Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 ✝ Gunnar Guð-mundur Ein- arsson fæddist að Hörðuvöllum í Hafn- arfirði 5. maí 1929. Hann lést að Hrafn- istu í Reykjavík 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar E. Guð- mundsson stýrimaður og síðar bifreiðastjóri f. 29.10. 1904, d. 5.6. 1981, og Svava Lilja Magnúsdóttir f. 9.6. 1906, d. 26.10. 1976. Hann var elstur af sex bræðrum en tveir bræðra hans létust ungir að árum, þeir Jón Ragnar Einarsson f. 20.9. 1930, d. 7.12. 1953 og Einar Einarsson f. 3.8. 1934, d. 5.9. 1957. Eftirlifandi bræður Gunnars eru Guðleifur Einarsson f. 23.3. 1932, Gústaf Þór Einarsson f. 12.8. 1936 og Magnús Einarsson f. 10.3. 1939. Gunnar kvæntist æskuvinkonu sinni Guðnýju Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 22.6. 1927, í október 1956, en hún lést 25.1. 1979. Þau eignuðust 4 börn, 1) Ragnar Jón arkitekt f. 20.1. 1957, d. 4.3. 2009. Ragnar kvæntist Freyju Dís f. 23.11. 1992 og Kjartan Inga f. 31.1. 2002. Gunnar nam hús- gagnasmíði hjá Víði hf og lauk það- an sveinsprófi árið 1952 og varð síð- ar meistari í greininni árið 1956. Gunnar starfaði um 12 ára skeið við húsgagnasmíðar á húsgagnaverk- stæði Kristjáns Siggeirssonar. Hann flutti til Danmerkur og hóf nám við húsgagna- og innanhússarkitekta- skólann Kunst og Håndverkskolen í Kaupmannahöfn síðla sumars 1964 og lauk þaðan prófi sem húsgagna- og innanhússarkitekt árið 1967. Að námi loknu vann Gunnar skamma hríð á teiknistofu í Kaupmanna- höfn, en flutti að því loknu heim til Íslands og hóf störf hjá Teiknistofu Sveins Kjarval, hvar hann vann skamma hríð. Gunnar hóf síðan störf hjá Arkitektastofu Örnólfs Hall og Ormars Þ. Jónssonar s.f. og vann þar um 19 ár, ásamt því að reka eigin stofu undir nafninu GGE þar til starfsþrek brast. Gunnar hafði mikinn áhuga á myndlist og sótti fjölda námskeiða því samfara, m.a. hjá Myndlistaskóla Reykjavík- ur og Myndlistaskóla Íslands ásamt námskeiðum í litafræðum og hönn- unartækni. Hann var virkur í skáta- starfi alla ævi og gekk einnig í Frí- múrararegluna 1978 og tók eftir það virkan þátt í frímúrarastarfi. Útför Gunnars fer fram frá Bú- staðarkirkju í dag, föstudaginn 5. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Guðlaugu Ernu Jóns- dóttur f. 5.4. 1955, arkitekt, og eignuðust þau 2 syni: Hilmi Berg f. 13.9. 1986 og Arnar Jón f. 16.7. 1989, en Guðlaug Erna átti fyr- ir soninn Janus Christiansen f. 14.2. 1978, uppeldisson Ragnars. Ragnar og Erna skildu. 2) Einar Berg f. 16.8. 1958 verslunarmann, kvæntan Svandísi Báru Karlsdóttur f. 9.3. 1961, sjúkraliða, þau eiga 1 son, Gunnar Þór f. 26.12. 1985. 3) Þór- eyju Björgu f. 28.8. 1960 leikskóla- kennara, gifta Guðbjarti Torfasyni f. 2.8. 1957 flugvirkja, þau eiga 4 börn: Guðnýju Ingibjörgu f. 20.2. 1983, Sólrúnu Ýr f. 6.1. 1985, Torfa Má f. 10.12. 1986 og Trausta Rúnar f. 21.3. 1992, barnabarn þeirra, dóttir Sólrúnar Ýrar, er Þórey Edda Marx f. 9.12. 2006. 4) Hafdísi Lilju f. 11.4. 1965 þroskaþjálfa, gifta Karli Hákoni Karlssyni f. 19.12. 1962, tæknifræðingi, þau eiga 3 börn: Svein Óskar f. 15.3. 