Austri - 01.12.1964, Blaðsíða 4

Austri - 01.12.1964, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Neskaupstað, 1. desember 1964. „Þaðan siafar siyrkur sá og hreysii —" Skáld eru stundum ómyrk í máli. Einatt gefst þeim víðari sýn um vettvang en allri alþýðu. Davíð Stefánsson er skáld hinna dreifðu byggða. Hann virt- ist aldrei efast um gildi sveita- byggðar og ræktunarstarfa. Orð þau, sem hér eru höfð að yfir- skrift eru hans. Þau eru upphaf að snjöllu kvæði, þar sem þáttur strjálbýlisins í byggingu borganna er dreginn fram í örfáum drá'.t- um. Uimi árabil hefur margt verið rætt um byggðajafnvægi á Is- landi. Nokkrar aðgerðir hafa ver- ið framkvæmdar í jafnvægisátt, en mætt misjöfnum skilningi og mörgum kippt til baka. — Engar skipulagðar heildaraðgerðir haca átt sér stað. Ráðamenn hafa verið hikandi. Jafnvægisaðgerðirnar hafa verið einskonar feimnisimál. Þeirrar skoðunar hefur gætt — og meira en lítið — að skipulögð beining fjármagns frá höfuðborgarsvæð- inu til sjávar og sveitabyggða í öðrum landshlutum væri ölmusu- starfsemi, sem ekki ætti sinn líka með nálægum þjóða.Ti. Ekki hafa Faxaflóamenn verið einir um þá skoðun. Hún hefur einnig verið til staðar úti á landi og valdið því, að menn þar hafa farið hjá sér við kröfugerðir sínar á hend- ur mannfélaginu. Naumast þarf að rökstyðja það sérstaklega fyrir almennum blaða- lesanda, að svona hefur þetta ver- ið ■— og er raunar enn. Öldruð kaupkona í Reykjavík sagði við imig á bátagjaldeyris- tímabilinu, að ég veit svo sem ekki, hvað lengi við (kaupsýslu- fólkið) getuim haldið þessu (út- gerðinni) gangandi. Það var auð- heyrt á tóninum, að gjarnan vildi hún gera sitt bezta, blessuð gamla konan, enda var þetta vel- viljuð manneskja og vel hugs- andi, eins og stundum er sagt. Þessar hugmyndir kunningja- konu minnar eru býsna einkenn- andi fyrir viðhorf fjölmargra gagnvart undirstöðuatvinnuveg- unui.n og því fólki sem að -þeira vinnur víðsvégar um landið. Nú er það alkunna, að í sjáv- ■ corpum og sveitabyggðum vinn- ur nálega hver maður beint að framleiðslustörfum. Til eru tölur sem sýna það og sanna, að hlutur austfirzku sjáv- arplássanna í útflutningnum var ótrúlega mikill pr. mann fyrir síld. Og imatvælaframleiðsla sveit- anna hefur stöðugt aukizt þrátt fyrir fækkandi hendur og nemur orðið milljörðum smákróna að verðmæti. Nú hefur síldin margfaldað út- flutningsverðmætið frá Austur- landi. En margir eru þeir sem skiija þann bevís einan, sem skráður er imilljónum, helzt milljörðum. Nú er lag, Ljótur, sagði þingmaðurinn forðum tíð. Er ekki nú gullið tækifæri fyrir okkur að gera kröfur okkar um eðlilega hlutdeild í fjármagni þjóðarinnar gildandi ? En þó að uppgangstímar í at- vinnulegu tilliti í einstökum landshlutum gefi gullin tækifæri og treysti á marga lund aðstöðu þeirra, er hnossið hreppir hverju sinni, þá skildu imenn eigi síður hafa augu opin fyrir öðrum og varanlegri fyrirbærum. Kröfur dreifbýlismanna á hendur mann- félaginu um réttan hlut, eiga sér einnig aðrar forsendur, þó hér verði á fátt eitt drepið. Eða hversu mörgum milljónum, milijörðum, hefur strjálbýlisiólk- ið, um meira en hálfrar aldar skeið, varið til uppeldis og mennt- unar þess hluta barna sinna, er síðan hverfa suður og gerast burðarás í uppbyggingunni þar? Margir eru og þeir, sem síðan fara í slóð barna sinna sem aldr- aðir einstaklingar og hafa þá iðulega á brott með sér veruleg verðmæti. Og alltítt er það, að dugandi menn, sem hafa efnazt ai' atvinnurekstri, verzlun eða á Ennan hátt, dragi sig suður, þar sem þeim sýnist fleiri kosta völ, Engar viðurkennlar tölur munu til um þessa hluti, en dæmin eru deginum ljósari og þróunin auð- sæ. Sama gildir um þann gífurlega skatt sem höfuðborgin heimtir af gervallri landsbyggðinni í gegn- um innflutningsverzlunina. Á þessum forsenduiihl og öðrum hliðstæðum á landsbyggðin að reisa kröfur sínar um skipulagð- ar, víðtækar aðgerðið í jafnvægis- átt. Þann hugsunarhátt, að slí ar kröfur séu í ætt við ölmusur eða betl, þarf að afmá með öll i, enda er ekkert fráleitara. Hér getur aldrei orðið um að ræða annað né meira en það, að aftur verði skilað hluta af þ I, sem dreifbýlið hefur þegar lá ið