Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 Starfaðu og sýndu kærleika þinn í verki. Starfa, það er aðeins eitt orð. Starfa ötullega og sýndu kærleika þinn í verki. Óeigingjarnt starf var innsta hugsun þín. Þessi hugsun kom upp þegar ég minnist þessarar yndislegu konu, Hlífar Þ. Jónsdóttur frá Þorvalds- stöðum í Breiðdal. Eitt veit ég að ég þekkti hana alltaf og það var henni að þakka eða kenna að ég varð Breiðdælingur. Móðir mín heitin og hún voru miklar vinkonur og kynntust löngu áður en ég fæddist. Þær voru báðar miklar saumakonur og unnu saman hjá Andrési klæðskera. Móðir mín var Þorgerður Halldórsdóttir frá Kjal- varastöðum í Borgarfirði. Báðar úr sveit og báðar unnu sveitinni sinni. Ég man hvað Hlíf kom oft heim og var umhugsað um mína heilsu, enda var ég meira og minna á spít- ala fyrstu sex æviárin. Margar voru húfurnar sem hún prjónaði á mig og margar peysurnar. Allavega langaði mig barnið í sveit en þó ekki keyra langt í bíl. Pabbi minn var sjómaður, því vildi ég sigla þangað á skipi. Þær hafa eitthvað lagt á ráðin saman vin- konurnar, allavega kom Hlíf heim og spurði mig hvort ég vildi ekki fara austur í sveitina hennar. Jón- as bróðir hennar og konan hans Guðbjörg Steinsdóttir voru nýbúin að eignast lítinn dreng og þau fóru austur með skipi. Þá kæmist ég á sjó því mig langaði svo á sjó og það Hlíf Þórbjörg Jónsdóttir ✝ Hlíf ÞórbjörgJónsdóttir fæddist á Þorvaldsstöðum í Breiðdal 26. júní 1924 og ólst þar upp. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 8. desember sl. Útför Hlífar var gerð frá Heydala- kirkju í Breiðdal 19. desember sl. varð úr að ég fór austur og varð eins konar vinnukona hjá þeim. Ég var held ég tíu ára. Þar kynntist ég öllum þessum systkinum. Ég fór austur þrjú sumur. Fyrst var ég hjá Diddu og Jónasi, svo hin sumrin hjá Val- borgu og Björgúlfi. Svo undarlegt sem það var þá batnaði mér alltaf í eyrunum þegar ég var komin austur, enda hreint loft og mikil viðbrigði að fara úr höfuðborginni. Ég man að stundum var frosin eld- hústuskan í vaskinum á nóttunni. Ég verð að viðurkenna að stundum var ég ekkert glöð við Hlíf þegar hún kom austur á miðju sumri. Ég varð að fara í margar peysur og húfu því hún var svo hrædd um að ég yrði veik. Ég vandist þessu. Þetta fauk af mér þegar ég var komin í hvarf bak við hólhúsið. Svo var bara að klæða sig í allt aftur áður en ég fór inn. Það var mikið ort á Þorvalds- stöðum. Ég held að þau öll systk- inin hafi verið hagmælt. Enda báð- ir foreldrarnir hagmæltir. Ég kynntist ekki Guðnýju. Hún var nýdáin þegar ég kom fyrst. En Jóni kynntist ég vel. Hann bjó til margar stökurnar sem ég man enn. Valborg var vel hagmælt. Ég og Þóra systir mín sem kom með Einari og Ragnheiði austur höfð- um báðar gaman af ljóðum og drukkum allt í okkur. Seinna fór ég aftur austur, þá sextán ára gömul, til Valborgar og Björgólfs og fór í Húsmæðraskól- ann að Hallormsstað. Þar kynntist ég manninum mínum fyrrverandi. Við áttum heima á Breiðdalsvík í yfir 30 ár. Ég gæti skrifað heila bók um sumrin mín á Þorvaldsstöðum. En núna ætla ég að hætta. Hlíf vildi hvílast í heimagrafreitnum á Þor- valdsstöðum, við hliðina á mann- inum sínum, Jóni frá Snæhvammi í Breiðdal, þeim öðlingsmanni. Það var guðsgjöf að þekkja þau hjón. Alltaf var maður velkominn til þeirra. Guð blessi þeirra minningu og