1991, Nú eru bráðum 24 ár frá því að ég kynntist Gunnari fyrst, nánar til tek- ið, þegar ég var að draga mig eftir Hafdísi dóttur hans sem síðar varð konan mín. Hann tók mér með hæfi- legum semingi eins og tilheyrir þeg- ar ungir menn fara að gera hosur sínar grænar fyrir yngstu dóttur- inni. Við bjuggum heima hjá Gunnari fyrstu árin og kynntist ég honum vel þessi ár. Gunnar var hlýr og skemmtilegur persónuleiki með skemmtilegan húmor þannig að það var auðvelt að láta sér líka vel við hann. Hann var hugmyndaríkur, vinnusamur og féll aldrei verk úr hendi. Þegar ég kom seint á kvöldin í heimsókn til unnustunnar, sat Gunn- ar í eldhúsinu og steypti gifsplatta í mót. Þegar ég vaknaði morguninn eftir var hann löngu vaknaður og byrjaður að pússa og mála sömu platta. Gunnar byrjaði um miðjan níunda áratuginn að byggja sumarbústað uppi í Borgarfirði sem hann nefndi Asparbarð. Þar ræktaði Gunnar á næstu árum, upp lystigarð á landi sem var erfitt til ræktunar og marg- ur hefði gefist upp við. Svona var Gunnar, það sem hann byrjaði á, lauk hann við. Svo liðu árin, við Haf- dís giftum okkur og fórum að eiga börn. Gunnar var ekki aðeins um- hyggjusamur faðir og tengdafaðir heldur fyrirmyndarafi sem vildi allt gera fyrir barnabörnin. Árið 1994 festum við Hafdís ásamt Gunnari kaup á raðhúsi við Skeið- arvog og bjó hann þar í kjallaranum. Sumir segja að það sé ekki gott að búa í nábýli við tengdafólk sitt en það var í þessu tilviki alrangt. Á þetta sambýli bar aldrei skugga, börnin okkar áttu skjól í kjallaran- um hjá „afa skafa“ eins og þau köll- uðu hann. Hann hafði alltaf tíma fyr- ir þau, kenndi þeim að mála og spjallaði við þau.. Við Hafdís fluttumst með börnin til Danmerkur 1998 þegar ég hóf nám í tæknifræði. Það var erfitt fyrir Gunnar að sjá á eftir fólkinu sínu þar sem þá var hann í raun orðinn einn í húsinu eftir að hafa haft félagsskap undanfarin ár. Engu að síður hvatti hann okkur eindregið til að fara til náms. Á árunum sem eftir fóru, var hann iðinn við að koma að heim- sækja okkur. Þegar leið að fæðingu yngsta sonar okkar kom hann í heimsókn til að taka á móti honum. Við fluttum heim aftur 2002 og það var afskaplega hamingjusamur afi sem tók á móti fólkinu sínu. Næstu árin fengum við að njóta samvista við hann, börnin áttu skjól hjá hon- um sem fyrr, líka sá yngsti sem kom einhverju sinni með vinkonu sína, bauð henni inn hjá afa og kynnti hana fyrir afa sínum sem væri „alltaf svo skemmtilegur“. Gunnar flutti á Hrafnistu vorið 2006, þegar þar var komið var hann kominn með Alzheimer. Hann sat ekki auðum höndum þar frekar en annars staðar, málaði og stundaði handavinnu í iðjuþjálfun auk þess sem hann setti upp málverkasýn- ingu. Gunnar var hagur á bæði tré og járn og auk þess gæddur listræn- um hæfileikum í ríkum mæli. Eftir hann liggur mikið magn af teikning- um og myndum sem prýða heimili barnanna. Hann var ekki maður málskrúðs en lét verkin tala, elskaði fólkið sitt og landið sem við búum í. Takk fyrir kynnin, tengdi sæll, þú gerðir tilveruna skemmtilegri. Karl Hákon Karlsson. Tengdafaðir minn Gunnar Einars- son er látinn. Við vissum öll, að- standendur Gunnars, að hverju stefndi síðustu mánuðina en ekki hefur það létt kveðjustundina. Ég kynntist honum fyrst fyrir um 30 ár- um þegar hann bjó í Fellsmúlanum, þá önnum kafinn við teikniborðið heima fyrir. Íbúðina hafði hann ný- lega standsett og þar upplifði ég handverk fagmanns og listamanns