Austri - 28.01.1964, Blaðsíða 4

Austri - 28.01.1964, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Neskaupstað, 28. janúar 1964. Skýringar viö „gaman og alvöru" Bjarna Þórðarsonar í síðasta Austurlandi, er okk- ur fulltrúum Framsóknarflokks- ins í bæjarstjórn Neskaupstaðar, helgaður allmikill h.uti af því góð- gæti, sem blaðið ber á borö fyrir lesendur sína. Auðvitað er það skrifað af þeim heiiindum og drengskap, sem er aðalsmerki rit- stjórans, með tilheyrandi útúr- snúningum og getsökum. Bjarni Þórðarson segir, að sálin í mér sé fjarska lítil. Hann hefur sjálfsagt fengið þann hæfi- leika með öðrum fleiri, að mæla sálir manna. Mælikvarðinn senni- lega fenginn frá vinum hans í austri, enda kváðu þeir lengst komnir í heilaþvotti og slíkum kúnstum. Bjarni gefur í skin, að svo miklir kjánar séu fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórninni, að ekki sé þeim láandi „séníun- um“ hans megin, þótt þeir eigi stundum bágt með að verjast hlátri. Ekki var flokksbróðir hans, sem fann sig knúinn til á síðasta fundi, að standa upp og afsaka fífialæti þeirra félaga, á sama máli. Hann sagði, að þeir æltu svo ósköp erfitt með að hiæja ekki, þegar þeir heyrðu menn komast vel og hnittilega að orði. Ég veit hins vegar, að hvorug skýringin er rétt. Þetta er ein af aðferðum kommúnista, þegar þeir eru í vandræðum, þá leika þeir bara fífl. Annars get ég sagt Bjarna það, að ég er ekkert spéhræddur og það skiptir mig engu, þótt hann og félagar hans geri sig að viðundrum. Áhugi okkar á hafnarbótum á að vera eintómt yfirskin og hræsni. Eftir okkur er haft, að á hverri kúvík á landinu sé meira gert en hér. Þetta eru ekki okk- ar orð, heldur eins af flokks- bræðrum Bjarna, sem lýsti nokk- uð ástandinu í hafnarmálum okkar. Eftir ræðuna var hann líka látinn fara heim og annar þægari látinn taka sæti hans. Hefði kannski orðið erfitt að fá þenn- an flokksmann til að greiða at- kvæði gegn tillögu okkar um framlag til hafnarbóta. Saga Bjarna Þórðarsonar í hafnarmál- um er sú, að svo lengi sem hann hefur getað og þorað, hefur hann þvælzt fyrir og reynt að draga á langinn, ailt sem til fram- fara hefur horft, enda þótt gott að bránsa með hafnarsjóðinn. Það er ábyggilega ekki hans dyggð að þakka, að þar hafa ekki verið gjörð stór afglöp, sem erfitt hefði verið að bæta. Nátt- úrlega þykist Bjarni hafa miklu meira vit á þessum málum, held- ur en við Sigurjón, enda fátt á jörðu hér, sem hann og félagar hans þykjast ekki hafa meira vit á en aðrir menn. Hafnarsjóður á að fá nokkúrt fé á þessu ári, þótt það sé ekki eins mikið og við hefðum kosið. Er ég þó í mjög miklum vafa um, að það fé verði notaö til hafnarbóta. Kæmi mér eKki á óvart, þótt Bjarni og Co. helðu þar önnur sjónarmið, enda upplýsLi hann, að viö þyrítum að hvila okkur í hafnarmálum. Hann er sjálisagt svona þreyttur aum- ingja maöurinn og skyidi engan undra það. Félagsheimiiið er mik- ío númer hjá bæjarstjóranum. Sé um það rætt, þá er nú ekki þreyt- unm iyrir aö fara né talaö um aö hvíla sig. Verst er, að það skuii ekki vera svona þrisvar sinnum stærra, því þá væri hægt að láta sér endast það lengur til kosningaáróðurs. Það vita ailir, aö félagsheimili eru nauðsynleg- ar stofnanir, enda komin í ilest byggðariög landsins og eram vio eng.r frumherjar þar. Munu æði margir hafa verið þar á und- an okkur, þótt ekki nytu þeir stjórnar kommúnista. Bjarni og féiagar hans hafa heldur ekkert af mörkum látið fram yfir aðra bæjaibúa til félagsheimhisins hér, þótt þeir séu að reyna að slá sig tii nddara í þeim efnum. Hitt er annaö mál, aö stofnunin væri kannski betur á vegi stödd, ef aðrir raunsæiri menn hefðu þar einhverju um ráðið. í þessu sam- bandi er rétt að geta þess, að einn bæjarful.trúinn upplýsti fyr- ir skömmu, að talsvert hefði mátt gera fyrir þá fjármuni, sem kommúnistar sóuðu frá félags- heimilinu, til að búa sér kosn- inganúmer við síðustu bæjar- stjórnarkosningar. Það er ekki nóg að samþykkja stór fjárfram- lög. Þar veldur hver á heldur. Tveim dögum eftir að ég las grein Bjarna í Austurlandi, átti ég leið framhjá Gúttó. Sá ég þá bæjarstjórann standa þar með hálfgerða munnherkju af kulda og virtist vera í einhverjum stimpingum. Ég fór að hyggja að, hvað þarna væri um að vera. Komst ég fljótlega að því, að