Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 Hún amma Dúdda var einstök. Við frá- fall hennar er stórt skarð skilið eftir í fjölskyldunni. Ég halla aftur höfði, loka augum og fram streyma yndislegar tilfinn- ingar sem fylgja því að vera lítil ömmustelpa. Öll hlýjan og vænt- umþykjan sem ég var umvafin í návist hennar. Það var þessi ljúfa nærvera sem gerði það að verkum að sem lítil stelpa vildi ég helst vera hjá henni öllum stundum. Ekki skemmdi fyrir að Helga Þóra frænka bjó lengi á neðri hæðinni í Heiðargerðinu og það tryggði líf og fjör í hverri heimsókn. Í Heiðargerðinu var alltaf mikill gestagangur. Það jók á spennuna við að koma í heimsókn til ömmu og afa. Gestir voru ávallt velkomn- ir í Heiðargerðið og það mátti ganga að gómsætum kökum og öðrum veitingum vísum. Þar var alltaf mikið um að vera. Amma var snillingur í bakstri og átti alltaf tertur á lager, eða í ofn- inum. Heimavanir í Heiðargerði þekktu brúnu rúllutertuna, val- hnetukökuna, kanilkökuna með hvíta kreminu, sem var uppáhaldið mitt, og svo var það lagtertan hennar ömmu sem ég verð að læra að gera. En hún verður aldrei eins og amma gerði hana. Hún var sér- fræðingur í að gera vel við sælker- ann hann afa og öll fjölskyldan naut góðs af. Bakstrinum hélt Þóra Margrét Jónsdóttir ✝ Þóra MargrétJónsdóttir fæddist í Stykkishólmi 11. ágúst 1925. Hún lést á Landspítalanum að- faranótt gaml- ársdags, 31. desem- ber 2009. Útför Þóru Mar- grétar var gerð frá Fossvogskirkju 8. jan- úar sl. amma áfram af krafti alla ævi og lang- ömmubörnin voru orðin stærsti aðdá- endahópurinn. Mér eru minnis- stæðar heimsóknir til ömmu í vinnuna í Kúnígúnd. Amma keyrði ekki bíl og þess vegna kom afi á Bjöllunni sinni og keyrði okkur heim í Heiðargerðið eða við tókum Þristinn. Þessir hversdagslegu hlutir verða að ómetanlegum sam- verustundum í minningunni. Við fórum allt með strætó eða fótgang- andi. Oft var komið við á bókasafn- inu í Sólheimum þar sem Maggý systir ömmu vann og þær töluðu saman yfir kaffibolla um heima og geima. Það var dæmigert fyrir snyrti- mennskuna hjá ömmu að þrátt fyr- ir gestaganginn sá aldrei á heim- ilinu. Allt var hreint og fínt öllum stundum. Þó amma hafi náð háum aldri hélt hún sínum kvenlega glæsi- leika til hinstu stundar. Hún var alltaf vel til höfð og smekkleg. Í síðustu heimsókn minni til ömmu á Landsspítalann, rétt fyrir andlátið, átti amma stund með sjálfri sér þegar fjölskyldan fór fram á gang með lækninum. Þá greip amma tækifærið, dró fram spegil, lagaði hárið og frískaði uppá varalitinn. Ákveðnir hlutir þurftu alltaf að vera í lagi. Á fullorðinsárum var gaman að kynnast því hvað við amma höfð- um svipaðan húmor, dálítið svart- an. Það var yndislegt að upplifa margar góðar heimsóknir til ömmu með langömmubörnin sem nutu hlýju, veitinga og væntum- þykju hennar fram á hennar síð- ustu daga. Ég vil þakka Helgu Þóru frænku, englinum hennar ömmu, fyrir alla hennar umhyggju og fórnfýsi fyrir ömmu í hárri elli. Það hefur verið okkur öllum ómet- anlegt. Við fráfall ömmu fyllist ég sökn- uði, en um leið þakklæti fyrir óteljandi góðar stundir og fallegar minningar. Við Bjarni, Margrét, Benedikt og Helga Þóra sendum öllum í fjölskyldunni samúðar- kveðjur. Hvíl í friði, elsku amma Dúdda mín. Þóra Margrét Baldvinsdóttir Í dag kveðjum við okkar ynd- islegu ömmu Dúddu. Þegar við hugsum til baka gleymum við aldrei þeim fjöl- mörgu stundum sem við áttum með ömmu og þeim óteljandi minningum sem við eigum um hana. Við minnumst þess að amma lék oft við okkur þegar við vorum yngri, settist jafnvel með okkur á gólfið til að fara í glerkúluleikinn, það var hægt að plata hana í margt. Hún leyfði okkur að fara í snyrtistofuleik á strauborðinu með allt snyrtidótið sitt