Austri


Austri - 12.11.1982, Blaðsíða 3

Austri - 12.11.1982, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 12. nóvember 1982. AUSTRl 3 Málningín sem fagtnennirmr nota Hörpusilki er málning sem við höfum aðlagað sérstaklega íslenskum aðstæðum. Málning með frábæra öndun, viðloðun og þensluþol. Hörpusilki er málningin sem fagmennirnir sjálfir velja til aö vinna með. Ut er komin á vegum Ið- unnar „Dönsk málfræði og verkefni“ eftir Gizur í. Helgason kennara. í formáls- orðum gerir höfundur m.a. svolátandi grein fyrir bók- inni: „Það er nú langt um liðið síðan kennslubók í danskri málfræði hefur litið dagsins ljós hér á landi. Brýn þörf hefur verið fyrir slíka bók á framhaldsskóla- stigi og er hér gerð tilraun til úrbóta... Bók þessi ætti að geta hentað vel í níunda bekk grunnskóla, jafnt sem á framhaldsskólastigi. í henni eru um 80 æfingar og 40 stílar auk sýnishorna af prófstílum úr ýmsum fram- ha'ldsskólum. Með hæfilegri yfirferð ætti hún að geta enst nemendum í sex annir. Góðar orðabækur eru hér grundvöllur náms. Reynt hef- ur verig að hafa æfingar misþungar og ættu nemend- ur 9. bekkjar að geta ráðið við fyrstu æfingar hvers málfræðiþáttar." Málfræðin sjálf er í ellefu köflum. Auk þess eru í bók- inni þessir kaflar: Handhæg- ur orðaforði, Réttritunarleið- beiningar, Frásagnir — rit- gerðir, Gamalt og nýtt og Sýnishorn af prófstílum. Aftast er skrá um málfræði- heiti og atriðisorð. I bókinni eru þrjátíu og sex krossgát- ur fyrir nemendur að glíma við. „Dönsk málfræði" er 152 blaðsíður. Oddi prentaði. Fréttatilkynning. Nýtt blaðaf Haustblaéid komið í verslanir 30 nýjar prjónauppskriftir og nú í fyrsta skipti uppskriftir af •bómullarpeysum, •bótasaum og •leðursmíð Útsölustaðir á Austurlandi: Kaupfélögin og bókaverslanir ,|j| Vaxandi braö aö vinsældum og gæðum symng i Hópferð á Smithfield sýninguna 4.-11. desember sýningu í London, „The Royal Smithfieid Show“. {landbúnaöarmálum. Boðið verður upp á dagsferð til Birminghan þar sem skoðuð er kynnlngarstðð breska landbúnaðarráðuneytisins. fyrir Jóiin, með alía sína skemmtistaði, veitfngahús, Ilstasöfn, leikhús og versl Verð kr: 7.190. Innifðiið: Flug, flutningur tll og frá AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 Ný bók: „Ritgerðabókin“ Iðunn hefur gefið út „Rit- gerðabókina" eftir Ásgeir S. Björnsson og Indriða Gísla- son. Þetta er leiðbeiningarrit um samningu og frágang fræðilegra ritgerða og ætlað nemendum á öllum skólastig- um. Bókin er af sömu rótum runnin og bæklingurinn Um rannsóknarritgerðir eftir sömu höfunda, en breytingar og viðbætur svo miklar að í raun er um nýja bók að ræða. Hefur henni því verið feng- inn annar búningur og nýtt nafn. „Ritgerðabókin" skiptist í þessa aðalkafla: Áætlun - Efnisgrind; Skráning heim- ilda; Efnissöfnun; Ritgerðin samin; Frágangur; Heim- ildaskrá. Aftast er viðauki, leiðbeiningar um frágang rit- smíða til prentunar. Þann staðal hefur Iðntæknistofn- un Islands veitt leyfi til að birta. „Ritgerðabókin" er 60 blaðsíður. Oddi prentaði. Fréttatilkynning.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.