SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 4
4 2. október 2011
Til sölu mjög vel staðsett iðnaðar- og fiskvinnsluhús að
Hafnargötu 28 í Grindavík, stendur við hliðina á nýju
tjaldstæði Grindavíkur. Húsið er samtals 1.380 m , sem
skiptist í 974 m iðnaðarhús/fiskvinnslu á einni hæð og
404 m viðbyggingu á tveimur hæðum. Hlutar hússins er
í útleigu í dag. 6 innkeyrsludyr, þ.a. 5 nýjar. Eignin er til
þess að gera tilbúin undir fiskvinnslu, mjög lítið þarf að
gera til að endurnýja vinnsluleyfi. Gott tækifæri fyrir
nánast hvaða starfssemi sem er.
Verð: 65.000.000 kr.
Nánari upplýsingar hjá Fasteignasölu Reykjaness
í síma 533 4455 og/eða www.neteignir.is
Til sölu iðnaðar- og
fiskvinnsluhús í Grindavík
Wangari Maathai barðist
lengi fyrir endurheimt
skóga í Kenía og grasrót-
arhreyfingin sem hún stofn-
aði, Græna beltið, tók einn-
ig til hendinni í
nágrannalöndunum, m.a.
Eþíópíu og Sómalíu. Undir
merkjum Græna beltisins
hafa milljónir trjáa verið
gróðursettar.
Maathai hélt því alla tíð
fram að skógareyðing hefði
gríðarleg áhrif á allt lífríkið
og þar á meðal afkomu
fólks.
Maathai tók því virkan
þátt í umræðunni um orsakir hung-
ursneyðarinnar sem nú geysar í
Austur-Afríku og hefur kostað þús-
undir manna lífið.
Maathai sagði í sumar að nauð-
synlegt væri að takast á við orsök
þurrkanna, sem væri ofnotkun á
landi. „Við höfum talað um hnign-
un landgæða í áratugi,“ sagði
Maathai í útvarpsviðtali. „Því mið-
ur hafa stjórnvöld á þessum svæð-
um ekki hlustað og ekki tekið
áhyggjur okkar alvarlega.“
Matthai sagði gríðarstóra skóga
fellda til að brjóta land til beitar, án
alls framtíðarskipulags. Þetta
hefði mjög alvarleg áhrif á árnar,
þeim væri veitt á tún og næðu því
ekki til þeirra svæða sem nú hefðu
orðið hvað verst úti í þurrkunum.
Maathai talar á ráðstefnu í Danmörku
2009, klædd norskri lopapeysu.
Reuters
Beitarlönd þurrka út skóga
og valda neyð
M
örg stríð eru háð vegna bar-
áttu um náttúruauðlindir
sem eru að verða af skorn-
um skammti. Ef við ein-
beittum okkur að því að vernda auðlindir
okkar þyrfti ekki að berjast um þær.
Þannig er náttúruvernd nátengd því að
halda friðinn í heiminum. Við sem erum
meðvituð um þetta berum því mikla
ábyrgð. Við megum ekki þreytast, við
megum ekki gefast upp, við verðum að
halda áfram.“
Þessi orð kenísku baráttukonunnar
Wangari Maathai, er hún tók við frið-
arverðlaunum Nóbels árið 2004, lýsa
baráttu hennar í hnotskurn. Maathai var
óþreytandi við að vekja athygli á mik-
ilvægi náttúruverndar, kvenréttinda og
friðar og taldi þessa þætti þétt samantv-
innaða. Maathai, sem fæddist árið 1940,
lést í vikunni eftir baráttu við krabba-
mein.
Lífsgæðin aukin
Wangari Maathai stofnaði árið 1977
Græna beltið, hreyfingu sem miðaði að
því að vernda umhverfið og nýta náttúr-
una á sjálfbæran hátt, en gríðarleg skóg-
areyðing hafði orðið á stórum svæðum í
Kenía, líkt og víðar í Afríku. Á löngu
tímabili höfðu upprunalegir skógar í
fjöllunum í Kenía verið ruddir og í stað-
inn gróðursettar fljótsprottnar trjáteg-
undir. Einhæf ræktunin hafði mikil áhrif
á allt lífríki skóganna og þurrkar og eðju-
flóð úr bröttum fjallshlíðunum gerðu
svæði óbyggileg.
Maathai hafði alla tíð trú á að konur
væru lykillinn að því að vernda umhverf-
ið, þær væru ábyrgðarmenn hvers heim-
ilis, ræktuðu matvælin, söfnuðu eldiviði
og þekktu jarðargæðin. Því ákvað hún að
uppfræða konur í sveitum landsins um
náttúruvernd, hvernig væri hægt að nýta
landið á sjálfbæran hátt og uppskera auk-
in lífsgæði um leið. Með því að fá kon-
urnar í lið með sér við skógrækt og að
berjast fyrir bættum aðgangi að hreinu
vatni myndaðist öflug hreyfing, aðallega
kvenna, sem enn í dag nýtur mikillar
virðingar meðal almennings í Kenía og
víðar í Afríku.
„Konur eru orðnar þess meðvitaðar að
þær, frekar en stjórnvöld, eru varðmenn
umhverfisins,“ sagði Maathai í ræðu árið
1994.
Pólitíska lífið
En Wangari Maathai var þó umdeild og
lenti ítrekað upp á kant við stjórnvöld. Á
áttunda áratugnum, er fyrrverandi eig-
inmaður hennar var í kosningabaráttu til
þings, fór hún að móta pólitískar hug-
myndir sínar frekar og tengja þær við
umhverfisvernd og atvinnusköpun. En
frami eiginmannsins þáverandi var fyr-
irferðarmikill. Maathai sat þó ekki auð-
um höndum og úr varð stofnun Græna
beltisins. Eftir að hafa skilið við eig-
inmanninn, sem varð mikið fjölmiðla-
mál, fór hún að einbeita sér að eigin
frama í stjórnmálum. Það gekk ekki
átakalaust fyrir sig. Um tíma var hún of-
sótt af pólitískum andstæðingum, svo
mjög að hún treysti sér ekki til að hafa
börnin sín hjá sér. Hún komst loks á þing
árið 2002 og hlaut þá yfirburðakosningu.
Eitt helsta baráttumál Maathai alla tíð
var aukið lýðræði en lýðveldið Kenía var
ungt að árum og spilling gegnsýrði
stjórnmálin. Þó að Græna beltinu, með
sínum mannúðlegu baráttumálum, væri
víðast hvar vel tekið af almenningi litu
stjórnvöld á hreyfinguna sem ógn við
ríkjandi öfl og lögðu því oft stein í götu
hennar.
Konur varðmenn
umhverfisins
Baráttukonan og
friðarverðlaunahafinn
Wangari Maathai látin
Wangari Maathai fagnar með samlöndum sínum er hún kom heim frá Noregi þar sem hún
hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2004. Þessi mikla baráttukona var 71 árs þegar hún lést.
ReutersSpjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey og
Hollywoodleikarinn Tom Cruise fagna Ma-
athai er hún hlaut friðarverðlaun Nóbels.
Vikuspegill
Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is
Wangari Maathai fæddist í
Nyeri í Kenía árið 1940.
Hún var fyrsta konan í Aust-
ur- og Mið-Afríku til að fá
doktorspróf. Hún nam líf-
fræði við Mount St. Scho-
lastica-háskólann í Kansas
1964 og lauk svo mast-
ersprófi frá háskólanum í
Pittsbourgh. Doktorsprófið
tók hún svo við háskólann í
Nairobi.
Fékk fyrsta
doktorsprófið
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti
gleðst með Wangari Maathai.