SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 45
E ldhúsinu á B5 í Banka- stræti hefur verið breytt í Hamborg- arabúlluna. „Ég hef leitað að konsepti fyrir eldhúsið um nokkurt skeið,“ segir Guð- mundur Gíslason, sem tók við rekstri B5 um áramótin. „Svo datt mér í hug að fá Búlluna í lið með mér og þetta hefur heppnast ótrúlega vel.“ Hann segir að hugsunin sé sú að ekki sé aðeins hægt að fá búlluborgara á B5, heldur sé Búll- an þar með öllu sem hún stendur fyrir. „Fólk getur svo valið um það hvort það borðar inni á Búll- unni eða kemur fram og borðar á B5. Þá bætist við að fólk getur fengið sér búlluborgara og bjór, nú eða steik og bernaise-sósu eða steikarborgara og rauðvín. Við leggjum áherslu á steikarborg- arann, en þá er hann úr nauta- lund, og svo safaríkur, að ekki þarf neina sósu með honum.“ Guðmundur byrjaði með B5 þegar hann missti vinnuna sem flugmaður hjá Icelandair. „Eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi af var ég kominn í rekstur – mað- ur verður að bjarga sér,“ segir hann. „Lagt er upp úr því að reka stað, sem er kaffihús á daginn, nokkurskonar „lounge bar“ með þægilegri tónlist í flottu um- hverfi, og svo breytist hann í skemmtistað á kvöldin.“ Búlluhlutinn af B5 er rekinn af Ödda, Erni Hreinssyni, sem einnig sér um reksturinn á Ham- borgarabúllunni á Geirsgötu. „Við gerðum þetta hljóðlega og vorum snöggir að því,“ segir Öddi. „Hann kom með hug- myndina til mín fyrir þremur vikum, var að japla á búlluborg- ara,“ bætir hann við brosandi. „Ég sá tækifæri um leið og ég gekk inn í eldhúsið. Þetta er upprunalega konseptið, sem við sóttum til New York, þar sem Burger Joint er falinn á bak við tjöld inni á 5 stjörnu hóteli, Le Parker Meridien, smáhola sem mokar út 800 til 1.000 hamborg- urum á dag.“ Og Búllan á B5 sést einmitt ekki af götunni. „Hún er gjör- samlega falin,“ segir Öddi him- inlifandi. „Og við munum ekki auglýsa, heldur spyrst þetta smám saman út. Þegar ég hringdi í Tomma og lýsti því sem ég hafði séð, þá sagði hann bara: „Let’s do it!“ Ég sé um rekst- urinn og starfsmenn flæða á milli Geirsgötunnar og Bankastræt- isins – það verður sami andinn á báðum stöðum.“ Lagt er mikið upp úr þjón- ustugleði. „Þegar ég ræð fólk í vinnu spyr ég gjarnan: „Ertu skemmtilegur?“ Ef fólk er ekki skemmtilegt endist það ekki lengi hér. Það er ómögulegt að hafa leiðinlegt fólk í kringum sig.“ Það eru tólf ár síðan Öddi hóf samstarf við Tomma. „Ég var að læra smíði á þeim tíma, en fannst það leiðinlegt, gekk inn á Hard Rock og spurði hvort ég gæti fengið vinnu. Ég byrjaði sem gla- sastrákur og hef unnið fyrir Tomma síðan.“ Guðmundur Gíslason, Tómas Tómasson og Örn Hreinsson. Hamborgarabúllan hefur verið opnuð á B5 í Bankastræti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Búllan opnar í eldhúsinu á B5 Bólstraðir stólar úr leður- jakka og sófaleðri, ljós- myndir af Travolta og Tomma tvítugum. Jú, ekki verður um villst, Búllan hefur verið opnuð á B5. Pétur Blöndal pebl@mbl.is 25. apríl 2010 45 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Upplýsingar um sýningar á Borgarleikhus.is Dúfurnar HHHH IÞ, Mbl Gauragangur HHHH EB, Fbl Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 Þ J Ó Ð L E I K H Ú S I Ð 6 0 Á R A Mánudagur Stefán Máni Tískuráð dagsins: Ef miðinn aftan í nærbuxnuum er að erta þig er heillaráð að ganga í þeim úthverfum … Já, ég er einhleypur. Kristín Ómarsdóttir Rithöf- undar eiga að vera í náttföt- unum til hádegis, sagði frænka mín, sem var sendil fyrir