í eigin persónu. Gunnar var einstakt glæsimenni, uppstrílaður og flottur, tilbúinn á fund hjá Frímúrunum og bar alla múnderinguna einstaklega vel. Hann var samt náttúrubarn og fljót- ur að fara í jogging-gallann þegar sá gállinn var á honum og drífa sig út í garð. Hann var alltaf áhyggjulaus um hvernig aðrir hugsuðu um hann og kom alltaf fram eins og hann var klæddur. Það var oft ótrúlegt að fylgjast með honum hvernig hug- myndir hans fengu líf og kraftinn sem bjó í honum þegar að fram- kvæmdum kom. Aldrei hef ég fyrir hitt hjálpsam- ari og umhyggjusamari mann, hvort um var að ræða framkvæmdir eða aðstoð við börnin, alltaf kominn og tilbúinn að leggja sitt af mörkum. Vinnusemin átti sér stundum engin takmörk, en mér fannst óþarfi að hann sæi um að halda mínum garði við líka svo ég einsetti mér eitt árið að vera á undan honum að klippa hekkið og ganga frá garðinum mín- um fyrir vorið. Það hafðist eitt árið og safnaðist saman stór haugur af greinum og öðrum úrgangi fyrir framan húsið. Það dróst eitthvað að fjarlægja hauginn og dag einn er ég kom úr vinnu var hann horfinn. Ég hafði Gunnar lengi grunaðan um að hafa fjarlægt hann þó svo að ég hafi fengið staðfestingu á því seinna að svo hafi ekki verið. Þetta er lýsandi fyrir þann firnakraft sem mér fannst hann búa yfir þó kominn væri vel til ára sinna. Listamaðurinn og hönnuðurinn var aldrei langt undan og listinn af munum, myndum og verkum eftir hann er langur. Hann var sívinnandi að hugðarefnum sínum og áttu dæt- ur hans oft fullt í fangi með að halda þeirra stuðli í hreinlæti innan sinna velsæmismarka. Þegar aldurinn færðist yfir fór meira fyrir náttúru- unnandanum og átti sumarbústaður- inn hans í Borgarfirði og garðrækt hug hans allan síðustu árin, en mest gladdi hann þegar börnin og barna- börnin voru hjá honum. Það var sama sagan með bústaðinn eins og annað hjá Gunnari, þar var melum og mýrum snúið við og ræktaður lystigarður af einstakri alúð. Það var einstaklega sárt og mikil eftirsjá hjá honum að geta ekki haldið því verki áfram en starfsþrekið var farið og veikindin farin að hrjá hann sem komu í veg fyrir að hann fengi að njóta afrakstursins síðustu árin. Gunnar bjó á Hrafnistu í Reykjavík frá 2006 en síðasta ár var honum og öllum aðstandendum ákaflega erfitt. Þegar síðustu jól og áramót gengu í garð vantaði stærsta manninn við borðið, gleðin var einhvern veginn fjarlæg og söknuður í lofti. Þegar nær dró var og ljóst að hverju stefndi sáum við mann saddan líf- daga kveðja, ennþá glæsilegur og fallegur. Ég kveð þig með söknuði og þakka árin sem ég fékk að njóta með þér. Guðbjartur I. Torfason. Þá er komið að leiðarlokum hjá Gunnari tengdaföður mínum. Upp í hugann koma margar minn- ingar. Það eru meira en þrjátíu ár síðan ég hitti fyrst verðandi tengdafor- eldra mína. Gunnar spurði mig auð- vitað hverra manna ég væri, þegar ég kynnti mig fyrir þessum stóra en jafnframt vinalega manni. Eftir fyrsta handtakið var ég fullviss að ég var velkomin. Matarboðin urðu mörg og oft var það Gunnar sem eldaði af mikilli list og oft var spurt „hvernig er sósan, Dísa“ Þetta vekur upp góðar minningar. Ég sé hann fyrir mér sitjandi inni í vinnuherbergi með penna í hönd, vinnusemi var hans einkenni. Eftir andlát Guðnýjar og við Ein- ar flutt í okkar eigin íbúð, kom í ljós hjálpsemi hans og tryggð. Þegar eitthvað þurfti að gera þá var hann mættur. „Þetta verk þurfti að klára.