Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 spretta upp brekku og fara í kalda sturtu. Auddi sagði Eiði Smára frá þessu í bílnum á leiðinni á Nou Camp og hann hló mikið að þessu. Á meðal Eiður var pollrólegur yfir El Clásico töluðu þeir um að það væri kannski nágrannaslagur milli Fram og Þróttar og þá væri Hannes mættur í köldu sturtuna (hlær). Alltaf þegar ég tala við Eið spyr hann mig hvað sé að frétta af rútínunni. Ég hef boðist til að sýna honum göngustíginn ef hann vill fara að gera eitthvað af viti í boltanum. Hvernig var að leikstýra Mannasiðum Gillz? Þetta var í raun í fyrsta skipti sem ég tekst á við leikið efni. Þetta var stórt og spennandi verkefni sem var mjög gaman að takast á við. Við fengum marga góða leikara í þættina og það var gaman að kynnast þeim. Egill er líka hvers manns hugljúfi og það er gaman að vinna með honum. Hann er fyndinn og skemmtilegur og fær toppeinkunn frá mér. Það var auðvitað mjög gaman hvað þetta gekk vel og hvað það var vel tekið í þetta. Við renndum svolítið blint í sjóinn í byrjun, vorum með nýtt form sem við vissum ekki hvernig myndi ganga í fólk og Egill alltaf með einhverjar blammeringar hægri vinstri í fjölmiðlum að pirra einhverja femínista (hlær). En þetta gekk rosa vel og það verður gerð önnur sería sem verður skotin í október og sýnd væntanlega í byrjun næsta árs. Þú gerðir Leynilöggutrailerinn með Audda og nú hefur verið rætt um að þið ætlið að gera bíómynd. Hvað er að frétta af því? Við Auddi heyrumst reglulega og það er kominn smá hópur sem ætlar að skrifa handrit að mynd og stefnan er að gera það í sumar. Sena vill taka þátt í að framleiða myndina. Menn eru hins vegar uppteknir í öðrum verkefnum líka og það gengur misauðveldlega að hóa saman hópnum. En það er kominn sögu- þráður og það er eitthvað að malla. Ef þessi mynd verður að veruleika held ég að hún verði mjög fersk og eitthvað sem við erum ekki vön í íslenskri kvikmyndagerð. Hreinræktuð gamanmynd en líka hasar með spennu, spreng- ingum, bankaránum og geðveiki. Eftir því sem ég hugsa meira um þessa mynd verð ég spenntari fyrir því að gera hana. Eru engin misheppnuð kvikmyndaverkefni á fer- ilskránni? Ég hef einu sinni tekið að mér að mynda brúðkaup. Ég geri það ekki aftur. Þetta var mjög flott brúðkaup, mikið fjölmenni og gestir frá öllum heimshornum. Ég var búinn að mynda alla veisluna, ræðurnar og allt þegar myndavélin varð batteríslaus. Ég hélt ég væri búinn að standa mig rosalega vel og væri búinn að ná flestöllu og fór út í bíl til þess að sækja annað batterí. Þegar ég er í lyftunni á leiðinni upp í sal heyri ég að það er eitthvað rosalegt í gangi. Ég kem inn og þá er brúðguminn að hneigja sig undir standandi lófaklappi og ég stóð þarna með mynda- vélina í annarri hendi og batteríið í hinni og hugsaði bara: „Hverju var ég að missa af hérna?“ Þá hafði brúðguminn sem sagt farið upp á svið og sungið lag til brúðarinnar á átta tungumálum, eitthvað svaka- legt atriði sem var algjör hápunktur veislunnar. Nýjasta verkefni þitt er auglýsingar fyrir Coca Cola með leikmönnum U21-landsliðsins. Hvernig var það? Það var æðislegt verkefni frá a til ö. Það var „Atvinnumennirnir okkar-stemning“ yfir því, við ferðuðumst um Evrópu í 25-30 stiga hita og hittum atvinnumenn í fótbolta. Það er líka ákveðinn heiður að fá að gera auglýsingu fyrir Coca-Cola, það hefur ekki verið gerð íslensk Kók-auglýsing í næstum 10 ár, eða síðan Eiður Smári lék í auglýsingunni með litla Blikanum. Öll verkefni fyrir Coca-Cola þurfa að fara í gegnum mikið samþykktarferli og menn hafa ekki fengið neitt í gegn í mörg ár. En það er greinilegt að U21-landsliðið er að hitta á réttar taugar því það fékkst grænt ljós á verkefnið. Síðan þarf Coca-Cola