þéttbýlinu í té. Auk þess se n byggðajafnvægi orkar ölluimi t 1 blessunar, hvar á landinu, se:n þeir eru búsettir. Okkur verður stundum tíðlitið til annarra þjóða. Að öllu má of mikið gera. Og oft er furðulegt að sjá og heyra hversu upptekn- ir menn eru af erlendum „fyri •- mvndum“. En vissulega má líka margt læra á þeim vettvangi o:t. og einatt. Og nágrannar okkar suroir hverjir hafa átt við að etja jafn- vægisvandamál ekki síður en við. Sumir þeirra, t. d. Bretar og Norðmenn, hafa þegar gert mynd- arleg átök alveg ófeiimnir. Er á- reiðanlega ómaksins vert að kynnast því hvernig þeir ihafa brugðizt við, enda eru staðhættir t. d. í Noregi býsna líkir okkar eigin. En fyrst og fremst skyldum við þó heyja baráttuna á þeiim forsendum, sem fyrir liggja á heimaslóðum. Nú er e. t. v. alveg sérstakt tækifæri fyrir Austurland að rétta hlut sinn, eins og áður er vikið að. En það skal einnig endurtek- ið: Innlög strjálbýlisins eru slík, að þau réttlæta gjörsamlega sér- hverja kröfugerð. Og þjóðfélags- legt gildi blómlegra byggða um gjörvalt landið við sjó og í sveit, er ekki einasta að finna í sýnum skálda. Það er veruleikinn sjálfur. V. H. Veglegt verk að vinna Framhaid af 1. síðu. ur eru sunnanlands og koma varla til að veita verkafólki ann- ars staðar að á landinu sumar- yndi. Því er hér verk að vinna fyrir okkur Austfirðinga. Hér er það orðið of fágætt að verkamenn taki sér almennilega hvíld frá störí'um. Fegursti hluti sumarsins íer venjulega í síldarstörxin, jafnvel sólarhringinn langan. Síð- an koma haust og vetur, og þá er úti tækifærin til að njóta sum- aryndis. Flestir munu sammála umi það, að bygging slíkra orlofsheimila heyri til þjóðþrifamála, en vissu- lega er átak að koma þeim upp. Sú spurning hlyti skjótlega að krefjast svars hér eystra, hvort réttara og skynsamlegra væri, að einstök verkalýðsfélög réðust í að byggja handa sínum félögum, eða hvort ekki væri rétt og eðli- legt að öll félögin ynnu sameigin- lega að því að koma á fót einni eða fleiri orlofsnýlendum fyrir austfirzka verkamenn sameigin- lega. Báðar leiðirnar hefðu tii £Íns ágætis nokkuð. Búast má við því, að ef félögin legðu hverf fyr- ir sig í byggingar, þá yrðu þær nálægt heimahögum. Það er kost- ur að því leyti til, að þá gætu félagar og fjölskyldur þeirra oft- ar átt kost á að sækja þangað heiim. Hinsvegar má búast við, að minnstu verkalýðsfélögin teldu sig ekki hafa mátt til að ráðast ein í slíkar byggingar og kynnu því meðlimir þeirra að verða út- undan. í sameiginlegan byggingarsjóð gætu hinsvegar allir lagt sitt, og þá fengi allt verkafólk á Austur- landi aðgang að slíkum hvíldar- stöðvum. Kostur við sameiginlega bygg- ingu gæti það talizt, að þá yrðu •mienn að taka sig upp frá heima- högum og heimsækja og dvelja í öðru umhverfi, og í því getur vissulega verið hvíld. En þetta eru aðeins vangavelt- ur, því auðvitað á austfirzkur verkalýður sjálfur að ráða þessu máli. En náttúra Austurlands er furðu fjölbreytt. Við eigum skóga sem ekki eiga sína líka í öðrum landshlutum. Austfirzkar hús- mæður eiga þegar orðið imlargar góðar minningar úr Hallorms- staðaskógi frá orlofsdvölum sín- um þar, og kynni ekki að vera að í lundum einhverra hinna aust- firzku skóga finndust rými undir orlofs- og hvíldarheimili aust- firzks verkafólks? MENNTASKÓLI Framh. af 2. siðu. þróunin verða, ef stofnaður yrði menntaskóli á Austur‘landi“. I lok greinargerðarinnar segir, eð vissulega geti aðrir staðir á Austurlandi komið til greina, sem menntaskólasetur, svo sem ‘Egils- staðakauptún. Á þessu stigi málsins er öld- ungsis ómögulegt að segja um, hvern framgang málið hlýtur annað en það, að menntamálaráð- herra mun ekki telja það tíma- bært, og kann það að ráða úrslit- um í þessum áfanga. AUSTANPÓSTUR Framh. af 2. síðu. fyrirtækin þyrftu að geta legið með nægar birgðir af sementi, en bafa blátt áfram ekki efni á því. Hvaða leiðir til úrbóta Austri telur sig sjá í þessum efnum, færðu að sjá hér á öðrum stað í blaðinu. Oddur á Skarðinu: Að loknu kommaþingi: Brynkar hefnda hugðu til hýddiu strákatappana Lúðvík sigldi beggja þil en brosti gleitt til kappanna.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.