Monitor - 01.09.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 01.09.2011, Blaðsíða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Hér má sjá þær Paris Hilton og Khloe Kar- dashian í sama kjólnum nema Khloe ákvað að flikka aðeins upp á sinn. Stíllinn hefur aldrei verið hrifinn af óklæðilegum kjólum með sítt að aftan svo Paris sigrar þetta stríð auðveldlega. Leikkonurnar Jamie Chung og Vanessa Hud- gens klæddust báðar þessum hlébarðasíðkjól fyrir stuttu. Þó að Jamie líti vissulega vel út í kjólnum passar klassísk hárgreiðslan ekki við og því hlýtur Vanessa vinninginn fyrir afslapp- aða hárgreiðslu og fallegt hálsmen í stíl. Bomburnar Carmen Electra og Brooke Burke reyndu sitt besta í þessum stutta og þrönga hlébarðakjól en Carmen klúðraði dressinu algjörlega með því að setja belti á kjólinn og fela línurnar með ósköp venjulegri svartri gollu. Brooke rústar því viðureigninni. Julie Bowen og Kim Kardashian eru báðar flottar í þessum ósymmetríska síðkjól en mjúkar línur Kardashian fara kjólnum betur og undirstrika kvenlegt snið hans. Heimsins frægasti afturendi skilar Kim því titlinum að þessu sinni. Stjörnustríð Emma Watson hefur eytt meira en helmingi ævi sinnar sem galdrastelpan Hermione Granger í Harry Potter-kvikmyndunum. Stíllinn fann nokkrar myndir af stúlkunni og skoðaði hvernig stíll hennar hefur þroskast og þróast í gegnum árin. Galdrastelpa tískugyðja verður 2000 2001 stíllinn2002 2004 2006 2007 2008 2009 2010 Á FRUMSÝNINGU SÍÐUSTU HARRY POTTER MYNDARINNAR. EMMA ER ORÐIN TÍSKUFYRIR- MYND OG HEFUR NÁÐ AÐ STIMPLA SIG RÆKI- LEGA INN Í HOLLYWOOD. GAMAN VERÐUR AÐ FYLGJAST MEÐ HENNI Á NÆSTU ÁRUM. 2011 KRÚTT ALDARINNAR Á FYRSTU FRUMSÝNINGU HARRY POTTER SKVÍSAN FARIN AÐ MÁLA SIG ORÐIN DÖMULEGRI KOMIN MEÐ ÞVERTOPP OG STYTTUR MÆTT Í CHANEL-PARTÍ AÐEINS 17 ÁRA GÖMUL SMEKKLEG Á TÍSKUVIKU Í PARÍS EMMA HÉLT SIG LENGI VIÐ LÁTLAUSA FÖRÐUN OG STÍL KLIPPTI SIG STUTT OG VAKTI MIKLA ATHYGLI FYRIR

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.