SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 11
9. maí 2010 11 M æðradagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim. Börn á öllum aldri gefa blóm, búa til morgunmat handa mömmu eða hringja heim. Alveg eins og það á að vera. Á ferðalögum mínum um allan heim hef ég sannfærst æ meir um það, að það eru mæðurnar sem halda fjölskyldum saman, og raunar heilu samfélögunum. Konur eru lím samfélagsins og hreyfiafl heimsins. Engu að síður bregst heimurinn mæðrum allt of oft. En þótt haldið sé upp á mæðradaginn er það því miður svo, að margar konur hafa fyllstu ástæðu til að óttast afleiðingar þess að verða móðir. Sú var raunin með Leonora Pocaterrazas, tuttugu og eins árs gamla konu sem lést af barnsförum nýlega í fjallaþorpinu Columpapa Grande í Bólivíu, frá eiginmanni og þremur börn- um. Eða hin tvítuga Sarah Omega, en barn hennar fæddist and- vana á sjúkrahúsi í Keníu. Hún lifði af alvarlega sár og var staðráðin í því að láta að sér kveða til þess að aðrar konur þyrftu ekki að þola sömu eldraun. „Líf mitt missti tilgang sinn,“ sagði hún við bandaríska þingmenn árið 2008. Frásögn hennar skipti verulegu máli þegar Bandaríkjaþing samþykkti aukin framlög af þróunarfé til að bæta heilsufar mæðra í heiminum. Þetta eru aðeins tvær sögur innan um þær hrikalegu tölur sem Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (United Na- tions’ Population Fund) birtir á hverju ári. Þær tölur sýna að ginnungagap er á milli ríkra landa og fátækra þegar heilsa mæðra er annars vegar. Sameinuðu þjóðirnar eru staðráðnar í að brúa þetta bil. Þegar kona deyr af barnsförum í ríkum löndum, er gengið út frá því sem vísu að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Í þróun- arríkjum er það hins vegar talið gangur lífsins að kona lifi ekki af fæðingu barns. Í sumum löndum deyr áttunda hver kona við að fæða barn. Þungun og fæðing eru helsta dánarorsakir stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára í heiminum. Í fátækum ríkjum verða ófrískar konur oft að sjá alveg um sig sjálfar; þar er engri heilsugæslu til að dreifa og þær eiga ekki í neitt skjól að leita. Þær eiga oft í vandræðum með að næra sig sómasamlega og vinna langan vinnudag í verk- smiðjum eða úti á ökrum, þar til þær eru komnar á steypirinn. Þær fæða oftast heima, og njóta í mesta lagi aðstoðar ófag- lærðrar ljósmóður. Ég fæddist sjálfur í heimahúsi í litlu þorpi úti í sveit í Kóreu. Ein af æskuminningum mínum er að hafa spurt móður mina hvers vegna konur sem voru í þann veginn að fara að fæða barn störðu á skóna sína. Móðir mín svaraði því til að konurnar veltu því fyrir sér hvort þær myndu nokkru sinni klæðast þessum skóm á ný. Konur vissu að þær voru hreinlega í lífshættu við að fæða barn. Sem dæmi má nefna að fyrir aðeins hundrað árum var hundrað sinnum meiri hætta á að kona létist af barnsförum en í dag. Við vitum hvernig hægt er að bjarga lífi mæðra. Einfaldar blóðprufur, mæðraskoðun og lágmarkshjálp fagfólks við fæð- ingu skiptir sköpum. Ef bætt er við einföldum fúkkalyfjum, blóðgjöf og öruggum aðstæðum, eru verðandi mæður nánast ekki lengur í neinni lífshættu. Nýlegar tölur sýna að framþróun hefur orðið í heiminum. En það er enn langt í land. Á hverju ári deyja hundruð þús- unda kvenna af barnsförum; 99% þeirra í þróunarríkjum. Af þessum sökum hef ég sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talað máli mæðra og ófrískra kvenna við hvert tæki- færi. Í síðasta mánuði hleyptu Sameinuðu þjóðirnar af stokk- unum aðgerðaáætlun í samvinnu við ríkisstjórnir, fyrirtæki, sjóði og frjáls félagasamtök til að vinna þessu máli lið. Ég treysti á stuðning almennra borgara um allan heim til að vinna bug á þessum hneykslanlega vanda sem þagað er um þunnu hjóði. Engin kona ætti að gjalda fyrir það með lífi sínu að gefa líf. Við skulum heiðra mæður um allan heima á mæðradaginn með því að heita því að það verði hættulaust að verða móðir. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Höfundarréttur: Project Syndicate, 2010. Að lifa af að verða móðir Í sumum löndum deyr áttunda hver kona við að fæða barn. Þungun og fæð- ing eru helstu dánarorsakir stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára í heiminum. Ban Ki-moon REUTERS Ljósmóðirin Maria Medina hjálpar Jenny Guzman að fæða annað barn sitt, Kalel, í Lima í Perú í vikunni. VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444GROUP EVRÓPURÚTUR 2010 Aukaferðir til Kemer í Tyrklandi Kemer er fallegur 20 þúsund manna strandbær, 40 km vestur af Antalyu í Asíuhluta Tyrklands. Bærinn liggur sunnarlega við Miðjarðarhafið og Taurusarfjöllin, yfir 3.000 metra há, skýla einstakri náttúrufegurð svæðisins fyrir köldum vindum sem leika um Miðjarðarhafið á þessum árstíma. Búast má við milli 20 og 25 stiga hita í ferðinni. Hótelið Viking Star (www.vikingturizm.com) er 5 stjörnu lúxushótel þar sem allt er innifalið. Góður matur og drykkur allan daginn. Bæði sauna og hamam (tyrkneskt bað) eru í boði innan veggja hótelsins. Hótelið er staðsett í miðbæ Kemer og liggur aðalgatan (verslunargatan) með fram hótelinu að smábátahöfninni og ströndinni. Verðlag er enn mjög gott í Tyrklandi og ber verð ferðarinnar vitni um það. Flogið verður í beinu leiguflugi. Gott jafnvægi er á milli frítíma og skoðunarferða. Meðal skoðunarferða er heimsókn til Kappadókíu, tveggja daga ferð og gist uppí í fjöllum. Þar voru fyrstu heimkynni kristinna manna í frumkristni. Eins verður siglt að borginni Kekova rétt undan ströndinni, en hún sökk í sæ og er undir vernd UNESCO. Nánari upplýsingar á VITA.is undir Einstakt líf og hjá Guðnýju eða Silju Rún í síma 570 4444 – þær taka einnig við pöntunum. Fararstjóri Friðrik G. Friðriksson 16. okt.-26. okt. 255.000 kr. + 15.000 Vildarpunktar 26. okt.- 04. nóv. 234.000 kr. + 15.000 Vildarpunktar Innifalið : Beint flug, flugvallarskattar, allur akstur og skoðunarferðir, gisting með fullu fæði og íslensk fararstjórn (nema drykkir í skoðunarferðum). Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 50 25 5. 20 10 16.-26. okt. og 26. okt.-4. nóv. Gunnar Hersveinn heimspekingur komst m.a. svo að orði um heimsókn sína til Kappadókíu í Morgunblaðinu 12. apríl 2007: „Tildrög ferðar minnar í Kappadókíu eru þau að ég hitti Friðrik G. Friðriksson fararstjóra á hóteli í Miðjarðarhafsborginni Antalíu og fékk að slást í för með hópnum hans. Friðrik telur Kappadókíu vera eitt best varðveitta og merkilegasta leyndarmál ferðaþjónustunnar. Næsta dag héldum við í Göreme-þjóðgarðinn í Kappadókíu sem jafnframt er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar er líkt og að maður sjái inn í álfheima, sjái híbýlin sem þeir gera sér í klettum. En hér voru engir álfar á ferð heldur menn sem reistu munka- og nunnuklaustur, kirkjur og aðrar vistarverur í klettum. Hér hafa kristnir menn tekið Jesús á orðinu og byggt kirkju sína ekki aðeins á kletti heldur í kletta. Í Göreme er hægt að flækjast daglangt og skoða fagurskreyttar bergkirkjur og undrast við hvert fótmál. Undrunin var sambærileg við þá sem ég naut þegar ég skoði píramíðana í Kaíró. Vitað er að Páll postuli kom á ferðum sínum um heiminn til Kappadókíu og stofnaði söfnuð.“ (Flogið verður í þægilegu beinu leiguflugi Icelandair)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.