þarna var Kvennadeild Siysa- varnarfélagsins að halda tombólu í gamla Gúttó og blessaður bæj- arstjórinn að reyna að ná sér í númer. Ég hélt för minni áfram, en hugsaði með mér, að mikill skelfiiegur munur hefði það nú verið fyrir mannaumingjann, ef félagsheimilið hefði verið búið hvað smíði snertir. Þá hefði hann getað þumbazt uppi á lofti í hit- anum. Það er náttúrlega engin aðstaða niðri til svona hluta. Þeir félagar börmuðu sér yfir því á bæjarstjórnarfundi, að fé- lagslíf, íþróttir og annað, sem til menningarmála teldist, væri í öldudal. Má það mikið vera, eftir að þessir miklu andans- og at- gerfismenn hafa ráðið hér lög- um og lofum í rúman hálfan ann- an áratug, jafnt hvað þessi mál snertir sem og á öðrum sviðum. Þeim finnst nú heldur rýr eftir- tekjan, miðað við allt það erfiði, sem þeir hafa á sig lagt til að manna Norðfirðinga til sálar og líkama. En nú fundu þeir út hvað vantaði. Við byggjum bara 10 milljón króna íþróttahús og þá verður alit í himna lagi. Menn- ingunni bjargað. íþróttavöllinn þarf ekki meira að hugsa um, enda virðist knattspyrnunni lít- ið hafa farið fram við tilkomu hans. Svo er hann svo anzi óþæg- ur, er eiginlega aldrei kyrr, þar sem hann á að vera. Hann á það jafnvel til, að skríða langleiðina inn til bæjarstjórans, eða stund- um alla leið út í sjó. Það er þó eitt við mannvirki þetta, það er gott vitni um verkhyggni og íramkvæmdi: þeirra félaga, til að efla íþróttalífið, enda það eina, sem eftir þá liggur á því sviði. Það þarf engan að undra, þótt við vantreystum þeim til að koma upp 10 milljón króna íþróttahöll. Eskifirði 18. jan. — K.I. ;ur eru út frá 5 bát- Stærstur er Jón son, er landsins Þorláks- 278 lest- ir. Hinir bátarnir eru Seley, Guð- rún Þorkelsdóttir, Vattarnes og Steingrímur trölli. Eskifjarðarbát ai' eru aliir á útilegu, og þurfa að sækja afla sinn all langar leiðir. Alla jafna er sótt suður í Mýra- bugt eða Meðallandsbugt, en það er 16—18 tíma sigling frá Eski- firði. I fyrra voru fjórir bátar gerð- ir út frá Eskifirði, þeir sömu og nú, nema Jón Kjartansson. Heppnaðist þá vertíð vel, að því er segja má. Aflahæsti bátur var þá Vattarnes með 720 lestir af aðgerðum fiski með haus. —ó— Hafin er á Eskifirði bygging nýrrar hafnar. Er henni ætlaður staður innarlega í kauptúninu, nokkru innan við svonefndan Framkaupstað. Hér er um að ræða garð til hlífðar fyrir utan- átt, uppfyllingu og stálþil, er verða mun um 150—160 m á lengd, þegar smíðinni er að fullu lokið, en áætlað er að vinna að hafnargerðinni í áföngum. Nú stendur yfir bygging 17 íbúðarhúsa á Eskifirði, þar af eru 5 verkamannabústaðir. Auk Ég nenni nú ekki að fara að elta ólar við Bjarna um bruna- bótaþvælu hans. En það er skoðun mín, að í félagi, þar sem enginn þykist þurfa að standa til andsvara af greiðslum, imuni geta orðið leit að þeim, sem heim- ild hefur til að taka á móti styrkjum. Þegar hann er fundinn og ég sé að eitthvað er starfað, sem til heilla horfir, skal ekki standa á mínu atkvæði. Eftir fjárhagsáætlun bæjarins eiga Norðfirðingar nú að greiða nær 7 milljónir i útsvör, sem munu að langmestu leyti greið- ast af einstaklingum. Eftir upp- lýsingum bæjarstjórans, munu nú vart nema 2 fyrirtæki hér í bæ, sem geta talizt bjargálna. Ekki er það nú neitt glæsileg útkoma frekar en í menningarmálunum, eftir 17 ára forsjá kommúnista. Ég býst við, að þegar menn fara að fá gjaldseðlana sína með vor- inu, kunni það að flögra að ein- hverjum, að ekki séu það nú allt gjafir frá Bjarna og Co. sem gert er á Norðfirði. Og talsvert munu þeir félagar hafa handa á milli, en kannski ekki alltaf farið eins viturlega með, sem skyldi. Haukur Ólafsson. þess er hafin bygging læknisbú- staðar. Á yfirstandandi ári er áætlað að byggja 6 íbúðir til útrýming- ar heilsuspillandi húsnæðis. Þar að auki munu á döfinni allmarg- ar nýjar íbúðarbyggingar. Hús- næðisskortur hefur verið tilfinn- anlegur á Eskifirði að undan- förnu. Er það bein afleiðing fólksfjölgunar í kauptúninu, en Framh. á 2. síðu. LJ Og nú er maður að stækka fjárhúsin, enda veitir ekki af, þegar hver rolla verður að hafa heilan hrút. Þetta er nú nokkuð dýrt, en það stóð ekki á láninu hjá honum Benjamín mínum í Framkvæmdabank- anum. FREGNAD ÚR FJÚRDUNGNUM

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.