Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 4
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR4 Jón Baldur Þorbjörnsson, höfundur aðsendu greinarinnar Fíkniefni og fangelsi á síðu 28 í Fréttablaðinu í gær, var fyrir mistök titlaður áhuga- maður um fíkniefni í stað áhuga- maður um þjóðfélagsmál. Jón Baldur er áhugamaður um raunverulegar aðgerðir til að draga úr viðskiptum með fíkniefni og hörmungum sem þeim eru tengdar. LEIÐRÉTTING DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur komist að þeirri niður stöðu að Magnúsi Guð- mundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, beri að greiða þrotabúi Kaupþings 717 milljónir króna sem hann fékk að láni til að kaupa bréf í bankanum. Slitastjórnin fullyrðir að Magn- ús hafi greitt sér um 200 millj- óna króna arð af bréfunum og því hefur Magnús ekki andmælt. Persónulegar ábyrgðir starfs- manna á slíkum lánum voru felldar niður af stjórn bankans rétt fyrir bankahrun. Slitastjórn bankans ákvað að rifta þeirri ákvörðun stjórnarinnar með þeim rökum að hún hefði verið gjafagerningur. Með dómnum er staðfest að sú ákvörðun hafi verið réttmæt. Sú niðurstaða er í samræmi við aðra dóma sem fallið hafa í málum vegna þessarar sömu ákvörðunar. Magnús, líkt og aðrir Kaup- þingsmenn sem lent hafa fyrir dómi af sömu völdum, bar því við að honum hefði verið lofað skað- leysi af hlutabréfakaupunum á sínum tíma. Þetta hafa aðrir æðstu stjórn- endur bankans einnig sagt, en dómurinn kýs að hafa þær yfir- lýsingar að engu, enda snerti málið jafnframt persónulega hagsmuni þeirra – manna á borð við bankastjórann Hreiðar Má Sigurðsson og stjórnarformann- inn Sigurð Einarsson, sem báðir fengu há lán af þessu tagi frá bankanum. Kaupþing hefur sigur í máli gegn Magnúsi Slitastjórn Kaupþings vinnur enn eitt málið sem snýr að starfsmannalánum til kaupa í bankanum. Magnús Guðmundsson, bankastjóri í Lúxemborg, þarf að endurgreiða 717 milljóna lán. Greiddi sér 200 milljóna arð af hlutabréfunum. Dómurinn frá því í gær staðfestir einnig kyrrsetningu sýslumannsins í Reykjavík á fimmtungseignarhlut Magnúsar í félaginu Hvítsstöðum. Það var slitastjórn Kaupþings sem fór fram á kyrrsetninguna svo að eitthvað fengist upp í 717 milljóna króna skuldina sem hann hefur nú verið dæmdur til að greiða. Félagið Hvítsstaðir er í eigu allra helstu æðstráðenda úr gamla Kaupþingi. Hinir eigendurnir eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri samstæð- unnar, Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri á Íslandi, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfir áhættu- stýringu bankans. Allir eiga þeir fimmtungshlut. Einn upprunalegra eigenda, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem var yfir eigin viðskiptum bankans, er ekki lengur í eigendahópnum. Hvítsstaðir ehf. voru stofnaðir árið 2002 til að kaupa fjórar jarðir á Mýrum af Sparisjóði Mýrarsýslu. Samkvæmt ársreikningi eru eignir félagsins metnar á rúmar 400 milljónir en skuldirnar rúmar 1.100 milljónir. Verðmætasta eign félagsins er Langárfoss ehf., sem metinn er á 300 milljónir. Fram kemur í ársreikningi þess félags að það hafi hagnast um rúmar fimm milljónir í fyrra og er þar lagt til að arður verði greiddur úr félaginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru eignarhlutir allra mannanna fimm í Hvítsstöðum kyrrsettir í júní. Eignin var sú eina sem fannst á nafni Magnúsar á Íslandi, en hann er búsettur í Lúxemborg. Aðrar eignir hinna fjórmenninganna voru einnig kyrrsettar, og það sama er að segja um eignir fleiri Kaupþings- manna sem standa í málaferlum við slitastjórnina. Búið að kyrrsetja jarðir æðstu toppanna Magnús hélt því einnig fram að taka hefði átt tillit til þess að þegar ákvörðunin um niðurfell- ingu ábyrgðarinnar var tekin hafi bréfin í bankanum verið 2,6 milljarða króna virði. Þau hafi verið að veði fyrir láninu og verðmætið því átt að koma til frá- dráttar við útreikninginn. Dómurinn hafnar þessu, enda hafi skráð virði bréfanna aldrei getað nýst Magnúsi. Þau hafi verið óseljanleg og bankinn á fallanda fæti. stigur@frettabladid.is DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur fellt niður refsingu sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt mann til eftir líkamsárás. Refsingin var 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Árásarmaðurinn var í nóvem- ber dæmdur ósakhæfur eftir að hann banaði unnustu