Nýr Stormur


Nýr Stormur - 16.12.1966, Blaðsíða 5

Nýr Stormur - 16.12.1966, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 16. DES. 1966. ^ORMUR 5 ^llIlllllllllllllllllllllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllllMllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIHIIIIIiri^ I NÝR | JfOBMIilR | Útgefandi: Samtök óháöra borgara | Ritstjórar: Gunnar Hall, sími 15104 og Páll Finnbogason, ábm. | Ritstj. og afgr. Laugav. 30. Sími 11658 | Auglýsinga- og áskriftarsími: 22929 I | VikublaS — Útgáfudagur: föstudagur Lausasöluverö kr. 12.00. Askriftarverð kr. 450.00. | Prentsmiðjan Edda h.f. I ':ilMIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIMIIIMIIIMIIIIIMMIIIIIMIIIIMMMIMIMMMMIMIMMMIMIIIMMIIMMIMIIIIMMIIMIIMMMMIM<? „VALFRELSI” Nú stendur vertíðin sem hæst hjá verzlunarstéttinni. Mörg fyr- irtæki byggja afkomu sína eingöngu á jólakauptíðinni og er ekkert við því að segja, því að það er vilji kaupendanna-fólksins. í þess- um mánuði eru meiri peningar í umferð, en nokkurn annan mán- uð á árinu. Fólk gerir sér dagamun um jólin; kaupir ýmsa hluti, þarfa og óþarfa í tilefni þeirra og margir stofna til allmikilla skulda í þessum mánuði, sem síðan tekur marga mánuði að greiða. í þessum mánuði reynir mest á verzlunarstéttina og þjónustu- starf hennar. Skiptir því íiijög miklu máli hvernig hún bregst við. Hvort hún notar jólamánuðinn fyrst og fremst til að „þjena”, eða hvort hún stendur undir hlutverki sínu um dreifingu vörunn- ar á sem hagkvæmastan og ódýrastan máta fyrir viðskiptmenn sína. Sem betur fer er mikill meirihluti verzlunarstéttarinnar heið- virt og ábyggilegt fólk, sem skilur hið þýðingarmikla hlutvek sitt, þótt inn á milli séu menn, sem aðeins hafa eitt í huga: gróðánn. Ýmislegt virðist benda til þess, að ekki verði eins mikil jóla- sala nú og oft áður. Fólk er farið að liuga betur að peningum sínum og gera sér Ijóst, að framundan kunni að vera annað en sífelldur peninga- mokstur. Þeir kaupsýslumenn, sem hagkvæm innkaup Iiafa gert nú, fara bezt út úr viðskiptunum. Það skiptir meira máli nú en oft áður, hvað hlutirnir kosta. Verðbólgan étur í sí ríkara mæli ' tekjur fólksins í nauðþurftir, svo æ minni fjármunir verða hand- bærir til kaupa á öðmm hlutum. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að koma niður á verzlunarstéttinni, sem fer sífjölgandi og hefir fjölg- að hlutfallslega meir á undanförnum ámm, en öðrum stéttum þjóðfélagsins, að undanteknum • opinb^mm starfsmönnum. Samdráttur í efnahagslífi þjóðarinnar mun því bitna harðast á þessari stétt. Eitt slagorð forsætisráðherrans síðastliðið sumar, sem einna me.jt gladdi hjörtu Morgunblaðsmanna og aðstand- end þeirra, var orðið „ValfPelsi". í einni af liólræðum ráðherrans um sjálfan sig, sem liann hélt fyrir saklausum húsmæðrum austan- fjalls, var á þá leið, að nú væri munur að lifa eða fyrrum. Allar búðir væru fullar af vörum og allir gætu keypt það, sem þeim sýndist. Engin liöft eða hömlur á vali lífsþægindanna. Ráðherr- anum láðist liinsvegar að geta þess, að þau höft, sem alvarlegust eru og áþreyfanlegust, eru þan, sem háð era pyngju kaupandans. „Valfrelsið* er lítilsvirði, þegar kaupgetan er búin. Að sjálf- sögðu þekkir ráðherrann og nánustu meðreiðarsveinar hans ekki slík höft, en almenningur kynnist þeim æ betur og betur nú síðustu mánuðina. Það er hinsvegar hlutvei-k verzlunarstéttarinnar að draga sem mest úr þeim höftum og má ségja að því hlutverki sé gegnt af misjöfnum áhuga. Þótt ráðherrann hafi hingað til vænt sér eink- um trausts og halds hjá þessari stétt, virðist honum þó vera full þörf á að fá heimild