Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 16
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR16 Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú til rannsóknar meinta heimildarlausa símhlerun starfsmanns síma- fyrirtækis. Þetta staðfestir Hrafnkell Gíslason, forstjóri PFS, við Fréttablaðið. Hann segir málið það fyrsta sinnar tegundar sem stofnunin hafi fengið til athugunar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er um að ræða að viðkomandi starfsmaður hafði nýlega slitið samvistir við maka sinn. Makinn lagði fram kvörtun, sem vísað hefur verið til PFS og snýst efnislega um að makinn fyrrverandi hafi hlerað síma viðkomandi. Hrafnkell segir að í gegnum tíðina hafi verið talsvert um fyrirspurnir vegna símhlerana, en ekki hafi verið um formlegar kvartanir að ræða fyrr en nú. Málinu sem að ofan greinir sé ekki lokið en því muni klárlega ljúka í þessum mánuði. „Okkar nálgun í þessu máli snýr að því að komi upp áhyggjur af hlerun, hvernig viðkomandi fjarskiptafélag brást við því að rannsaka hvort þessar áhyggjur eru á rökum reistar eða ekki,“ segir Hrafnkell og kveðst ekki vilja tjá sig frekar um efnisatriði málsins meðan það sé ekki til lykta leitt. Hann segir það fara í ákveðið ferli. Þar komi fram sjónarmið þess sem vísaði málinu til PFS og það sé síðan sent til andmæla hjá félaginu. „Þannig gengur þetta fram og til baka þar til málið telst fullrannsakað,“ úrskýrir Hrafnkell. „Síðan tekur PFS ákvörðun sem byggð er á efnisatriðum og laga- forsendum. Stofnunin túlkar hvort brotið hafi verið í bága við fjarskiptalög og -reglur eður ei.” Hrafnkell segir að reglur Póst- og fjarskiptastofnunar og innri verklagsreglur símafyrirtækja eigi að tryggja að menn geti svarað þeim spurningum sem fyrir þá eru lagðar, til dæmis með því að kanna atburðaskrár. „PFS hefur býsna víðtækar lagaheimildir til að skoða mál á eigin forsendum.“ Í fjarskipta- lögum er lagt bann við hlerun fjar- skipta nema með samþykki notanda eða samkvæmt heim- ild í lögum. Þá er þar lögð rík þagnar- skylda á starfsmenn símafyrirtækja og fyrir- tækjunum gert að tryggja leynd fjarskipta. Hátíðar- appelsín 139 kr ...opið í 20 ár Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekkert reglubundið eftirlit með símhlerunum, þó að stofnunin hafi sett almennar reglur um hvernig þær skuli framkvæmdar. Lítill hópur starfsmanna símafyrirtækja framkvæmir hleranirnar, en ekki er kannað reglubundið innan fyrir- tækjanna hvort starfsmennirnir misnoti aðstöðu sína. Ekkert utanaðkomandi eftirlit er með framkvæmd símhlerana. Póst- og fjar- skiptastofnun (PFS) hefur sett almenn- ar reglur um framkvæmdina en sinnir ekki reglulegu eftirliti. Lítil hópur tækni- manna, sem stjórnendur fyrirtækjanna vita ekki hverjir eru, tengja þau síma- númer sem vilji er til að hlera við lögregl- una að undangengnum úrskurði. Engin skipulögð leit fer fram innan fyrirtækj- anna að sporum sem hleranir skilja eftir sig. Þetta kemur fram í svörum Símans, Vodafone, Nova og Tals við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Óþekktur hópur Öllum beiðnum um símhleranir verður að fylgja dómsúrskurður. Ferlið við símhler- anirnar er þannig að þegar dómsúrskurð- ur liggur fyrir sendir lögreglan beiðni um símhlerun til viðkomandi símafyrir- tækis. Sú beiðni fer inn á lokað vefsvæði. Lítill hópur tæknimanna, sem valinn er af öryggisstjóra til að sinna samskiptum við lögreglu, hefur aðgang að því svæði. Þeir undirrita allir trúnaðaryfirlýsingu vegna þessara starfa sinna. Helstu stjórnendur símafyrirtækjanna eru ekki í þeim hópi og eiga ekki að vita hverjir tilheyra honum. Rafræn útgáfa af dómsúrskurðinum sjálfum er læst með lykilorði og aðeins þeir starfsmenn sem eru í samskipta- hópnum geta sannreynt innihald hans. Til að hlerunin