Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 4

Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 4
Ð FÖSTUDAGUR 9. FEBR. 1968 Ársreikningur Búnaðarbankans 1967 MUNIÐ m velkomín i mæust FRÉTTATILKYNNING Loftleiðir hafa nú fest kanp á fimmtu flugvélinni af gerð- inni Rolls Royce 400. Seljandi er bandaríska flugfélagið Flying Tiger Line, en samningar um kaubin voru undirritaðir hinn 30. þ. m. Þessi flugvél, sem smíðuð er af Canadair verksmiðjunum í Montreal, eins og aðrar Rolls Royce flugvélar Loftleiða, hefir bæði verið notuð til fólks- og vöruflutninga af Flying Tiger. Hún verður nú innréttuð til fólksflutninga, en við nýsmíði verður gert ráð fyrir að auðvelt verði með lítilli fyrirhöfn að breyta þannig til að unnt verði að nota flugvélina til vöruflutn- inga. Fyrstu breytingarnar, sem nú þarf að gera til þess að búa 160 farþegum þægilegt rými í far- þegasalnum verða unnar í flug- vélaverkstæðum Flying Tiger í Los Angeles, en síðar verður vél inni flogið til Taipei á Formósu, en þar hefir Flying Tiger góða reynslu af vinnu við breytingar og viðhaíd flugvéla. Þar verður lokið við innréttinguna og það- an verður vélinni flogið til New York síðari hluta aprílmánaðar n.k., en gert er ráð fyrir að við upphaf sumaráætlunar Loft- leiða, hinn 1. maí n.k., hefji þessi nýja flugvél áætlunarferð- ir, ásamt hinum Rolls Royce flugvélunum fjórum, sem fyrir eru nú í flota Loftleiða. Þá geta 916 farjregar verið samtímis í lofti í Rolls Royce flugvélum Loftleiða, þar sem hinar vélarn- ar fjórar rúma 189 farþega hver. Ólafur Agnar Jónsson yfir- flugvélstjóri mun af hálfu Loft- leiða fylgjast með öllum þeim breytingum, er nú þarf að gera á flugvélinni, bæði vestur í Kali forníu og á Formósu. Fullbúin til farþegaflugs mun flugvélin með nokkrum vara- hlutum kosta um 2.5 milljónir Bandaríkjadala, en það samsvar ar um 143 milljónum íslenzkra króna. Greiðsluskilmálar eru Loftleiðum hagstæðir. Að svo komnu máli hefir ekki verið ráðgert að lengja þessa flugvél eins og hinar fjórar Rolls Royce flugvélarnar, sem Loft- leiðir nota nú til áætlunarferða. Kaupin eru gerð með góðri fyrirgreiðsl.i íslenzkra stjórnar- valda, en án ríkisábvrgðar eða annarra opinberra skuldbind- inga. Reykjavík, 31. janúar 1968. Á fundi bankaráðs Búnaðar- banka íslands fimmtudaginn 25. janúar 1968 lögðu bankastjórar fram reikninga bankans og allra útibúa hans fyrir árið 1967. Rekstrarhagnaður viðskipta- bankanum með útibúum námu í 3.313.191,75 á móti 3,04 millj. kr. 1966 og 5,1 millj. kr. 1965. eRkstrarhagnaður viðskipta- bankans með útibúum varð 10,1 millj. kr., þar af 4 millj. kr. til afskrifta á fasteignum og innan- stokksmunum, á móti 8,7 millj. kr. 1966 og 9,1 millj. kr. 1965. Eigið fé viðskiptabankans með útibúum varð í árslok rúm- ar 58 millj. kr., en hrein eign allra deilda bankans með útibú- um varð 190 millj. kr. Aukning varasjóðs bankans hefði orðið 42,8 millj. kr., ef ekki hefði komið til gengisfelling á árinu. Þar af er eignaaukning Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins 33,9 millj. kr., en varasfóðir Stofnlánadeildar og Veðdeildar hækka hins vegar aðeins um 1,1 milj. kr. vegna gengistaps og rekstrarhalla Veðdeildar. Raun- veruleg eignaaukning verður því 7,1 millj. kr. á árinu. VÖXTUR VIÐSKIPTABANK- ANS MEÐ ÚTIBÚUM Heildaraukning innlána í bankanum með útibúum varð samtals 190,2 millj. kr. eða um 13,4% hækkun. Heildaraukning sparifjár varð 174,8 millj. kr. eða 14,2% hækkun, en veltiinnlána 15,4 millj. kr. eða um 7,9% hækkun. Heildarinnstæður í Búnaðar- bankanum me ðútibúum námu í árslok 1615,4 millj. kr., en 1425,2 millj. kr. í árslok 1966 og 1197,8 millj. kr. í árslok 1965. Heildarútlán, þar með taldir endurseldir afurðavíxlar og lán til framkvæmdaáætlunar ríkis- stjórnarinnar, námu í árslok 1500,7 millj. kr. Stærsta útibú bankans er Austurbæjarútibú í Reykjavík, sem geymir um 175 millj. kr. í innlánum. Stærstu útibú úti á landi eru á Sauðárkróki 91,2 millj. kr., aukning 1967 varð 9,5 millj. kr. eða 11,7% á Akureyri 84,5 millj. kr., aukning varð 4,6 millj. kr. eða 5,7%, og á Hellu 70,5 millj. kr. aukning varð 20,8 millj. kr. eða 40,9%. NÝ ÚTIBÚ Búnaðarbankinn setti á st'ofn eitt útibú á árinu, fyrir Árnes- svslu í Hveragerði. og tók bað til starfa