og klæða okkur upp í alla flottu skóna sína og fínu slæðurnar. Hún var alltaf tilbúin að gera allt fyrir okkur svo við skemmtum okkur sem best. Við munum líka eftir henni á hlaupum með handryksuguna á sumrin að veiða allar hrossaflugurnar sem höfðu boðið sér inn. Við sáum ömmu aldrei reiðast og hún var ávallt tilbúin að hlusta af fullri at- hygli á það sem við höfðum að segja og hafði húmor fyrir vitleys- unni í okkur. Heimili ömmu var alltaf opið og þar leið okkur vel. Hún hvatti okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og hafði alltaf eitthvað fallegt um okkur að segja þegar við litum í heimsókn. Ef við komum með eitthvað fyrir hana þá vildi hún borga okkur það tífalt til baka og var alltaf svo þakklát fyrir allt. Við erum stoltar af því að hafa fengið að kynnast henni og betri manneskjur fyrir vikið. Það verður tómlegt án elsku bestu ömmu í heimi og hennar verður sárt saknað. Við kveðjum hana með söknuði í hjarta. Þóra Margrét Sigurðardóttir, Kolbrún Sigurðardóttir og Berglind Ósk Sigurðardóttir. Kertaloginn Vindhviða getur kvalið hann án þess hann slokkni. Í einni svipan getur þó mjúkur andvari orðið til þess að eftir stendur kaldur kveik- urinn og fljótandi vaxið storknar. Elsku litla amma Dúdda Komið er að kveðjustund og afi Jón hefur nú tekið á móti þér. Við sjáum ykkur nú í anda bæði spari- klædd, dansandi og ástfangin eins og þið voruð á Borginni í gamla daga þegar þið hittust í fyrsta sinn. Okkur fannst alltaf jafn gam- an að heyra söguna af því þegar þið afi kynntust. „Við kynntumst á dansiballi á Hótel Borg. Við vin- konurnar fórum saman á ballið í fínu kjólunum okkar og þar hitti ég afa ykkar, svo bauð hann mér í bíó!“ Rómantísk saga af töffara úr Hafnarfirðinum og fegurðardís frá Stykkishólmi, sem hafa nú átt end- urfundi. Já, það er margs að minn- ast, elsku amma litla, í Heiðar- gerðinu og Hvassaleitinu eigum við margar góðar minningar. Það voru alltaf til heimatilbúnar kræs- ingar í frystinum hjá ömmu Dúddu, brúna rúllutertan, val- hnotutertan, kanilkakan með smjörkreminu og vanilluísinn, sem var ekki bara lagaður á jólunum, heldur líka hversdags. Alltaf var nóg af góðgæti á boðstólunum hjá ömmu Dúddu, hún var svo mikill gestgjafi sem settist sjaldan niður, nema hún væri þá með handa- vinnu. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel og vandlega, hvort sem það var bakstur, sauma- eða prjónaskapur. Mjúkir, grann- vaxnir fingurnir með bleika san- seraða naglalakkinu töfruðu fram sannkölluð listaverk. Elsku amma, þú minntist þess svo oft, og varst Sesselju ævinlega þakklát fyrir að hafa haldið utan um þig og hlýjað þér í frostkaldri jarðarförinni hans afa. Nú er þín kveðjustund runnin upp, og við munum nú styðja hvert við annað, fjölskyldan, í bítandi kuldanum þegar við fylgjum þér til þinnar hinstu hvílu. Takk fyrir allt sem þú kenndir okkur og gafst okkur. Guð blessi þig. Þínar, Sesselja, Lilja og Edda. Þóra Margrét Jónsdóttir móð- ursystir mín er síðust í hópi fjög- urra barna þeirra Jóns Eyjólfs- sonar kaupmanns og Sesselju Konráðsdóttur kennara sem fellur frá. Hin systkinin voru Auður, móðir mín Ingibjörg Margrét og Eyjólfur Konráð. Stórfjölskyldan bjó í Blönduhlíð 2 í Reykjavík allan 6. áratug síð- ustu aldar. Þar ólumst við upp frændsystkinin, sem þá vorum til komin. Í þeim hópi fjölgaði svo síð- ar. Við Baldvin, sonur Dúddu, en svo var móðursystir mín ávallt nefnd, vorum á sama árinu. Margt var brallað eins og gengur. Þá var ekki ónýtt fyrir unga menn að njóta leiðsagnar systranna tveggja, mæðra okkar, sem voru ávallt til staðar reiðubúnar til að rétta af kúrsinn. Fjölskyldan sem bjó í húsinu var samhent og nutum við börnin góðs af margmenninu. Síðar skildist okkur hvað fólkið