sé möguleg er síma- númerið sem á að hlera tengt við síma- númer í eigu lögreglunnar. Lögreglan á sjálf búnaðinn sem hún notar til að hlusta á eða hljóðrita símtölin. Tengsl ekki könnuð Fréttablaðið leitaði til Símans, Vodafone, Nova og Tals eftir upplýsingum um hvern- ig hleranir eru framkvæmdar hjá fyrir- tækjunum og hvers konar eftirlit sé með þeim. Tal leigir símstöð sína af Símanum og því fara allar hleranir á viðskiptavinum Tals í gegnum Símann. Öll fyrirtækin bentu á að það væri lög- regla sem framkvæmdi hleranir, ekki símafyrirtækin. Aðspurð hvort þau kanni hvort sá sem framkvæmir tenginguna hafi einhver tengsl við þann sem verið er að hlera svöruðu öll fyrirtækin sem sinna þessari þjónustu við lögregluna því neitandi. Í svari Vodafone kom fram að lögreglan hefði ekki óskað eftir því að slíkt væri gert. Engin dæmi væru þó um að starfsmaður fyrirtækisins hefði brotið þann trúnað sem fylgir þessum störfum. Í svari Símans og Nova er bent á að fyrir tækin eigi ekki búnað til að hlera, heldur einungis lögreglan. Ekkert utanaðkomandi eftirlit Þegar spurt er um hvort einhvers konar utanaðkomandi eftirlit sé með hlerunum kemur fram í svörum fyrirtækjanna að svo sé ekki. Í svari Símans segir að fyrirtækið líti „svo á að það hljóti að vera hlutverk ríkissaksóknara að hafa eftir- lit með hlerunum. Það er ekki á okkar valdsviði og við komum ekki nálægt því.“ Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir ákveðnar reglur til um framkvæmd hlerana sem farið hafi verið yfir með símafyrirtækj- unum. Hlutverk PFS í þeim efnum sé að til séu tæknilegar ráðstafanir til þess að löglegar hleranir geti farið fram, því þetta sé íþyngjandi kvöð sem stjórnvöld leggi á símafyrirtækin. Viðkomandi fyrirtæki þurfi að setja upp ákveðinn tæknibúnað og tengja hann þannig að lögreglan, sé hún með úrskurð, geti hlerað þannig að löglega sé að því staðið og viðeigandi öryggis sé gætt. „Við höfum eftirlit með almenna ferl- inu, en við eru ekki inni á stokki hjá fyrir- tækjunum í hverju og einu tilviki.“ Misvísandi svör fengust þegar spurt var hvort hleranir skilji eftir sig spor í kerfum fyrirtækjanna. Síminn og Vodafone svöruðu því bæði játandi en Nova neitandi. Engin skipulögð leit fer hins vegar fram að slíkum sporum innan nokkurs af fyrir- tækjunum þremur. Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild embættis Ríkislögreglustjóra segir að bak- grunnur þeirra starfsmanna sem komi að tengingu varðandi símhleranir hjá fjar- skiptafyrirtækjunum sé ekki skoðaður hjá lögreglu. Sitt mat sé að nauðsynlegt sé að láta slíka skoðun fara fram. Brotalöm í kerfinu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að greiningardeild Ríkislögreglu- stjóra hafi vakið athygli á því að það séu fleiri en lögreglan sem koma að hlerunar- málum. Þar sé um að ræða símafyrirtækin sem annist tengingar. „Þetta staðfestir það sem greiningar- deild lögreglunnar hefur sagt og ég hef haft eftir henni á opinberum vettvangi, meðal annars á Alþingi nýverið, að þarna sé brotalöm í kerfinu sem ég vil kalla varnarkerfi fyrir réttindi borgarans og þá brotalöm verðum við að laga.“ FRÉTTASKÝRING: Eftirlit með hlerunum Jóhanna S. Sigþórsdóttir jss@frettabladid.is Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is Ekkert utanaðkomandi eftirlit með hlerunum símafyrirtækja Meint hlerun símastarfsmanns skoðuð SÍMHLERANIR Almennar reglur eru í gildi um framkvæmd símhlerana. Þær gera ráð fyrir teymi tækni- manna sem framkvæmir hleranir innan símafyrirtækja fyrir lögreglu. Allir sem í teymunum eru skrifa undir trúnaðarupplýsingar. Við höfum eftirlit með almenna ferlinu, en við eru ekki inni á stokk hjá fyrirtækjunum í hverju og einu tilviki. HRAFNKELL GÍSLASON FORSTJÓRI PFS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.