Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 2
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR2 NÝSKÖPUN Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur inn- lendur orku- gjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpun- arfyrirtækinu Orkey á Akur- ey r i . Þ et t a mun vera eins- dæmi í heimin- um að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Kristján Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarsviðs Sam- herja, segir að um tímamót sé að ræða. Veiðiferðin hafi verið þrír sólarhringar núna en fyrirtækið nýti allt það magn af lífdísli sem fáanlegur er. Framleiðslugeta verksmiðjunnar setji því hins vegar skorður að mögulegt sé að keyra eitt eða fleiri skip í lengri tíma, hvað þá á ársgrundvelli. „En það sem við getum fengið munum við nota,“ segir Kristján og bætir við að Björgúlfur brenni 5.500 lítrum af lífdísli á sólarhring við veiðar og á keyrslu. „Þetta er verulega spennandi. Ég vil kalla þetta afganga sem verið er að nota til að búa til þetta eldsneyti því þetta er ekki notað í neitt annað,“ segir Kristján. Spurður hvort það sé ódýrara að nýta lífdísil heldur en hefð- bundna olíu svarar Kristján því til að sparnaðurinn liggi í því að gjaldeyrir sparast. „Þetta er unnið úr innlendu hráefni og það er stóri sparnaðurinn. Þjóðhagslegi sparn- aðurinn.“ Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, segir að framleiðslugeta verk- smiðjunnar í dag sé fimmfalt þau 300 tonn sem framleidd eru í dag af lífdísli. „Það sem stendur í vegi fyrir aukinni framleiðslu eru aðdrættir á hráefni. Það fell- ur mikið til víða um land. Í dag er þetta hráefni urðað að mestu leyti og er engum til gagns.“ Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu. Áætlanir fyrirtækisins, sem skýr- ir framleiðslumagnið í dag, gerðu ráð fyrir að 300 tonn myndu duga til að greiða niður fjárfestinguna við verksmiðjuna, sem var tölu- verð. „Núna þegar við sjáum hvað er hægt að gera þá herðir það í mönnum,“ segir Kristinn sem getur þess að tækjabúnaður verk- smiðjunnar var að stærstum hluta smíðaður á Akureyri. Tækifærin fyrir fyrirtæk- ið liggja víða enda 500 þúsund tonn af olíu flutt til landsins á ári hverju. Skipaflotinn notar 300 þúsund tonn. svavar@frettabladid.is Í dag er þetta hráefni urðað að mestu leyti og er engum til gagns. KRISTINN F. SIGURHARÐARSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ORKEYJAR Ingimar, hefurðu fengið sand af seðlum? „Það má segja að sandurinn hafi breyst í seðla.“ Ingimar Georgsson, kaupmaður í Vöru- vali í Vestmannaeyjum, selur nú sand úr Landeyjahöfn í verslun sinni. VEÐUR Óvíst er hvort jólin verði hvít í höfuðborginni. Næsta vika verður umhleypingasam- ari í veðri en undanfarið, þá sér í lagi sunnanlands. Meiri líkur eru á hvítum jólum á norðan-, vestan- og aust- anverðu landinu en fyrir sunn- an, en Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir þó að ekki sé hægt að spá fyrir með vissu um snjóalög. „Það eru meiri líkur á hvít- um jólum fyrir norðan heldur en fyrir sunnan, en þetta er allt saman spurning enn þá,“ segir Einar. „Það er ekki hægt að segja að það séu litlar líkur á hvítum jólum í Reykjavík, en næsta vika verður umhleyp- ingasamari.“ Einar segir spána fyrir næstu helgi nokkuð fína. Dagurinn í dag og í kvöld verður víðast hvar góður, þó er hætta á éli með kvöldinu. Spáð er bjartviðri á Austurlandi og víðar á morg- un, en á sunnudag koma skil upp að landinu með slyddu eða snjó- komu. Þá gæti jafnvel farið að rigna sunnanlands. - sv Næsta vika umhleypingasöm og gæti farið að rigna sunnanlands á sunnudag: Óvíst með hvít jól í Reykjavík VÍSINDI Stærðin skiptir vissu- lega máli í kvennamálum, í það minnsta fyrir þá sem eru rauð- hærðir, sambrýndir og með átta útstæð augu. Nánar til tekið skiptir máli fyrir karlkyns stökk- köngulær að vera með sem stærstar vígtennur til að fá að makast með kvendýrum. Þetta er niðurstaða vísinda- manna við Duke-háskóla í Banda- ríkjunum. Þeir öttu saman karl- kyns köngulóm til að kanna hvað ræður því hver fær kvendýrið. Í ljós kom að þeir karlar sem voru með stærstu vígtennurnar þurftu sjaldnast að berjast, þar sem and- stæðingurinn gaf eftir áður en til slagsmála kom. - bj Kanna hver fær að makast: Stærðin skiptir máli fyrir karla RAUÐ JÓL Í REYKJAVÍK 2010 Líkur eru á rigningu í Reykjavík á sunnudaginn næsta, en rúm vika er til jóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Togari knúinn áfram með orku úr dýrafitu Skip Samherja, Björgúlfur EA, nýtti lífdísil sem orkugjafa í síðustu veiðiferð. Eldsneytið er framleitt á Akureyri af nýsköpunarfyrirtækinu Orkey sem fram- leiðir 300 tonn á ári. Mögulegt væri að framleiða 2.500 tonn ef hráefni fengist. KRISTJÁN VILHELMSSON BJÖRGÚLFUR Í HEIMAHÖFN Samherji hyggst nota lífdísil á skip sín í því magni sem olían fæst. Hráefnisskortur stendur Orkey í vegi ef auka á framleiðsluna frá því sem nú er. MYND/GIJ SVEITARSTJÓRNIR Foreldraráð Hafnarfjarðar fær ekki áheyrn- arfulltrúa í íþrótta- og tóm- stundanefnd bæjarins eins og ráðið óskaði eftir. Nefndin segist ekki geta orðið við óskinni að svo stöddu. „Starfsemi sem fram fer í frí- stundaheimilum og félagsmið- stöðvum er ekki lögbundin líkt og starfsemi grunnskólanna og því ekki hægt að leggja að jöfnu,“ segir íþrótta- og tómstundanefnd sem þó kveður mikilvægt að eiga gott samstarf við foreldra- ráðið og hyggst bjóða fulltrúa þess „eftir þörfum“ til fundar við nefndina þegar fjallað er um mál- efni frístundaheimila og félags- miðstöðva. - gar Synja ósk hafnfirskra foreldra: Fá ekki fulltrúa í íþróttanefnd BANDARÍKIN, AP Fimmtungur banda- rískra kvenna hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn bandarísku sóttvarna- stofnunarinnar CDC. Helmingur árásanna átti sér stað meðal sam- búðarfólks eða kærustupara. Jafnframt kemur fram að fjórða hver kona sem rannsóknin náði til kveðst hafa verið beitt ofbeldi af hálfu maka eða kærasta. Sérfræðingar í heimilisofbeldi segja tölurnar ekki koma sérstak- lega á óvart en þó kunni ákveðnir þættir rannsóknarinnar að hafa leitt til hærri talna en áður hafa komið fram. Þannig segjast sjö sinnum fleiri konur hafa orðið fyrir nauðg- un eða tilraun til nauðgunar en raunin var í könnun bandaríska dómsmálaráðuneytisins í fyrra. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum fengið fram þessa tegund áætlunar á tíðni ofbeldis í sambönd- um,“ er haft eftir Lindu Degutis, starfsmanni CDC. Rannsóknin verð- ur framkvæmd árlega hér eftir. Ekki er gerð tilraun til að stað- festa frásagnir í rannsókninni, sem fengnar eru nafnlaust í símakönnun CDC. Hringt var af handahófi í um 9.000 konur og 7.400 karla. - óká Sláandi niðurstöður í rannsókn á heimilis- og kynferðisofbeldi í Bandaríkjunum: Helmingur árása innan sambands Í NEW YORK Ný rannsókn bandarískra sóttvarnayfirvalda hefur leitt í ljós að umfang heimilisofbeldis þar í landi er meira en áður var talið. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Rannsókn CDC Nærri helmingur kvenna sem greina frá nauðgun eða tilraun til nauðgunar segir árásina hafa átt sér stað fyrir átján ára aldur. Allt að þriðja hver kona segist einhvern tímann á lífsleiðinni hafa orðið fyrir nauðgun, barsmíðum eða eltihrellingu maka, meðan einungis einn af hverjum tíu körlum segist hafa lent í sambæri- legu. Þrír í vímuefnaakstri Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölv- unar- og fíkniefnaakstur á höfuðborg- arsvæðinu í fyrrakvöld og fyrrinótt. Þetta voru karlmenn á aldrinum 25 til 40 ára. Tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi en sá þriðji var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða, eftir á lög- reglustöðina var komið. LÖGREGLUMÁL VÍSINDI Náttúrufræðingar hafa staðfest að froskategund sem fundist hefur á eyjunni Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi sé sú minnsta í heimi. Froskarnir eru 8 til 9 milli- metrar að lengd, sem þýðir að tíu froskar gætu komist fyrir á íslenskum 50 króna peningi. Þetta eru jafnframt smæstu land- dýr heims sem eru með hrygg. Þessi smávaxna froskategund fannst fyrir nærri tíu árum en nú fyrst hefur verið staðfest að um nýja tegund sé að ræða. - bj Fundu minnstu froska í heimi: Komast tíu á 50 krónu pening ÞÝSKALAND, AP Maður sem sak- felldur var fyrir að myrða þrjá Hollendinga í síðari heimsstyrj- öldinni hefur nú hafið afplánun á lífstíðardómi í þýsku fangelsi, 90 ára að aldri. Heinrich Boere var með- limur í SS- sveitum nas- ista, og játaði við réttarhöld í fyrra að hafa skotið menn- ina þrjá. Einn þeirra var með- limur hollensku andspyrnuhreyfingarinnar og annar hafði hjálpað gyðing- um að komast undan ofsóknum nasista. Boere hélt því fram að hann hafi aðeins verið að fylgja skipunum. Verjandi Boere hefur haldið því fram að hann sé of veik- burða til að þola fangelsisvist, en á það var ekki hlustað. - bj Myrti fólk fyrir þýska nasista: Hefur afplánun 90 ára að aldri HEINRICH BOERE KÖNNUN Dagleg neysla Íslendinga síðustu vikur hefur aukist um umtalsvert milli ára samkvæmt Þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Síðustu fjórar vikur hafa lands- menn eytt 12,1 prósentum hærri upphæð í vörur og þjónustu en á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í niðurstöðunum. Meðalmaðurinn eyðir um 4.900 krónum á dag nú, en 4.370 krón- um á sama tíma í fyrra. Verðbólg- an á árinu var um fimm prósent, og raunhækkun á eyðslu því um sjö prósentustig. - bj Ný könnun Capacent Gallup: Neyslan 12% meiri en 2010 í ísinn 500 ml rjómi 3 stk. eggjarauður 2 stk. egg 130 g sykur Vanilludropar Þeytið rjómann og setjið í kæli. Þeytið vel saman eggjarauður, egg og sykur. Blandið saman við rjómann og bragðbætið með vanilludropum. Setjið í form og frystið. Þú getur einnig bætt uppáhaldssælgætinu þínu við blönduna. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.