ég vil kveðja með þessari vísu eftir Ingu mína frá Kleif í Breið- dal: Breiðdalurinn bjartur fagur, blessuð sól á Tinda skin, Nú er vorsins dýrðardagur, dásamlegust fjallsýn. Með kveðju og þökk, Gerður J. Ben. (Gerða). Með þessum orðum vil ég kveðja móðursystur mína, hana Hlíf eða Hlíbbu eins og hún var alltaf köll- uð. Hún var smávaxin kona með stórt hjarta og hlýjan faðm sem var okkur öllum opinn. Hjá henni var alltaf pláss fyrir alla. Við erum örugglega mörg sem eigum eftir að sakna þessarar snaggaralegu konu, sem reyndist okkur öllum svo vel. En við yljum okkur við góðar minningar um glaðværa, orkumikla konu sem lifði lífinu lif- andi fram á síðasta dag og féll aldrei verk úr hendi, listakonu sem skildi eftir sig marga fagra muni. Elsku Hlíbba, ég og fjölskylda mín viljum þakka þér allar góðu stundirnar sem við höfum átt hjá þér í gegnum tíðina en þær eru ófáar. Við vottum börnum þínum Guðnýju Elínu, Sigurjóni, tengda- börnum, barnabörnum þínum og barnabarnabarni okkar dýpstu samúð því þau eiga nú um sárt að binda þar sem þú varst svo stór þáttur í lífi þeirra. Minningin þín er ljós í lífi mínu. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Kveðja, Erla, Fjölnir, Fanndís og Þorsteinn Freyr. Amma stendur með opinn faðminn og krefst þess að fá að faðma mig. Ég knúsa hana og hún smellir á mig nokkrum kossum í leiðinni áður en hún hleypir mér inn úr forstofunni, inn í hreina fallega húsið þeirra afa og ömmu þar sem engar aðrar reglur Rannveig Hulda Ólafsdóttir ✝ Rannveig HuldaÓlafsdóttir (Ransý), bóksali á Laugum, fæddist á Patreksfirði 23. apríl 1931. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga á Húsavík 15. desember síðastlið- inn. Útför Ransýjar fór fram frá Þorgeirs- kirkju 29. desember 2009. Jarðsett var á Einarsstöðum. gilda en reglurnar hennar ömmu. Ég þekki þær reglur og fer eftir þeim án nokkurra vandræða enda eru þær ekkert flóknar. Þegar ég er komin inn er ég strax spurð hvort ég sé ekki svöng og þegar ég svara því ját- andi eru mér bornar á borð ýmsar krásir sem ég fæ hvergi annars staðar en einmitt hjá ömmu. Þegar ég hef fengið mér að borða og er orðin nokkurn veginn pakksödd fer ég fram í stofu og skoða alla fallegu hlutina þar eða hleyp inn á gang og næ í barnabækurnar sem bíða mín þar inni í skáp. Kannski fer ég jafnvel ein á eftir og næ í póstinn eða kaupi eins og tvo lítra af mjólk eða kannski röltum við amma það saman og þá fæ ég kannski að kaupa eitthvert gotterí til kvöldsins í leiðinni. Í kvöldmatinn verða svo fiskibollur að hætti ömmu og þá fæ ég að velja hvort þær verða soðnar eða steiktar. Í kvöld horfum við svo öll þrjú saman á sjónvarpið al- veg þangað til ég get ómögulega hald- ið augunum opnum lengur en þá hátta ég og fer inn í afarúm, en amma er bú- in að búa um afa í gestaherberginu eins og svo oft þegar ég kem. Amma sjálf sefur við hliðina á mér. Mér líkar þetta fyrirkomulag vel og ég held reyndar að við séum öll bara nokkuð sátt. Við amma vöknum svo morgun- inn eftir um hádegisleytið. Við liggj- um í rúminu fram að hádegisfréttum en þá hlustum við á veðrið í útvarpinu og að því loknu trítlum við fram og þegar okkur hefur tekist að vekja afa þá fáum við okkur öll þrjú morgun- mat, margréttaðan og rausnarlegan að hætti ömmu. Að loknum morgun- mat klæðum við okkur og setjumst fram í stofu og