborðinu og setja hinn ör- lagaríka kross við lista þess flokks, er þeir treysta bezt. Á Akranesi eru málin mjög einföld. Barátt- an stendur á milli stjórnarflokkanna — íhalds- flokkanna — kjaraskerðingaflokkanna — sem búnir eru að mynda meirihluta í bæjarstjórn Akra- ness undanfarin 10 ár, og þriðja mannsins á lista Framsóknarflokksins. H-listinn fær engan kosinn. Hvert atkvæði, sem honum er greitt af frjálslynd- um mönnum og verkalýðssinnum, er óbeinn stuðn- ingur við íhaldsflokkana. Það getur oltið á einu atkvæði að Framsóknarflokknum takist að ná fulltrúa frá íhaldsflokkunum, sem meirihlutann Það fer ekkert a milli mála að skuldir bæjarsjóðs Akraness hafa aukist mjög mikið hin siðustu árin og eru stöðugt vaxandi hlutfall af árlegri útsvarsálagningu bæjarins. Það er nauðsyn- legt fyrir bæjarbúa að gera sér grein fyrir fjárhagsástæðum bæj- arsj., sem er þungamiðjan í fjármálum kaupstaðarins, enda þótt stofnanir bæjarsjóðs skipti líka miklu máli, eins og Hafnar- sjóður og Vatnsveitan. Hér á eftir er birt yfirlit yfir skuldir bæjarsjóðs 1955—1968, en það er síðasta reikningsárið, sem gert er upp. Jafnframt er Ar Ctsvör millj. kr. 1955 6,4 1956 8,5 1957 9,5 1958 9,7 1959 11,7 1960 12,1 1961 12,5 1962 15,7 1963 16,1 1964 19,9 1965 19,0 1966 23,9 1967 27,6 1968 28,2 Auk framangreindra skulda hefur bæjarsjóður tekið að sér að greiða skuldir bæjarútgerð- arinnar sem eru í árslok 1968 kr. 9,5 millj. Séu þær taldar með eru skuldir bæjarsjóðs 1. jan 1969 kr. 50,6 millj. birt endanleg útsvarsupphæð hvert ár og sýnt hversu skuld- irnar eru mikill hundraðshluti af útsvörunum. Skuldir bæjarsj. Hundraðshl. millj kr. af útsvörum 3,3 52% 3,4 40— 3,9 41— 5,2 54— 6,5 55— 8,3 68— 10,7 85— 14,3 91— 15,2 95— 15,5 78— 18,9 100— 18,4 78— 28,2 102— 41,1 145— Eðlileg afleiðing hinnar gíf- urlegu skuldaaukningar bæjar- sjóðs eru ört vaxandi greiðslur vaxta og afborgana. Skal hér gefið stutt yfirlit þeirra mála á sama hátt og fyrri skýrsla en fá ár tekin út sem nægja þó til þess að þróunin verði augljós. Síhækkandi greiðslur vaxta og afborgana. Ar ÍJtsvör Vcxtir og afb. Hundraðshl. millj. kr. fastra lána. af útsvöru 1955 6,4 278 — 4,4 - 1960 12,1 578 — 4,7 - 1965 19,0 1.368 — .7,2 - 1968 28,2 3.820 — 13,5 - 1970 (áætlun) 31,5 5,300 - 17,0 - Það er oft um það rætt að þjóðfélagtð megi ekki binda nema takmarkaðan hluta af þjóðartekjunum til greiðslu á vöxtum og afborgunum af er- lendum lánum. Á sama hátt hljóta að vera takmörk fyrir því sett, hversu mikið skal festa fyrirfram af árlegum útsvars- tekjum bæjarins. Það skal við- urkennt að fram hjá þessum greiðslum verður ekki komizt. En það er jafn augljóst mál að slíkum greiðslum eru skorður settar og myndi enginn telja eðlilegt að allt sem ekki færi í brýnasta rekstur gengi til greiðslu á vöxtum og afborg- unum af lánum bæjarsjóðs, sem væri þá vitanlega á kafi í skuld- um. Með því er búið að draga alla framkvæmdamöguleika bæjarins í dróma. Eru þá ekki arðberandi eignir á móti? Bæjarstjómarmeirihlutinn mun svara því til að þetta sé allt gott og blessað. Höfuðstóls- reikningur bæjarins sýni hreina eign upp á kr. 133 millj. En málið er nú ekki svo einfalt. Fæstar þessar eignir eru arð- berandi, þótt þær séu góðar og nauðsynlegar fyrir það hlut- verk, sem þeim er ætlað. Þær gefa ekki af sér tekjur og verða ekki seldar fyrir fjármuni, sem hægt er að nota í annað. Skal þetta skýrt hér nánar. Samkv. reikningi bæjarins 1968 er hrein eign talin þessi: kr. mill. Bæjarsjóður 86,0 Bíóhöllin 2,3 Byggingarsjóður 