“ Oft var líka komið í heimsókn drukkið kaffi og spjallað en svo var hann farinn, fleiri verkefni biðu. Eftir að Gunnar nafni hans fæðist, þá var ósjaldan komið við og litið á drenginn. Oft kom hann eldsnemma um helgar, drengurinn drifinn í föt og tekinn með í bíltúr. Trjárækt var Gunnari hugleikin Gunnar Guðmundur Einarsson Kæri afi Hannes! Þú varst langbesti afi í öllum alheiminum, þú varst sá skemmtilegasti, fyndnasti og mikið mikið meira. Þú leyfðir okkur alltaf að leika okkur á háaloftinu og niðri á jörðinni. Eyþór Aron Wöhler (7 ára). Kæri afi Hannes! Þú varst sá afi sem allir óskuðu sér og vildu eiga að. Við hlökkuðum alltaf til að hitta þig, tala við þig. Tvö lengstu metin mín í að tala í síma voru við þig og ömmu, mig langaði mikið að hitta þig og sjá þig þá. Frans Vikar Wöhler (11 ára.) Hannes Árni Wöhler ✝ Hannes Árni Wö-hler fæddist í Reykjavík 2. nóv- ember 1939. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudag- inn 3. janúar síðast- liðinn. Útför Hannesar var gerð frá Bú- staðakirkju 8. jan- úar. Elsku afi Hannes! Ég mun ávallt muna eftir því þegar við sát- um saman löngum stundum úti á svölum á öllum þessum hótelum sem við fjölskyldan höfum heimsótt saman gegnum tíðina. Þar sem við ræddum um lífið, tilveruna og veg- inn. Við létum ekki mikinn aldursmun stoppa okkur og alltaf gátum við eytt fleiri og fleiri tímum talandi um hin ýmsu málefni, allt frá fótbolta til þýskrar menningar. Ég mun aldrei gleyma þegar við fórum til Þýskalands saman og þar sást lang- ar leiðir að þú varst á heimavelli og það mun alltaf lifa í minningunni. Það gleymist aldrei þegar þú fékkst mig til að setjast niður með þér í Logalandinu og horfa á hinar og þessar bíómyndir sem ég hafði eng- an áhuga á að horfa á, en svo á end- anum var þetta alltaf hin besta skemmtun. Ég gæti haldið lengi áfram að telja upp góðar minningar um okkur saman. Þín er sárt sakn- að. Hinrik Wöhler. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reit- inn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Ástkær eiginkona mín, GUÐFINNA MAGNÚSDÓTTIR, Árdal, Strandasýslu, er andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Hólmavík föstudaginn 29. janúar, verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður í Óspakseyrarkirkjugarði. Indriði Sigmundsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG KRISTINSDÓTTIR, Katrínarlind 2, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut að kvöldi þriðjudagsins 2. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Einar Eggertsson, Eggert Ólafur Einarsson, Anna Sigurveig Magnúsdóttir, Magnea Einarsdóttir, Þorsteinn Sverrisson, Unnur Einarsdóttir, Jóhannes Helgason, Áslaug Einarsdóttir, Gunnlaugur H. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og vinkona mín, INGIBJØRG JOHANNESEN, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 22. janúar. Bálförin hefur farið fram. Þökkum alla velvild í hennar garð, fyrr og síðar. Jón Á. Ásgeirsson, Halldóra Ásgeirsdóttir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Eiríkur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.