Monitor - 23.06.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 23.06.2011, Blaðsíða 7
7FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Monitor Hvar fer helsta starfsemi Sykurs fram? Aðallega í bækistöðvum okkar, Stúdíó Mosfellsbæ. Það hef- ur reyndar líka heitið Mesópótam- ía og Bransinn – þá sagði maður alltaf „ég er í Bransanum“. Svo heitir það líka Skútan, þá segir maður að maður sé „á Skútunni“. Síðan heitir salernisaðstaðan okkar Bröns svo ef maður ætlar á klósettið þá fer maður „í Bröns“. Afkvæmi hvaða tveggja hljóm- sveita væri Sykur? Lúðrasveit Reykjavíkur og Stórsveit lýðveld- isins. Hvað er það skemmtilegasta við að vera í þessu hljómsveitar- braski? Að vera saman og geta lúðast í friði. Líka bara að búa til kaffi og kveikja á græjunum með öllum ljósunum. En hvað er þá það leiðinlegasta? Að þurfa að flytja græjurnar með ljósunum milli staða. Og þó, það er eiginlega mjög skemmtilegt. Það er eiginlega bara ekkert leiðinlegt, annars værum við ekki í þessu. Hvert væri draumagigg hljóm- sveitarinnar? Kannski að spila í Royal Albert Hall, eða sennilega að spila á einhverri risastórri tónlistarhátíð með fullt af fólki. Fyrir utan afhjúpun Gurrýjar, við hverju má búast frá Sykri í sum- ar? Það má búast við mögnuðum sumarsmelli, sem er væntanlegur, og almennu dansifjöri. KRISTJÁN ELDJÁRN HJÖRLEIFSSON Fyrstu sex: 180889 Uppáhaldsplata: Fold Your Hands Child, You Walk Like a Peasant með Belle & Sebastian. Uppáhaldshljóðfæri: Minimoog Voyager. Uppáhaldsflík: Nærbuxur. Uppáhaldsmatur: Gulrót. HALLDÓR ELDJÁRN Fyrstu sex: 150591. Uppáhaldsplata: Histoire de Melody Nelsons með Serge Gainsbourg. Uppáhaldshljóðfæri: Yamaha DX-7 og Sonor Force 3007. Uppáhaldsflík: Hvítir sokkar. Uppáhaldsmatur: Hrár með öllu nema pulsu. Mynd/Eggert Eru fuglarnir Ioínir rei–dir? Glæsileg ver–dlaun í bo–di! IoÚ finnur allt um keppnina á Facebook-sí–du Vodafone is Taktu Ioátt í Íslandsmótinu í Angry Birds! Komdu a–d leika! 24.–25. júní – Reykjavík – Fyrir framan verslun Vodafone í Smáralind Föstudagur, keppt frá 16.00–19.00 Laugardagur, keppt frá 12.00–16.00 1. júlí – Selfoss – Fyrir utan Keppt frá 16.00–18.00 Árvirkjann 2. júlí – Akranes – Fyrir utan Keppt frá 12.00–16.00 verslunina Model 8–9. júlí – Akureyri – Fyrir framan verslun Vodafone á Glerártorgi Föstudagur, keppt frá 14.00–18.30 Laugardagur, keppt frá 12.00–16.00 15–16. júlí Reykjavík – Fyrir framan verslun Vodafone í Smáralind Föstudagur, keppt frá 16.00–19.00 Laugardagur, keppt frá 12.00–16.00 21. júlí – Reykjavík – Fyrir framan verslun Vodafone í Smáralind Keppt frá 16.00 og Ioar til sigurvegarinn stendur einn eftir! undankeppnin úrslitakeppnin

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.