SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 4
4 5. desember 2010 Allt bendir til þess að á þessu ári verði meiri fjármunir veittir til hjálparstarfs í heiminum en nokk- urn tímann fyrr. Þegar flóðbylgj- urnar gengu yfir Suðaustur-Asíu árið 2005 var sett nýtt met en þá námu framlög til neyðaraðstoðar 13,1 milljarði Bandaríkjadala. Í byrjun október á þessu ári höfðu hins vegar 12,8 milljarðar Banda- ríkjadala þegar verið veittir í neyðaraðstoð, m.a. í Pakistan og á Haítí, og þá voru enn fjórir mán- uðir eftir af árinu. Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children, At a Crossroads: Hum- anitarianism for the Next Decade, kemur fram að líklega muni þörfin fyrir neyðaraðstoð stóraukast næstu árin, m.a. vegna nátt- úruhamfara af völdum loftslags- breytinga og mannfjöldaaukn- ingar. Enn fremur kemur fram að viðkvæmt pólitískt ástand muni víða hamla eða gera hjálparstarf flókið og vandasamt. Þörfin hefur aldrei verið meiri Þörfin fyrir neyðaraðstoð á eftir að stóraukast á komandi árum. Morgunblaðið/Þorkell V etur nálgast nú óðum í Pakistan en rúmlega þrír mánuðir eru liðnir frá því að flæddi yfir um það bil fimmtung alls landsvæðis þar í landi. Samkvæmt töl- um frá UNICEF eru enn um 7 milljónir manna án viðunandi húsaskjóls af þeim 20,5 milljónum sem urðu fyrir áhrifum vegna flóðanna og er allt kapp lagt á að koma sem flestum í var áður en kuldi og snjór leggjast yfir landið. Nú þegar hefur fryst á sumum þeirra svæða sem urðu illa úti í flóðunum og óttast er að auk sjúkdóma eins og malaríu, nið- urgangs og hitasóttar, muni lungnabólga breiðast fljótt út ef ekkert verður að gert. Barnaheill – Save the Children eru meðal þeirra hjálparsamtaka sem hafa verið einna atkvæðamest í hjálparstarfinu á flóðasvæðunum og er starf þeirra þar í kjölfar flóðanna það umfangsmesta í 92 ára sögu samtakanna. Að sögn Petrínu Ásgeirs- dóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla hér á landi, keppast samtökin nú við að deila út matvælum, hlýjum fatnaði, ábreiðum og skýlum fyrir vet- urinn. Samtökin hafa lengi verið með starfsemi í Pakistan en starfa í alls 120 löndum og er meg- inmarkmið þeirra að tryggja mannréttindi og vel- ferð barna. „Við leggjum áherslu á að eitt af því fyrsta sem gert er þegar öðrum grunnþörfum hef- ur verið mætt er að koma börnunum inn í rútínu; sjá til þess að þau fái skólagögn og leikföng og annað sem þau þurfa auk matar og vatns. Það hef- ur sýnt sig að það er mjög mikilvægt að börnin finni fyrir öryggi þar sem þau eru og við reynum að koma leikskólastarfi og kennslu af stað eins fljótt og hægt er.“ Óttast lungnabólgufaraldur Barnaheill – Save the Children hafa hingað til veitt um 2,1 milljón einstaklingum neyðaraðstoð á flóðasvæðunum og einn af mörgum mikilvægum þáttum aðstoðarinnar er að fræða fólk um hrein- læti og sjúkdómavarnir. „Þegar fólk býr við þessar aðstæður skiptir hreinlæti alveg gríðarlega miklu máli. Fólk verður að hafa aðgang að hreinu vatni til drykkjar og hreinlætisaðstöðu til þess að koma í veg fyrir að lífshættulegir sjúkdómar, sem auðvelt væri að halda í skefjum við aðrar aðstæður, brjót- ist út,“ segir Petrína, en um þessar mundir er unnið að því í samráði við yfirvöld á svæðinu að veita sérstaka fræðslu um hvernig forðast megi að veikjast af lungnabólgu. Sjúkdómurinn er að- aldánarorsök barna undir 5 ára aldri í Pakistan og 85 þúsund börn deyja árlega úr honum þar í landi. Milljónir manna búa við mjög þröngar aðstæður á flóðasvæðunum, sem auk kuldans og almenns matarskorts stóreykur líkurnar á útbreiðslu sjúk- dómsins. Þrátt fyrir öflugt hjálparstarf á svæðinu þarf miklu meira til, sérstaklega nú þegar vetur nálg- ast. Meðal þess sem liggur á að gera er að koma þeim í skjól sem enn eru á vergangi, tryggja þeim 100 þúsund konum sem von eiga á barni á næstu mánuðum aðgang að hreinu vatni og læknisþjón- ustu og finna úrræði fyrir þúsundir manna sem enn eru einangraðir vegna flóðanna, en yfirvöld í Pakistan telja að um 40% þeirra vega sem enn eru undir vatni, verði það áfram næstu 6 mánuðina. Snjókoma er einnig líklegt til að hamla aðgangi fjölda fólks að nauðþurftum og neyðarþjónustu. Vetur leggst yfir flóðasvæðin Nú frystir víða í Pakistan en enn eru 7 milljónir manna án húsaskjóls eftir flóðin síðastliðið sumar Enn er fjöldi fólks fastur á svæðum þar sem flætt hefur yfir vegi. Ljósmyndari/Colin Crowley Reynt er að tryggja aðgang að hreinu vatni. Vikuspegill Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Flóðin í Pakistan hóf- ust í kjölfar mikilla rigninga í júlí síðast- liðnum í héruðunum Khyber Pak- htunkhwa, Punjab, Balochistan og Sindh. Talið er að um 1.800 dauðsföll hafi orðið af völdum flóð- anna en milljónir manna misstu heimili sín og lífsviðurværi. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, sagði hörmungarnar „eina mestu prófraun á samstöðu jarðarbúa, nú um stundir“. Skelfilegar afleiðingar Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Jólauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu mánudaginn 6. desember, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Louisa M atthíasdóttir Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: í dag sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Boðið verður upp á léttar veitingar: Jólablanda frá Vífilfelli · Konfekt frá Góu-Lindu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.