úti að samþykkja auglýsinguna eftir að hún er tilbú- in. Þetta er auðvitað stærsta vörumerki í heimi sem hugsar vel um sína ímynd og það var gæðastimpill að þeir skyldu hleypa henni í gegn óbreyttri. Nefndu mér einhvern sem þér hefur fundist einstaklega skemmtilegt að vinna með. Ég kann að meta að vinna með fólki sem hellir sér í verkefnin af lífi og sál og maður finnur að er tilbúið að gera allt til að skila sem bestu verki. Páll Óskar er gott dæmi. Við gerðum saman tónlist- armyndband (Allt fyrir ástina) fyrir nokkrum árum þar sem við eyddum mörgum vikum í undirbúning og engu var til sparað. Ef það þurfti að sauma búning eða útbúa ein- hverja leikmuni voru engar mála- miðl- anir, það var bara gert. Hann var algjörlega „all-in“ og ástríðan smitaðist um leið út í verkefnið. Hann sýndi mér endalaust af ljósmyndabókum og DVD-myndum í undirbúningnum. Það er gaman að segja frá því að eina sjónvarpið sem hann á er inni í svefnherbergi og það var eftirminnileg stund að liggja uppi í rúmi með Páli Óskari að horfa á DVD. Þú hefur verið valinn í landsliðið en átt eftir að spila landsleik. Hvenær sjáum við það gerast? Ég er farinn að horfa aðeins öðruvísi á landsliðið en áður. Einu sinni var það takmark númer eitt, tvö og þrjú að komast í landsliðið. Núna er ég hættur að hugsa þannig og vil bara einbeita mér að því að vinna leiki fyrir KR og ná árangri þar. Ef það gengur og við stöndum okkur vel í Vesturbænum hef ég trú á að hitt komi í kjölfarið. Maður er verðlaunaður ef maður stendur sig vel. Það að spila fyrir landsliðið er auðvitað markmið allra sem eiga möguleika á því og yrði draumur að upplifa, en það er ekki eitthvað sem ég horfi á dags daglega og ég er ekki að stressa mig á því. Gætir þú hugsað þér að fara út í atvinnumennskuna núna ef þú fengir gott tilboð? Já það væri mjög gam- an að prófa það. Ef ég fer aldrei í atvinnumennskuna held ég að ég eigi alltaf eftir að vera svolítið pirraður yfir því að hafa ekki náð að áorka því. Ég myndi örugglega láta reyna á það þótt það myndi kosta einhverja fjarveru frá kvikmyndabransanum. Hvar verður þú á þrítugsafmælinu þínu? Væntanlega blindfullur einhvers staðar. En þú meinar í lífinu? Ég verð örugglega að spila fótbolta með KR. Ég er með fjögurra ára samning í Vesturbænum og verð vonandi búinn að fagna glæstum sigrum þar. Verð búinn að gera bíómynd og með fullt af járnum í eldinum. HVERJIR FÁ HLUTVERKIN? Þú átt að leikstýra spennumynd með þremur íslensk- um knattspyrnumönnum í hlutverki hetjunnar, vonda karlsins og heimsku löggunnar. Hverjir fá hlutverkin? Hetjan verður Hermann Hreiðarsson. Gunnleifur Gunnleifsson leikur vonda kallinn en hann myndi þurfa að krúnuraka sig fyrir hlutverkið. Ég sé lögguna fyrir mér með derhúfu þannig að Kristján Guðmundsson hreppir hlutverkið. Í sömu spennumynd þarftu að ráða tvo íslenska knattspyrnuþjálfara, annan í hlutverk forseta Bandaríkj- anna og hinn í hlutverk gjörspillts útsendara FBI. Hverjir fá hlutverkin? Forseti Bandaríkjanna yrði óstrípaður Heimir Hallgrímsson. Hið fullkomna hlutverkaval verður svo Eyjólfur Sverr- isson sem gjörspilltur FBI-útsendari. KR-liðið er að fara að spila bikar- úrslitaleik en sóknarmennirnir og þjálfarinn eru frá með magakveisu. Þú þarft að velja einn leikara til að leika þjálfara KR og annan leikara til að leika sóknarmann KR-liðsins. Hverjir fá hlutverkin? Þetta eru mjög steiktar aðstæður. Þjálfari KR yrði drykkfelldur og leikinn af Þresti Leó sem myndi flytja hádramatíska hvatningarræðu í hálfleik sem snýr töpuðum leik okkur í hag. Framherjinn sem skorar sigurmarkið verður leikinn af Þorvaldi Davíð sem þyrfti þó að massa sig upp um 20 kíló fyrir hlutverkið.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.