hinn 11 ágúst 1967. Um leið hætti Sparisióður Hveragerðis og nágrennis starf- semi sinni og sameinaðist útibú- inu. Innlán útibúsins í árslok námu 44.5 millj. kr. og höfðu aukizt frá stofnun þess um 35,3 millj. kr. eða 382,4%. Hinn 1. janúar 1967 hætti Sparisjóður FljótsdalshéraðS starfsemi sinni og sameinaðist útibúi Búnaðarbankans á Egils- stöðum. Bankinn sótti á árinu fyrstur banka um leyfi til að setja á stofn útibú í Kópavogi. Búnaðarbankinn starfrækir nú 5 útibú í Reykjavík og 8 úti á landi. Vöxtur þeirra var öruggur á árinu, og varð hagnaður af rekstri þeirra allra. Ný bankahús voru tekin í notkun í desember síðastliðnum á Sauðárkróki og í Stykkishólmi, en útibúin þar höfðu frá stofn- un búið við allsendis ófullnægj- andi starfsskilyrði í húsakynn- um gömlu sparisjóðanna. Bæði húsin eru við það mið- uð, að þau fullnægi húsnæðis- þörfum útibúanna næstu ára- tugina og geti fyrst um sinn greitt úr húsnæðisþörf opin- berra aðila á staðnum, aðallega bæjar- og sveitarstjórna. Aðalbankinn í Reykjavík býr nú við mikil þrengsli í húsi sínu við Austurstræti og Hafnarsb'æti og starfar þar fleira fólk miðað við fermetratölu hússins en for- svaranlegt þykir og almennt tíðk ast um skrifstofuhúsnæði. Sömu sögu er að segja um Austurbæjarútibú, enda leigu- tími senn á enda í húsi Trygg- ingarstofnunar ríkisins að Lauga vegi 114. Af þessum ástæðum var á síð asta ári hafizt handa um ný- byggingu yfir Austurbæjarútibú og nokkrar aðrar deildir bank- ans að Laugavegi 120 (Hlemmi). Húsið stendur þar milli fjög- urra gatna á 7 lóðum Reykja- víkurborgar, 300,2 ferm., þannig að greiðfært verður umhverfis og að húsinu og næg bílastæði. Áformað er, að flutt verði í þetta nýja húsnæði á næsta ári. STOFNLÁNADEILD LAND- BÚNAÐARINS OG VEÐ- DEILD Stofnlánadeild landbúnaðar- ins afgreiddi á árinu samtals 1344 lán að fjárhæð 134,2 milj. kr., en á árinu 1966 voru af- greidd 1530 lán að fjárhæð 146,7 millj. kr. A-lán til vinnslustöðva, úti- húa, ræktunar og véla námu 105.5 millj. kr., en B-lán til íbúð húsa. ræktunar og véla námu vélakosts í vinnslustöðvum námu 5,3 millj. kr. Heildarútlán Stofnlánadeildar í árslok 1967 námu 900,9 millj. kr. Veðdeild Búnaðarbankans veitti 111 lán á árinu a ðfjárhæð 12,5 millj. kr. á móti 40 lánum að fjárhæð 3,1 millj. kr. á árinu 1966 og 83 lánum samtals 6,5 millj. kr. 1965. Heildarútlán Veðdeildar i árslok 1967 námu 121,4 millj. kr. Rekstrarhalli Veðdeildar var 1,2 millj. kr. á árinu. INNLÁN SBINDIN GIN Staðan gagnvart Seðlabank- anum var lengst af góð á árinu, en versnaði við gengislækkunina og var nokkru lakari en venju- lega tvo síðustu mánuði ársins. Innstæða á bundnum reikn- ingi var í árslok rúmar 300 millj. kr. og hafði hækkað á árinu um 33 millj. kr. Skuld á viðskipta- reikningi var hinsvegar 7,7 millj. kr. í árslok. Heildarinnstæða Búnaðar- bankans í Seðlabankanum. var því í árslok 292,6 millj. kr. Auk þess lagði Búnaðarbankinn fram vegna framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar 10% af . inn- lánaaukningunni, og nam sú fjárhæð rúmum 19 millj. kr. á árinu 1967. Heildarlán bankans til fram- kvæmdaáætlana ríkisstjórnar- innar eru þá komin upp í ca. 70. millj. kr. AFURÐALÁN í SEÐLABANKANUM Endurseldir víxlar bankans með útibúum í Seðlabankanum vegna landbúnaðarafurðalána voru 236,7 millj. kr. í árslok 1967 og höfðu hækkað um 29,4 millj. kr. eða 14,2%, en í árslok 1966 voru endurseldir víxlar 207,2 millj. kr. og höfðu hækkað um 107,6 millj. kr. eða 108,03%. Hlutur Búnaðarbankans með útibúum í heildarfjárhæð endur keyptra víxla Seðlabankans út á birgðir landbúnaðarafurða narp í árslok 39,03%, en 35,02% í árs- lok 1966. VELTA, AFGREIÐSLU- FJÖLDI OG GJALDEYRIR Heildarvelta bankans og allra útibúa hans á árinu 1967 var 91,8 milljarðar króna. Heildar- velta aðalbankans eins var 53,7 milljarðar, en var 45,9 mjlljarðar 1966 og 34,8 milljarðar 1965. í útibúum varð mest velta á Sauðárkróki, 6,2 milljarðar, og Austurbæjarútibúi, 6,1 milljarð- ur. Afgreiðslufjöldi víxla. þar með taldir afurðavíxlar og inn- heimtuvíxlar, í aðalbankanum var tæp 60 þúsund og tala van- skilavíxla um áramót 277. Van- skilaprósenta var 1,561%. í biðstofu bankastjómar vom f ramhald á bls. 1

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.