spjöllum þar um alla heima og geima. Þegar mamma og pabbi renna svo upp að húsinu á bíln- um erum við amma búnar að pakka saman sænginni og koma öllu dótinu mínu fyrir í töskunni ég kveð afa með kossi og amma faðmar mig og kyssir í kveðjuskyni rétt eins og þegar ég kom. Þegar ég keyri svo norður veg- inn stendur hún úti á tröppum og veif- ar mér alveg þangað til að ég hætti að sjá hana. Amma Ransý var ein af mikilvæg- ustu manneskjunum í mínu lífi og af henni lærði ég fjöldamargt. Amma var mér góð fyrirmynd og það er margt sem var í fari ömmu sem ég vildi gjarnan tileinka mér. Ég á eftir að sakna ömmu mikið og það að fá að umgangast hana og þekkja hana voru fyrir mig mikil forréttindi. Elsku amma mín og vinkona, þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þær eru mér ómet- anlegar. Þórarna Ólafsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, DÓRA HJÖRLEIFSDÓTTIR, Unnarholtskoti, Hrunamannahr. Árn., síðast til heimilis að dvalarheimilinu Blesastöðum Skeiðum, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands föstu- daginn 25. desember, verður jarðsungin frá Hrunakirkju laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Sigurður Guðnason, Kristín Ingólfsdóttir, Ólafur Guðnason, Fanney Rut Eiríksdóttir, Anna Dóra Ólafsdóttir, Sandra Ólafsdóttir, Guðbjörg Ýr Ólafsdóttir, Ólafur Marel Halldórsson, Valgerður Hjörleifsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, JÓNÍNA MARGRÉT EGILSDÓTTIR, Borgarheiði 17v, Hveragerði, lést þriðjudaginn 15. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ljósheima á Selfossi fyrir hlýju og góða umönnun. Ásgeir Stefán Ásgeirsson, Svala Ásgeirsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR ÓLAFSDÓTTUR HJALTESTED, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Rauða kross Íslands. Ólafur Mixa, Kristín Þorsteinsdóttir, Már Wolfgang Mixa, Kristín Loftsdóttir, Halla Guðrún Mixa, Katrín J. Mixa, Mímir, Alexía, Sól og Svanfríður. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVANUR HJARTARSON, Dalbraut 10, Búðardal, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 2. janúar. Útförin fer fram frá Hjarðarholtskirkju laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Breiðfirðinga. Edda Tryggvadóttir, Elísabet Svansdóttir, Magnús A. Jónsson, Sigurður Svansson, Ólöf Eðvarðsdóttir, Bryndís Svansdóttir, Halldór L. Arnarson, Arnar Svansson, Sólrún L. Þórðardóttir, barnabörn og langafabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, FINNBOGI VIKAR, Hjalla í Ölfusi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum Selfossi fimmtudaginn 24. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 13.00. Guðmundur K. Vikar, Guðný Snorradóttir, Lilja Vikar, Þorsteinn Hauksson, Erna Vikar, Unnur Vikar, Friðrik Kjartansson, Sigrún Vikar, Benedikt Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR SIGURÐSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Breiðdalsvík, lést á hjukrunarheimili aldraðra, Höfn Horna- firði, þriðjudaginn 5. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bergþóra Sigurðardóttir, Arnleif Pétursdóttir, Manfred Kleindienst, Jóhanna Pétursdóttir, Sveinn F. Jóhannsson, Sigurður Pétursson, Ólöf Kristjánsdóttir, Hreinn Pétursson, Linda H. Guðmundsdóttir, Pétur Pétursson, Ingunn H. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.