2,7 Eftirlaunasjðður 5,7 Menningarsjóður 15,5 Rafveitan 13,4 Sjúkrahúsið 3,1 Vatnsveitan 2,6 Vélasjóður 2,5 Kr. 133,8 millj. Hafnarsjóður skuldar umfram eignir 1,0 millj. Alls 132,8 millj. Alveg það sama er að segja um lang mestan hluta eigna bæj arsjóðs kr. 86 millj. sem tal- mynda. Hver þorir að leggja atkvæði sitt í glat- kistuna, þegar svo stendur á? Alþýðubandalagið heldur örugglega sínum full- trúa, en er langt frá því að hafa möguleika á tveim- ur. Afgangsatkvæði hjá því, gæti einnig verið óbeinn stuðningur við meirihlutaflokkana. Eina örugga leiðin fyrir alla íhaldsandstæðinga, hvar sem þeir hafa verið í flokki, er að greiða B-listan- um atkvæði á sunnudaginn og tryggja þar með kosningu Ólaf s Guðbrandssonar — eina verkalýðs- sinnans — sem möguleika hefur til að ná kosningu í bæjarstjórn Akraness. Er ekki valið auðvelt? D. Á. inn er hér að framan. Þar má finna þessa liði: Húseignir og lóðir 8,0 Andakílsárvirkjun o.fl. 6,1 Skólar bæjarins 15,8 Götur og holræsi 23,2 Sjúkrahúsið 12,6 Jarðhitarannsóknir 3,1 Alls kr. 68,8 millj Framangreindar eignir bæjar- ins gefa engar beinar tekjur og eru því ekki arðberandi í fyllstu merkingu þess orðs, þótt þær séu bænum nauðsynlegar að öðru leyti. Það er t.d. ekki langt síðan farið var að bókfæra hol- ræsi og götur bæjarins á eignir bæjarsjóðs. Hefði verið byrjað á því fyr gæti sá liður vafalaust verið helmingi hærri. Af eignum bæjarins, sem get- ur orðið handbært fé, eru eftir- taldir liðir: Eftirstöðvar af gjöldum bæjarins, kr. 10,8 millj. birgðir í rörasteypu kr. 1,9 millj. og eitthvað ætti að koma frá skuldunautum, sem eru all háir. En þetta sannar greini- lega að eignir bæjarsjóðs leggja lítið sem ekkert í rekstur bæj- arins á næstu árum, þótt hátt verði skráðar í bókhaldi hans. Það verður því hlutverk skattborgarana á næstu árum að bera þær þungu skulda- byrgðar og mjög vaxandi, sem á bæjarsjóði hvíla. Utvarpsumr. . . Framhald af bls 1 kallaði „þögla“ bandalagið, sem er einhver ímynduð samvinna Sjálfstæðisfl. og Framsóknarfl. í bæjarmálum, bak við Alþýðu- flokkinn. Sagði hann að vís- asti vegurinn til að rjúfa það væri að kjósa Alþýðuflokkinn. Þá blöskraði mörgum. Ársæll Valdimarsson talaði um hetjulega baráttu sína fyrir því að halda Sokkaverksmiðj- unni Evu á Akranesi, sem alls engan árangur hefði þó borið. Þá var hann með skæting í garð Framsóknarflokksins og fór honum það sérlega illa, enda ekki vanur því. Hannes R. Jónsson og þeir aðrir H-listamenn ræddu nánast ekkert um bæjarmál og það litla, sem kom fram hjá þeim var tekið nánast orðrétt upp úr flokksblöðunum á Akranesi. Hann skammaði alla flokka með sama orðalagi og þeir nota hver á annan. Þar var ekkert frumlegt. Vildi hann láta líta svo út að H-listinn væri póli- tízk siðvæðingarhreyfing, sem hefði það hlutverk að leggja gamalt og rotið flokkakerfi í rúst. Var þeirra fyrsta ganga að fá lista Sjálfstæðisflokksins dæmdan ógildon en það mis- tókst. I sambandi við heiðarleik- ann gleymdi hann að geta þess að foringi þeirra Hannibal samdi um það í vinnudeilu 1964 að slaka nokkuð á kaupgjalds- kröfunum gegn því að íhaldið lánaði kommúnistum 1 atkv. í þinginu, þegar kjósa skyldi í ráð og nefndir. Gilti þetta til 1967. Þá voru þingmennimir bara 9, en 10. atkv. brást aldrei út kjörtímabilið og það nægði- Þetta hefði fallið mjög vel í þá mynd, sem hann dróg upp af gömlu flokkunum. Fundarst jórar voru: Karl Helgason símstjóri og Hermann G. Jónsson fulltrúi.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.