sinni í Heiðmörk. Hæstiréttur taldi að refsing í málinu nú myndi því ekki þjóna tilgangi og felldi hana niður. - jss Áður dæmdur ósakhæfur: Hæstiréttur hafnar refsingu TAÍLAND, AP Yfirmaður herafla Taílands hefur fengið nóg af gagnrýni á lög í landinu sem kveða á um þriggja til 15 ára fangelsi verði fólk uppvíst að því að móðga konungdæmið. Prayuth Chan-ocha herforingi sagði í gær að hann teldi gagn- rýni á lögin yfirdrifna og fólk sem vildi milda lögin vegna þess að þau hömluðu málfrelsi ætti að flytja úr landi. Herinn er áhrifamikill í land- inu, að hluta vegna tíðra valda- rána hersins, síðast árið 2006. - óká Vill banna gagnrýni á lög: Málfrelsismenn flytji úr landi VARÐSTAÐA Taílenskur hermaður stendur vörð fyrir framan mynd af Bhumibol Adulyadej, konungi Taílands. NORDIC PHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Almenn útlán Íbúða- lánasjóðs fyrstu ellefu mánuði árs- ins eru rúmum fimmtungi meiri en á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu sjóðsins kemur fram að heildar- fjárhæð almennra lána hafi numið 20,5 milljörðum króna, en verið 16,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Á vef sjóðsins kemur jafnframt fram að heildarútlán Íbúðalána- sjóðs í nóvember hafi numið tæpum 1,7 milljörðum króna, þar af tæpir 1,3 milljarðar vegna almennra lána. „Til samanburðar námu almenn útlán í nóvember 2010 tæpum 1,9 milljörðum króna,“ segir í frétt sjóðsins. Meðalútlán almennra lána í mánuðinum voru um 9,5 milljónir króna. Þá kemur fram að heildar- velta íbúðabréfa í nóvember hafi numið um 67 milljörðum. „Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbind- inga námu rúmum 600 milljónum króna í nóvember. Uppgreiðslur í nóvember námu um 1,1 milljarði króna.“ Í mánaðarskýrslu sjóðsins kemur einnig fram að ríkissjóður hafi keypt til baka óverðtryggð bréf af Íbúðalánasjóði að nafnvirði 32,5 milljarðar króna og afhent á móti verðtryggð bréf upp á 31,6 milljarða króna. „Markmiðið með aðgerðinni er að draga úr verðtryggingar- áhættu Íbúðalánasjóðs.“ - óká Almenn lán Íbúðalánasjóðs fyrstu ellefu mánuði ársins eru meiri en í fyrra: Fimmtungsaukning milli ára VETUR Þótt heildarútlán Íbúðalánasjóðs séu í nóvember minni en í fyrra eru almenn lán yfir það sem af er ári meiri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DANMÖRK Mál Amagermannsins svokallaða, Marcels Lychau Han- sen, sem var á mánudag dæmdur fyrir tvö morð og sjö kynferðis- árásir, hefur tekið nýja stefnu. Lögregla hefur komist á snoðir um ráðabrugg Hansens um að smygla sæði sínu út úr fangelsi. Talið er að hann hafi ætlað syni sínum að villa um fyrir lögreglu með því að ráðast á konu og skilja sæðið eftir á henni. Þannig félli grunur á annan, óþekktan mann. Refsing Hansens verður ákveðin á morgun. - þj Amagermaðurinn stöðvaður: Hugðist smygla sæði úr fangelsi GENGIÐ 20.12.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,4892 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,04 122,62 190,83 191,75 159,57 160,47 21,463 21,589 20,698 20,820 17,759 17,863 1,5661 1,5753 188,11 189,23 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is DÓMSMÁL Þriðja ákæra sérstaks saksóknara, á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjalta- syni, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi 10. janúar, sam- kvæmt dagskrá dómsins. Tví- menningunum verður þá gert að mæta og taka afstöðu til ákærunnar. Ákæran var birt sakborn- ingunum á föstudaginn. Í henni er þeim Lárusi, sem var forstjóri Glitnis, og Guð- mundi, sem var yfir fyrirtækja- sviði bankans, gefin að sök umboðssvik, með því að hafa þverbrotið reglur bank- ans um lánveitingar þegar þeir lánuðu Milestone tíu milljarða í febrúar 2008. - sh Glitnismenn á leið fyrir dóm: Ákæran þing- fest 10. janúar LÁRUS WELDING GUÐMUNDUR HJALTASON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 4° 3° 2° 3° 2° 4° 4° 22° 13° 17° 11° 26° -3° 11° 16° 1°Á MORGUN Hæg N-læg eða breytileg átt. FÖSTUDAGUR Fremur hæg SV-átt. 1 -1 -3 0 -4 0 -2 3 2 6 -4 11 11 7 6 5 7 4 10 9 21 7 0 -5 -4 -3 2 0 -3 -6 -7 -3 HVASST Í dag má búast við stífum vindi við S- og V- ströndina og horfur á stormi um tíma allra syðst. Það hlýnar með rign- ingu í dag en hlýja loftið ferðast hratt yfi r landið og í nótt kólnar á nýjan leik. Næstu daga verður besta veðrið NA- til, úrkomulítið og bjart með köfl um. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.