til að líta eftir gjörðum hennar. Hingað til hefir helzta stefnumál hans verið „valfrelsi“ henni til hnda, en nú virðist honum hafa snúisl hugur, ef dæma má eftir síðasta til- leggi hans til þjóðmálanna. Ilann virðist ekki treysta henni lengur til að gegn hinu þvðingarmikla hlutverld og em það ekki fyrstu danssporin, sem ráðherrann stígur 1 hringdansi sínum á vettvangi stjórnmálanna. En jólakauptíðin heldur áfram. Verzlunarjól kristinna manna eru í undirbúningi og glys og glaumur mun eins og fyrri daginn kom.i i stað helgi og fagnaðar, vegna afmælis þess manns sem rak víxlara og prangara út úr musterinu með þeim ummælum ao þeir skyldu ekki gjöra hús föður hans að skranbúð. JÖNAS JÖNSSON FRÁ HRIFLU: tslenzkir bændur og gullaldarritin Tvenn tíðindi hafa gerst í við- horfí merkra aðila hér á landi í sambandi við endurheimt gull- aldarritanna til landsins. Aiinað atvikið er einskonar barátta nokkurra stúdenta í Reykjavík til að .hrinda af stað samskota- öldu í landinu til að afla þann veg fjár til að reisa liér á landi bóklilöðu fyrir liandritin endur- heimt. Eftir 14 ára starf skilaði nefndin nýverið einni milljón króna í húsbygginguna en breytti þá um stefnu og vill nú leggja milljónina i að skreyta húsið, sennilega einskonar fram- hald af hinu mikla járnvirki sem sannar höfuðstaðarbúmn antiríki Einars Benediktssonai" við styttu hans. Þetta listræna samskotamál hefir verið óeðlilega lengi á leiðinni og gefið lítinn ávöxt. Má ef til vill telja til að fjár- söfnunarnefndin var á launum fyrir athöfn sína. Fimm önnum kafnir þingmenn og ráðherrar unnu kaupíaust í Þingval'lanefnd í 5 ár og héldu alls 50 fundi. Árangurinn af því nefndarstarfi varð mikill. Árangurinn af starfi þessara tveggja nefnda er mjög ólíkur. Vitað er að sveitarfélög í dreifbýlinn mundu bezt eftir handritunum í húsleysi ættjarð- arinnar. Merkilegur þáttur . í sögu íslenzku fornritanna er sú staðreynd að meir en eitt hundr- að menn úr íslenzkum sveita- bæjum urðu hirðskáld hjá nor- rænum konungum og stórhöfð- ingjum. Þeir stungu eftir fyrstu keppnislotu alla aðra norræna menn út í þessari iðn. Heima ýoru þessir menn bændur, sem gátu ort og búið líkt og aðrir bændur. Einhver sögulegasti þáttur í sögu baráttunnar um heimilisfang gullaldarritanna var sú staðreynd, þar sem ekki dugði að beita lærdómsmönn- um þjóðarinnar með hin traust- ustu rök í höndum móti prófess- orum Dana í því skyni að sann- færa þá um höfundar og eignar- rétt íslendinga til handritanna. Engin tegund mannvits eða þekkingar beit á lokaðan múr blindrar sérhyggju. Til efsta dags mundi þessi ' hamrami Estmpslýður hafa neitað öllum staðreyndum í handritamálinu. Þá gekk nýr sjálfboðaliði djarfur Vestfirðingur fram á völlinn eins og Davíð móti Goliat. Hann felkli tröllið og vann fullkominn og drengilegan sigur. Þjóðin verður að fá þá sögu fullskýrða. Þar eiga íslenzkir og danskir bændur fegursta þátt í langri sambúðarsögu. Jólin nálgast með bllu sínu amstrí og erfiði jafnframt gleði og iamingjusiumatmi. — Jólaiimkaupiu faraí köntl, þá er síminnliíim rétti íengiliður 3MOm YÐAR OG OKKAI' Þér hvilist! Sparið tima, erfiði og öðlist óteljandi gleðistundir meðþví að.nota símánn . o Það er mikil ánægja'fólgm i , þ.ví, að geta h.venær sem er grip- ið. Bíroann, rabbað- við vini' og skyldmenni livort Iieldur þaðer nær-eða fjær, liandan.götunnar eða á. yztu nesjurn, um áhuga-* og dægurmál. 'Það veitir yður hvíld og tilbreytingu 1 .önnum díigsins. •'Síminn er éitt mesta menningartækl .nútímáns. .Verk- svíð liáns éru ófeljandii Símimi er ómissandi! .

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.