Mogg- ann á fjórða áratugnum, náði í greinarnar til þeirra Halldórs og fleiri. Nú klæði ég mig. Elísabet Kristín Jökulsdóttir Eigum við ekki að koma austur að moka? Þriðjudagur Gerður Kristný sá myndina Un prophéte á Græna ljósinu. Hún er meiriháttar enda tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta er- lenda myndin. Íslandsvinkill: Lag með Sigur Rós. Miðvikudagur Andrés Magnússon Hér á Eng- landi er ekki um annað rætt en heimsendaspár herra Ólafs Ragnars. Fáir mæta til vinnu, niðursuðumatur og skotfæri eru hvarvetna á þrotum, en við flestar kirkjur er biðröð. Mat- vörumarkaðurinn Iceland hefur breytt nafni sínu í Gangreneland í von um að vinna einhverja við- skiptavini aftur. Herbert Friðrik Stefánsson hjálpaði góðum afmælisgesti að iðrast síðdegis og söng Horst Wessel honum til ynd- isauka. Selma Björnsdóttir Dagur eitt í nýju lífi í nýju landi. Sól og blíða úti, skólinn dásemd og er á leið til Bath í leikhús :) Lífið er ljúft :) Fimmtudagur Guðlaug Gísladóttir Gleðilegt sumar! Sól sól skín á mig. Lóan er komin að kveða burt snjóinn. Tralalalallla! Föstudagur Eiður Svanberg Guðnason ,,… en segja má að sá hópur sem stýrði bönkunum hafi fallið fyrir nánast öllum þeim freist- ingum sem á vegi hans urðu.“ Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bank- anna 2008, bls.47. Andri Snær Magnason Dagur bókarinnar ekki fésbókar. Vin- samlegast virðið það. Ingibjörg Rósa reytir hár sitt á meðan hún reynir að samræma veður, flugáætlun Icelandair, starfsemi Norðurflugs, eldgos og öskufall eftir höfði ástralsk- rar fréttastofu.... Ísleifur B. Þórhallsson Það er ekki hver sem er sem kemur eftirfarandi setningu inn í Morg- unblaðið: „Lágpunktur mynd- arinnar er atriði þar sem „gamla fólkið“ káfar á nöktum, offeit- um konum í skítugu herbergi og syngur um leið „Heims um ból“.“ Fésbók vikunnar flett Það vakti athygli þegar starfsfólk B5 lokaðist inni í hvelfingunni undir staðnum í vetur. „Það var skemmtileg upplifun skulum við segja og nokk- uð til að hlæja að,“ segir Guðmunur brosandi. „Það væsti svo sem ekkert um okkur, heldur nutum við þess að vera í fallegu umhverfi og vínlagerinn var í seilingarfjarlægð.“ Tvær gamlar bankahvelfingar eru niðri og ein skjalageymslu og eru all- ar vistarverurnar með þykkum hurðum. „Hér var Verslunarbankinn og síð- ar Landsbankinn, en nú er kjallarinn til útleigu fyrir litla hópa á virkum dögum, lítil afmæli eða vinnufundi, og svo er hann betri stofa um helgar.“ Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Fös 30/4 kl. 20:00 Ö Sun 9/5 aukas. kl. 16:00 Sun 16/5 aukas. kl. 16:00 Fös 21/5 aukas. kl. 20:00 Sun 30/5 aukas. kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Gunni Þórðar - lífið og lögin (Söguloftið) Sun 2/5 kl. 16:00 Lau 8/5 kl. 17:00 Fös 14/5 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 17:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Jón Gnarr. Lifandi í Landnámssetri (Söguloftið) Lau 1/5 kl. 20:00 Lau 8/5 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Lau 29/5 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Draugagangur í Óperunni Fim 29/4 kl. 20:00 Hellisbúinn Fös 30/4 kl. 19:00 allra síðustu sýn.ar Fös 30/4 kl. 22:00 allra síðustu sýn.ar Allra síðustu sýningar 30.4.10 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Ódauðlegt verk um stríð og frið (Hafnarfjarðarleikhúsið) Lau 1/5 kl. 20:00 Sun 2/5 kl. 20:00 Fim 6/5 kl. 20:00 Fös 7/5 kl. 20:00 Lau 8/5 kl. 20:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.