Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Sviptingar í bensíninu  Skeljungur og Olís lækkuðu aftur verð á bensíni og dísilolíu í gær til að tapa ekki viðskiptum til annarra stöðva  N1 beið með verðhækkun þar til síðdegis í gær Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SVIPTINGAR hafa verið í verðlagningu á bensíni og dísilolíu á markaðnum hér heima síðustu daga. Félögin hafa hækkað og lækkað verðið á víxl. Vegna hækkana á hráolíuverði á heimsmarkaði yfir páskana hækkaði Olís verð á bensíni og olíu í fyrradag, bensínið hækkaði um fjórar krónur lítr- inn og fór í 212,90 kr. í sjálfsafgreiðslu. Skeljungur fylgdi í kjölfarið. N1, Atlantsolía og Orkan biðu átekta. „Heimsmarkaðsverðið hefur verið á mikilli siglingu, ég vildi bíða og sjá hvort það myndi jafna sig,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, um þá ákvörðun að hækka ekki í fyrradag. Það varð til þess að Skeljungur og Olís lækkuðu verðið aftur í gær. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, segir að félagið sem er með hæsta verðið tapi viðskiptum. Því verði að lækka verðið aftur, ef aðrir fylgja ekki í kjölfarið. Þetta hafi gerst í gær. Nú er Skeljungur með lægsta verðið á þjónustustöðvunum, 208,90 kr. í sjálfsafgreiðslu, því skömmu eftir að Skeljungur lækkaði sitt verð hækkaði N1 upp í sama verð og Olís var þá komið í. Einar Örn tekur fram að fullt tilefni hafi verið til að hækka verðið í fyrradag en heimsmarkaðsverð- ið hafi lækkað örlítið í gær. Ef sú þróun haldi áfram gæti útsöluverðið staðist. Örar verðbreytingar að undanförnu eru vænt- anlega til marks um aukna samkeppni á bens- ínmarkaðnum. Viðskipti hafa minnkað og meiri barátta er um hvern viðskiptavin en verið hefur. Verðbreytingar á bensíni Verð á 95 okt. bensíni213 211 209 207 205 203 kr. Þriðjudagur Í gær 212,9 212,9 207,3 205,9 203,9 203,9 209,7 208,9 208,2 209,7 208,2 203,9 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VIÐ létum bora þarna 2008 með mjög góðum árangri, þannig að við erum í dag með holu sem gefur 40 sekúndulítra af 80 gráða heitu vatni og það eru mun fleiri æðar sem hægt er að bora í á svæðinu,“ segir Magn- ús H. Magnússon, annar eigenda Hveraorku, um möguleika á hita- veitu í Hveravík til Hólmavíkur. Inntur eftir ávinningnum af hita- veitunni áætlar Magnús að hún gæti reynst 20-30% ódýrari en núverandi miðlun vatns sem er hitað upp með raforku, ellegar rafmagnsofnar. Magnús segir þrjá kosti á borðinu og þar af séu tveir taldir mjög hag- kvæmir. Kostnaðurinn muni ráðast af því hvaða leið sé valin. Framhaldið ráðist af undirtektum hreppsnefnd- ar Hólmavíkurhrepps. Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri í Strandabyggð, kveðst áhugasöm um verkefnið sem skoða þurfi betur. „Þetta fer auðvitað eftir því hver kostnaðurinn verður og hvernig er hægt að fjármagna verkefnið.“ Gæti munað miklu Aðspurð um kostnaðinn við núver- andi húshitun á Hólmavík nefnir Ás- dís að sjálf greiði hún 22.000 krónur á mánuði fyrir rafmagn og hita í stóru einbýlishúsi í bænum. Ásdís rifjar upp að sameinað sveitarfélag Kirkjubóls- og Hólma- víkurhrepps hafi árið 2003 kannað ávinning þess að leggja hitaveitu að Hólmavík ef heitt vatn fyndist á Gálmaströnd. „Það voru taldar líkur á heitu vatni í Kirkjubólshreppi og var félagið Tóftardrangur stofnað um leit og virkjun. Miðað við út- reikninga reyndist það óarðbært.“ Hiti upp Hólmavík  Annar eigenda Hveraorku telur að hitaveita í Hveravík gæti lækkað húshitunarkostnað í Hólmavík um 20-30% Ásdís Leifsdóttir Magnús H. Magnússon Í HNOTSKURN »Haukur Jóhannesson,jarðfræðingur hjá Íslensk- um orkurannsóknum (ÍSOR), hefur farið fyrir verkefninu í Hveravík við Steingrímsfjörð á Ströndum en það hófst árið 2008. SKÝRSLA rann- sóknarnefndar Alþingis verður kynnt nk. mánu- dag. Þrátt fyrir tafir hefur áhugi á efni hennar hvergi dvínað nema kannski hjá erlendum fjölmiðlum. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðu- neytisins, hafa margar fyrirspurnir borist um skýrsluna að utan og í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsl- una boðuðu nokkrir fjölmiðlar komu sína. Þeir hættu hins vegar við síðar. Staðan í dag er því þannig, að ekki lít- ur út fyrir að erlendir fjölmiðlar muni koma hingað til lands vegna útgáfu skýrslunnar. Þrátt fyrir það er ljóst að áhugi helstu fréttamiðla er mikill. Við honum er m.a. brugðist með því að nokkrir tugir síðna skýrslunnar eru á ensku. andri@mbl.is Áhugi út fyrir land- steinana Hluti einnig á ensku FRESTUR til að skila inn teikn- ingum í leit Morgunblaðsins og mbl.is að nýjum skopmyndateiknara er liðinn. Alls skilaði 21 teiknari inn myndum og er nú hægt að skoða þær á mbl.is. Tengill á teikningarnar er vinstra megin á forsíðu mbl.is. Gefst lesendum einnig kostur á að skrifa þar athugasemdir við teikn- ingarnar. Dómnefnd, skipuð rit- stjórn Morgunblaðsins, mun velja tvo til þrjá teiknara til að keppa dag- lega á síðum blaðsins í tvær vikur. Að því loknu velur dómnefnd sigur- vegarann, sem hlýtur 500 þúsund krónur í verðlaun og vinnu sem skopmyndateiknari hjá Morgun- blaðinu. Áskilur blaðið sér rétt til að skipta verðlaununum á milli fleiri. Myndir teikn- ara til sýnis mbl.is/skopteiknari REGINN HF-228 hallaðist þegar skipverjar voru með pokann á síðunni á Selvogsbanka í gær. „Þetta var mjög gott í dag, uppistaðan stór og fallegur þorskur,“ sagði Guðni Birgisson, skip- stjóri á dragnótarbátnum. Þessi góða veiði hefur þó þær afleiðingar að þorskkvótinn sem átti að reyna að treina sér út mánuðinn er búinn. Býst Guðni við því að skipið verði bundið við bryggju þangað til humarvertíðin hefst. Reginn gerði góðan túr á Selvogsbanka í gær Þá er þorskkvótinn búinn Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.