af þessari kynslóð, sem ól okkur af sér, hafði sjálft farið á mis við margt sem við höfum litið á sem sjálfsagða hluti í okkar lífi. Og þá varð okkur ljóst að líf þess hafði að hluta snúist um að sjá brostna drauma sína um betri lífsmögu- leika rætast í okkur. Við eigum því mikið að þakka. Á þessari kveðjustund færi ég móðursystur minni þakkir fyrir hlut sinn í uppeldi mínu og fyrir að hafa verið góð og kærleiksrík kona sem skilur eftir hlýjar minningar. Börnum hennar, öðrum afkomend- um og fjölskyldum þeirra sendum við Kristín samúðarkveðjur. Jón Steinar Gunnlaugsson. Ég var á leið í lang- ferð þegar ég frétti lát Hannesar, frænda míns. Nú er hann farinn sína hinstu ferð, ferðina sem bíður okk- ar allra. Hann barðist við sjúkdóm og vissi því að hverju stefndi, fékk sinn aðlögunartíma sem hann not- aði vel. Móðir Hannesar og systkini hans hafa verið mjög náin fjöl- skyldu minni alla tíð þar sem móðir hans og faðir minn voru systkini. Samgangurinn var mikill á milli fjölskyldnanna á mínum uppvaxt- arárum og þá var Hannes stóri frændinn, rólegur, vinalegur og hjálpsamur. Yfir uppvaxtarárum Hannesar lá alltaf lítill skuggi sem hann talaði ekki mikið um. Segja má að seinni heimsstyrjöldin hafi verið örlagavaldur í lífi hans þar sem faðir hans var Þjóðverji og bjó á Íslandi fyrir stríð, var sendur í breskar fangabúðir þegar Hannes var á fyrsta ári og kom ekki til baka fyrr en hann var orðinn full- orðinn maður. Þó að hann heim- sækti föður sinn og hefði samband við fjölskyldu hans var þetta erfitt fyrir hann og markaði eflaust sín spor. Hannes var með alvarlegu yf- Hannes Árni Wöhler ✝ Hannes Árni Wö-hler fæddist í Reykjavík 2. nóv- ember 1939. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi sunnudaginn 3. janúar síðastliðinn. Útför Hannesar var gerð frá Bústaða- kirkju 8. janúar. irbragði, ekki marg- orður en stutt var í glettnina og yfir honum hvíldi ákveð- in reisn. Minningarnar um Hannes eru margar og ljúfar. Brúðkaup hans og Systu í gömlu Árbæjar- kirkjunni var á ung- lingsárum mínum það fallegasta sem ég hafði séð. Hannes kenndi mér á bíl og ráðlagði mér með fyrsta bílinn sem ég eignaðist. Í ökukennslunni kom vel fram hve hann var nákvæmur og yfirvegað- ur og ekkert var gefið eftir. Upp í hugann kemur líka ógleymanleg ferð með Systu, Hannesi og föður hans og okkur hjónum að Gullfossi (öfugum megin) í stóra bílnum hans Hannesar. Einnig þegar Hannes og Systa gistu hjá okkur á leið sinni til Kiel og við Hannes sátum úti í garði eina morgunstund og ræddum um gamla daga. Gott er minnast fjölskyldusamverunnar í sumar þegar við hittumst öll, ung- ir og aldnir, en það var síðasta samvera okkar hjóna með Hannesi. Systa var hamingjan í lífi hans og vart hægt að hugsa sér samrýndari hjón. Okkur hjónum þykir miður að geta ekki verið með í að fylgja Hannesi síðasta spölinn en biðjum guð um að vera með Systu, börn- unum og fjölskyldum þeirra og systkinunum Bryndísi og Braga og styrkja þau í sorginni. Sigríður J. Pétursdóttir, stödd á St. Thomas. ✝ Látin er í Råde Noregi elskuleg systir okkar, INGA LÁRA LÁRENTSÍNUSDÓTTIR STRÆDET. Systkinin. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR S. HALLDÓRSSON, er látinn. Anna Dóra Ágústsdóttir, Jóna Ingólfsdóttir, Jakob I. Steensig, Ólöf María Ingólfsdóttir, Gylfi Garðarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÞÓREY UNA JÓNSDÓTTIR, Lækjargötu 10B, Hafnarfirði, lést á heimili sínu fimmtudaginn 7. janúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Maria Coleman, Carl Coleman, Jón Marinósson, Margrét Jónsdóttir, Sverrir Marinósson, Margrét Hannesdóttir, Auður Marinósdóttir, Guðmundur Ingólfsson, Svavar Jónsson, Kristján Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.